A A A
06.10.2017 - 06:58 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).
Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).
Sig­valdi Hjálm­ars­son fædd­ist á Skeggja­stöðum í Bólstaðar­hlíðar­hreppi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu 6.10. 1922. For­eldr­ar hans voru Hjálm­ar Jóns­son, bóndi á Fjós­um, og k.h., Ólöf Sig­valda­dótt­ir.

Sig­valdi missti móður sína er hann var þriggja ára og ólst upp eft­ir það hjá afa sín­um, Sig­valda Björns­syni, bónda á Skeggs­stöðum.


Eig­in­kona Sig­valda sem lést 2007 var Bjarney Hall­dóra Al­ex­and­ers­dótt­ir hús­freyja, frá Dynj­anda í Leiruf­irði, og eignuðust þau eina dótt­ur, Ólöfu Elfu Sig­valda­dótt­ur.


Sig­valdi lauk prófi frá Reyk­holts­skóla 1940 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1943. Hann sinnti kennslu og skóla­stjórn í Hvera­gerði næstu þrjú árin, kenndi einn vet­ur í Reykja­vík en varð þá blaðamaður við Alþýðublaðið, rit­stjórn­ar­full­trúi og frétta­stjóri þar með hlé­um á ár­un­um 1947-72. Þá var hann rit­stjóri Fálk­ans um skeið, rit­stýrði tíma­rit­inu Úrval, var eitt ár yf­ir­maður þýðing­ar­deild­ar Sjón­varps­ins, var blaðamaður við Vísi og frétta­rit­ari sænsku frétta­stof­unn­ar TT. Jafn­framt vann hann að fé­lags­mál­um blaðamanna og rit­höf­unda. Hann gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Alþýðuflokk­inn og sat m.a. í nefnd­um á veg­um hans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

...
Meira
05.10.2017 - 17:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

GÍSLI MÆTIR Á GÍSLASTAÐI

Gísli Einarsson.
Gísli Einarsson.

Sagnamaðurinn og Landastjórinn Gísli Einarsson er þekktur sögumaður. Nú mætir Gísli loksins á Gíslastaði í Haukadal í Dýrafirði og verður með einstaka sagnastund í kvöld, 5.okt. 2017.

Í sagnaskemmtun sinni mun Gísli fjalla um nauðsyn þess að segja sögur og fer sagan um víðan völl allt frá Agli Skallagrímssyni til Hellismanna og Harðarhólma og allt þar á milli.


Miðasala verður á staðnum og léttar veitingar í boði á léttu verði og verzlunin að sjálfsögðu opin.


 

...
Meira
05.10.2017 - 07:04 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi,Björn Ingi Bjarnason

Eldfjallamiðstöðin Lava formlega vígð á Hvolsvelli

Flateyringurinn (og bassaleikari ÆFINGAR) Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava (t.v.) tekur við gjöf frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Báðir eru þeir gamlir nemendur úr Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði Mynd: ÖG.
Flateyringurinn (og bassaleikari ÆFINGAR) Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava (t.v.) tekur við gjöf frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Báðir eru þeir gamlir nemendur úr Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði Mynd: ÖG.
« 1 af 2 »
Eldfjallamiðstöðin Lava á Hvolsvelli var formlega vígð á fimmtudaginn í liðinni viku. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Lava stýrði athöfninni. Við upphaf hennar söng barnakór Hvolsskóla nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur.

Í ávarpi sínu þakkaði Ásbjörn helstu samstarfsaðilum og þá sérstaklega Sveitarfélaginu Rangárþingi eystra fyrir ánægjulegt samstarf. Hann sagði einnig frá helstu aðilum sem komu að framkvæmdinni en það voru m.a. Jarðfræðistofnun Íslands og Veðurstofa Íslands og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Einnig arkitektar hjá Basalt og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín, auk fjölda annara aðila. Byggingaraðili var Þingvangur ehf. Stærsti fjármögnunaraðili verkefnisins er Iceland Tourism Fund.


Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, flutti einnig ávarp og færði eldfjallamiðstöðinni gjöf í tilefni vígslunnar....
Meira
04.10.2017 - 17:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Annar góður úr 100 Vestfirskum gamansögum: - Upplogið kvennafar!

Bolungarvík. Ljósm.: Einar K. Guðfinnsson.
Bolungarvík. Ljósm.: Einar K. Guðfinnsson.

