A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
15.06.2017 - 22:18

Lúpínusláttur í Átthaga

« 1 af 2 »
Stjórn Dýrfirðingafélagsins hyggst freista þess að vinna bug á lúpínunni sem breiðst hefur út með ógnarhraða á lóð félagsins í landi Hvamms í Dýrafirði. Reiknað er með að þetta verkefni muni taka 5-10 ár. Fyrstu skrefin verða stigin í Átthaga sunnudaginn 18. júní og byrjað að slá lúpínuna. Við vonumst til að ljúka slætti ársins fimmtudaginn 22. júní  þó við þurfum hugsanlega að taka okkur örlítið hlé til að skreppa í kaupstað. Allar hjálpfúsar hendur sem hafa tök á að leggja okkur lið eru hjartanlega velkomnar í Átthaga. 
Mynd fengin af facebook
Mynd fengin af facebook
Ég heiti Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir og bý á Þingeyri með manninum mínum honum Steini Ólafssyni og dætrum mínum tveimur Jóhönnu Jörgensen og Lísbet Ólu. Ég er fædd 24. Júní 1975 og hef alla mína tíð búið á Þingeyri. Ég hóf störf við Grunnskólann á Þingeyri haustið 2011 og starfa þar sem stuðningsfulltrúi og önnur störf.

 Hverra manna ertu:
Er dóttir Ingibjargar Þorláksdóttur og Sigþórs Gunnarssonar

 Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Er að vinna í Grunnskólanum á Þingeyri við stuðningskennslu og þrif.

 Gamalt prakkarstrik frá því í æsku
 Prakkarastrik - Ég !! Veit ekki hvað það er .... hahaha Við vinkonurnar vorum nú samt ansi duglegar við að gera síma- at hjá fólki - hringdum í m.a í Bolla og spurðum hvort undirskál væri heima og skelltum svo á og hlógum svo ægilega - en ég var aðallega á kantinum og peppaði þær í að hringja- þorði ekki að hringja sjálf, er soddan gúnga

 Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég elska mömmu mína - hún er fyrirmyndin mín í lífinu

 Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri alltaf?
Ég er rótgróin hér...

 Áhugamál.
Gítarinn minn!! Íþróttir af flestum toga - þá helst, blak - badminton - fótbolti og útivist og ferðalög með fjölskyldunni minni

 Heimili.
Hlíðargata 20 ( í fjallinu)

 Bestu kaupin
Klárlega fellihýsið sem ég fjárfesti í í fyrra

 Verstu kaupin
 Man ekki eftir neinu - en skal láta þig vita ef ég kaupi eitthvað ömurlegt

 Lífsmottó
 Taka hverjum degi sem gjöf - lifa lífinu lifandi því þegar ég er dáin þá verð ég dáin svo lengi....... Vera ég sjálf og láta gott af mér leiða.

Kv. Guðrún Snæbj/.
04.01.2013 - 17:51

Að heiman - Sigurða Kristín

Mynd af facebook
Mynd af facebook

Sigurða Kristín Leifsdóttir heiti ég og er fædd þann 23.maí 1984 í Reykjavík. Nær alla mína barnæsku ólst ég upp á Þingeyri en flutti svo þaðan þegar ég var 17 ára. En ég fór ekki langt heldur aðeins yfir á Ísafjörð, þar sem ég bý núna. Í millitíðinni sótti ég nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2009. Manninum mínum kynntist ég á Patreksfirði árið 2005, en hann er einmitt þaðan. Við eigum saman tvær dætur, sú eldri heitir Sandra Lovísa fædd 2009 og sú yngri heitir Sigurða Kristey fædd 2010. Ég hóf störf í Vínbúðinni á Ísafirði sumarið 2011 og starfa þar enn í dag.

Hverra manna ertu:
Faðir: Leifur Dagur Ingimarsson og móðir Jónína Kristín Sigurðardóttir.

• Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Ég starfa í Vínbúðinni á Ísafirði ásamt því að sinna móðurhlutverkinu sem er án efa það sem gefur lífinu lit;)

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku?
Jahh þau eru ansi mörg og sum þeirra ekki til að tala um hér;) En það sem stendur upp úr og við vinkonurnar rifjum upp reglulega er þegar við vorum í göngu um Þingeyrina eitt sumarkvöld að þá datt okkur það í hug að fara og safna klemmum af útisnúrum í poka nokkurn sem við vorum með. Við enduðum á að fylla pokann hlægjandi og skríkjandi og talandi um það hver við héldum að yrði mest hissa og pirraður að sjá að klemmurnar væru ekki lengur á snúrunum. Við höfðum að sjálfsögðu rétt fyrir okkur, en við förum ekki nánar út í hver það var;) Tilgangurinn var alltaf að stríða pínulítið og skila klemmunum aftur, en svo liðu dagar og tvö ár þar til þeim var skilað aftur tilbúnum sem skilti sem á stóð VELKOMIN Á DÝRAFJARÐADAGA

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég fríka út þegar ég heyri í bíflugum eða geitungum..

