18.10.2017 - 06:55 | Vestfirska forlagið,Valdimar H. Gíslason,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Bjarni Pálsson (1936 - 2017).
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Bjarni Pálsson, fv. skólastjóri Núpsskóla í Dýrafirði og framhaldsskólakennari í Garðabæ, fæddist í Reykjavík 18. júlí 1936. Hann lést 3. október 2017.
Bjarni var sonur Önnu Árnadóttur húsmóður frá Stóra-Hrauni, f. 26. júlí 1901, d. 29. febrúar 1996, og Páls Geirs Þorbergssonar, verkstjóra, frá Syðri Hraundal, f. 29. júní 1894, d. 17. maí 1979. Systkini hans eru Anna María Elísabet, húsmóðir, f. 8. september 1925, d. 19. október 1974, og Árni, fv. sóknarprestur í Kópavogi, f. 9. júní 1927, d. 16. september 2016.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og hlaut síðar kennsluréttindi sem framhaldsskólakennari. Framan af sinnti hann ýmsum störfum, meðal annars hjá bílaleigunni Fal í Reykjavík, við kennslu í Neskaupstað og við Gagnfræðaskólann við Lindargötu.
Bjarni var kennari og síðar skólastjóri Núpsskóla í Dýrafirði frá 1960-1961 og 1968-1981. Hann var kennari við Fjölbrautaskóla Garðabæjar frá stofnun skólans, þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2001. Bjarni sinnti einnig bókhaldsvinnu og ráðgjöf fyrir ýmsa aðila allt til dánardags.
...
Meira