Hannibal Guðmundsson á Hanhóli í Syðridal í Bolungarvík var oft skjótur til svars og komst vel að orði. Börn þeirra Hanhólshjóna voru sextán talsins og þeirra á meðal nokkrar dætur sem voru hver annarri myndarlegri, sannkallaður kvennablómi.


Þegar þessi saga gerðist var Lilja dóttir Hannibals orðin gjafvaxta og farinn að vinna niðri í Bolungarvík þar sem hún leigði sér herbergi. Ólafur Halldórsson, seinna skipstjóri, var þá ungur maður. Hann mætti Hannibal eitt sinn snemma morguns á götu í Bolungarvík.
Óli hugsaði sér að hrella karlinn svolítið og sagði:


Ég sat hjá Lilju dóttur þinni í alla nótt við að spila.


Hannibal lét Óla ekki slá sig út af laginu og svaraði:


 

...
Meira
04.10.2017 - 06:43 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

25 ár frá vígslu Dýrafjarðarbrúar þann 2. október 1992

Séð yfir Dýrafjarðabrú og inn Dýrafjörð.
Séð yfir Dýrafjarðabrú og inn Dýrafjörð.
Brú yfir Dýrafjörð var vígð þann 2. október 1992 og í dag eru því 20 ár frá vígslunni. 

Brúin er 120 metra löng. 

Leiðin milli Þingeyrar og Ísafjarðar styttist um 13 kílómetra.

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson....
Meira
04.10.2017 - 06:30 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

Dýrafjarðargöng: - KOMNIR 111 METRA INN Í FJALLIÐ

KOMNIR 111 METRA INN Í FJALLIÐ.
KOMNIR 111 METRA INN Í FJALLIÐ.
Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakafyrirtækisins Metrostav sem eru að grafa Dýfjarðargöng eru komnir 111 m inn í fjallgarðinn milli Arnarfjarðar og Dýrfjarðar. 

Þrjár vikur eru síðan gangagröftur hófst og með hverri vikunni eykst gangurinn. Í fyrstu vikunni, sem ekki var heil vinnuvika, voru grafnir 15 m, í viku tvö komust þeir 43 m og síðustu viku 52 m. Mestmegnis af efni úr göngum er keyrt í vegfyllingar. 

Á athafnsvæðinu í Arnarfirði er unnið að uppsetningu skrifstofuaðstöðu....
Meira
03.10.2017 - 21:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Lilja Raf­ney efst hjá VG

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir. Ljósm.: mbl.is/​Golli
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir. Ljósm.: mbl.is/​Golli

Fram­boðslisti Vinstri grænna í Norðvest­ur­kjör­dæmi hef­ur verið samþykkt­ur. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður er í efsta sæti en hún var einnig efst á list­an­um í síðustu kosn­ing­um. 


Fund­ur kjör­dæm­is­ráðs VG í Norðvest­ur­kjör­dæmi var hald­inn á Hót­el Bjarka­lundi og var fjöl­menn­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.


Fram­boðslisti VG í Norðvest­ur­kjör­dæmi:

...
Meira
03.10.2017 - 06:54 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr 100 Vestfirskum gamansögum: - Rennifærið

Björn Finnbogason (1937 - 2012).
Björn Finnbogason (1937 - 2012).

Eitt sinn fyrir áratugum síðan var fjöldi flutningabíla á leið frá Ísafirði og suður. Björn Finnbogason frá Kirkjubæ í Skutilsfirði ók fremsta bílnum. Á leið niður brekkurnar á Hjallahálsinum, sem er á milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, var vegurinn flugháll og bíllinn hjá Bjössa Finnboga náttúrlega keðjulaus. Þarna hagar svo til, að vegurinn liggur í sneiðingum um hengiflug og margar afar krappar beygjur eru þarna einnig.


Á leiðinni niður misstu hjólbarðarnir gripið og byrjaði bíllinn að renna undan brekkunni. Bjössa, sem er afar laginn bílstjóri, tókst að stýra farartækinu á svigi og bruni niður allar beygjurnar. Rétt þegar hann var hólpinn kallaði einhver í bíl á eftir í talstöðina til hans og spurði um færðina niður brekkurnar. 

Það stóð ekki á svari hjá Bjössa Finnboga:


Það er rennifæri hérna niður!

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31