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Aldrei að vita, þó það sé ekki á planinu næstu árin;)

Áhugamál.
Fjölskyldan og vinir verða alltaf í fyrsta sæti Með því þykir mér einstaklega gaman að ferðast og fræðast um sögur og menningu hvers staðar fyrir sig. Svo hefur ljósmyndun heillað mig mikið síðustu ár.

Heimili
Í Þvergötu á Ísafirði

Lífsmottó
Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Lifa lífinu til fulls og ekki gleyma að njóta líka.

Bestu kaupin
Nýji bíllinn- Skoda Octavia og myndavélin mín.

Verstu kaupin
Eru líklega bíómyndir sem ég hef látið eftir mér að kaupa sökum spennu, en svo hafa þær verið svo óspennandi að ég get ekki hugsað mér að horfa á þær aftur.

Óttar í hnotskurn
Óttar Angantýsson heiti ég, fæddur 14.nóvember 1982 á Akranesi. Bjó á Þingeyri frá fæðingu og til 16 ára aldurs. Flutti þá í Kópavoginn og stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Kynntist konunni minni 2001, við byrjuðum að búa 2003 og ári seinna kom frumburðurinn í heiminn, Viktor Rivin Óttarsson. Seinna barnið, Nadia Hafdís Óttarsdóttir, kom svo árið 2009. Ég hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2006 og starfa þar enn þann dag í dag.

Hverra manna ertu:
Faðir Angantýr Valur Jónasson og móðir Edda Hafdís Ársælsdóttir.

Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Starfa sem sölustjóri hjá Ölgerðinni, sinni uppeldi barnanna minna og reyni að hafa gaman að lífinu og njóta þess.

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku
Ætli ég hafi ekki verið 5 eða 6 ára og var í heimsókn hjá Ömmu og Afa á Akranesi þegar ég ákvað að kíkja aðeins inní bílskúr að grúska. Þar sá ég þennan líka fína rauða spray brúsa. Tók ég brúsann og rölti með hann út. Þar sá ég bláa Jeppann sem nágranni ömmu og afa var nýbúinn að festa kaup á. Hann varð ekkert voðalega lengi blár og náði ég að gera hann vel rauðan á flestum stöðum.
Við púkarnir vorum líka ansi duglegir við að gera dyra at á tímabili og voru hús bæjarins vel kortlögð og þau hús sem við fengum „verstu" viðbrögð við þessum gjörðum voru pottþétt heimsótt aftur! En þetta er svona toppurinn af ísjakanum.

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég hef beinbrottnað átta sinnum og fengið 5 sinnum gat á hausinn.

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Ég vona það svo innilega. Hugurinn leitar mjög oft vestur og vona ég að í framtíðinni eigi maður eftir að geta komið aftur heim í a.m.k nokkrar vikur á ári. Aldrei að vita nema maður flytji aftur vestur þegar ungarnir eru farnir úr hreiðrinu - það er allavegana draumurinn.


Áhugamál
Fótbolti og allt sem tengist honum, þá sérstakega íslensk knattspyrna. Áhuginn er svo mikill að ég, ásamt góðum hópi manna, stofnaði netmiðilinn www.433.is
Ég hef einnig mjög gaman að eldamennsku og bjórdrykkju. Einn ískaldur Egils Gull við matargerð klikkar seint.

Heimili
Baugakór,Kópavogur og Ölgerðin 

Bestu kaupin
Kaupi mér nú sjaldan eitthvað - veit ekkert leiðinlegra en að fara í búðir.
En svona kannski til að nefna eitthvað þá er það síminn minn - gæti ekki verið án hans.

Verstu kaupin
Gallabuxur sem ég keypti mér einu sinni. Þær rifnuðu stuttu seinna á miðjum fundi með viðskiptavini - í KLOFINU. Frekar vandræðanlegt!
 
 Lífsmottó
Work Hard play Hard / Að lifa fyrir daginn í dag / Koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig / Kurteisi kemur manni langt. 
 

