Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson
Sigvaldi missti móður sína er hann var þriggja ára og ólst upp eftir það hjá afa sínum, Sigvalda Björnssyni, bónda á Skeggsstöðum.
Eiginkona Sigvalda sem lést 2007 var Bjarney Halldóra Alexandersdóttir húsfreyja, frá Dynjanda í Leirufirði, og eignuðust þau eina dóttur, Ólöfu Elfu Sigvaldadóttur.
Sigvaldi lauk prófi frá Reykholtsskóla 1940 og kennaraprófi frá KÍ 1943. Hann sinnti kennslu og skólastjórn í Hveragerði næstu þrjú árin, kenndi einn vetur í Reykjavík en varð þá blaðamaður við Alþýðublaðið, ritstjórnarfulltrúi og fréttastjóri þar með hléum á árunum 1947-72. Þá var hann ritstjóri Fálkans um skeið, ritstýrði tímaritinu Úrval, var eitt ár yfirmaður þýðingardeildar Sjónvarpsins, var blaðamaður við Vísi og fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT. Jafnframt vann hann að félagsmálum blaðamanna og rithöfunda. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og sat m.a. í nefndum á vegum hans í borgarstjórn Reykjavíkur.
...Meira