07.12.2012 - 11:00

Að heiman - Guðni Páll

Guðni Páll Viktorsson

Ég er uppalinn á Þingeyri og bjó þar til 12 ára aldurs þá lá leiðin til Reykjavíkur með foreldrum mínum. Við fluttum í Árbæinn þar sem ég lauk grunnskólanámi mínu og stundaði þar knattspyrnuæfingar með Fylkir, ég flutti aftur til Vestfjarða veturinn 2008 fór þá að vinna í gerð Óshlíðargangna og starfaði þar til 2010 eða þegar göngin voru klár. Árið 2011 flutti ég aftur suður og er þar enn í dag.

Hverra manna ertu
Farðir Viktor Pálsson og móðir Sólveig Guðnadóttir.

Hvað ertu að gera í lífinu núna?

Það er ansi mikið að gera hjá mér núna, ég vinn hjá Stoðtækjaframleiðandanum Össur.hf og hef unnið þar í eitt ár. Síðan er ég að skipuleggja hringróður minn í kringum Ísland næsta sumar og það fer ansi mikill tími í æfingar og að skipuleggja allt sem að því kemur.

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku

Þau eru nú nokkur, Þegar ég var lítill þá lék ég mér mikið úti í garði heima á Fjarðargötu 14. Einn daginn varð mér brátt í brók og það var enginn tími til að hlaupa inná salernið, ég tók þá uppá því að kúka á stéttina fyrir utan heima og til fela verknaðinn setti ég glænýja leikfangafötu ofaná og stein ofaná hana.

Heimili í dag
Bý með kærustu minni á Háaleitisbraut

Áhugamál

Þau eru nú ansi mörg, en ætli útivist sé ekki það sem ég hef mestan áhuga á og þar hefur Kayak róður fengið mest af mínum tíma. En ég er mikið náttúrubarn og líður vel úti í náttúruni, Einnig finnst mér rosalega gaman af fara á veiðar með góðum vinum og fjölskyldu og hef gert það í nokkur ár og það er fátt sem toppar það. En ef ég ætti að raða þeim upp ætli sá listi myndi ekki líta svona út.
Útivist, Kayak, Fótbolti, Skotveiði, og auðvitað fjölskylda og vinir.

Bestu kaupin
Það mun vera Kayakinn minn.


Verstu kaupin
Þau eru nú orðin nokkur ;) en ætli notaðan tölvan sem ég keypti og dugði mér í einn mánuð með tilheyrandi veseni séu ekki verstu kaupin mín síðustu ár.
 

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég hef ekkert tóneyra og get ekki lært neina texta!

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Nei ekki eins og staðan er í dag, en ég mun pott þétt búa á Vestfjörðum í framtíðinni

Lífsmottó
Lifðu einn dag í einu og njóttu hans.

Jónína Hrönn Símonardóttir
Jónína Hrönn Símonardóttir
Jónína Hrönn Símonardóttir er skagfirskur Dýrfirðingur eins og hún segir sjálf; uppalin á bænum Ketu í Hegranesi en kom til Þingeyrar fyrir 20 árum í ævintýraleit. Hún býr núna á Þingeyri ásamt manninum sínum, Hákoni Kristjánssyni, og þremur börnum þeirra.

 

Hverra manna ertu?
Ég er uppalin í Skagafirði, nánar tiltekið á bænum Ketu í Hegranesi. Dóttir hjónanna Símonar Eðvalds Traustasonar og Ingibjargar Jóhannesdóttur. Elst fjögurra systkina og þau vilja náttúrulega meina að ég sé líka frekust af þeim, en það er misskilningur.

Ég kom vestur að kenna eftir stúdentspróf haustið 1990 í ævintýraleit aðallega. Ég hafði aldrei komið á Vestfirðina þegar ég réð mig hingað og megin ástæðan fyrir því að ég sótti um á Þingeyri, en ekki einhverjum öðrum stað á Vestfjörðum, sem allir voru að auglýsa eftir kennurum á þeim tíma, var sú að ég var að vinna í búð á Sauðárkróki sem seldi harðfisk frá „Nonna Rebb" og þegar ég var eitthvað að velta stöðunum fyrir mér sagði vinnuveitandi minn: „Þú verður náttúrulega að fara til Þingeyrar, þar er lang besti harðfiskurinn". Svo hingað kom ég og kenndi fyrsta veturinn minn 3. bekk (árgangur 1982) fyrir hádegi og 5. bekk (árgangur 1980) eftir hádegi. Þetta var rosalega skemmtilegur vetur og í minningunni voru allir nemendurnir englar (mismiklir þó) og þetta var bara allt eitthvað svo skemmtilegt. Ég kynntist líka manninum mínum þennan vetur, svo það varð enn skemmtilegra. Hér erum við svo búin að búa síðan, eigum 3 börn, Berglindi Ingu 18 ára sem er við nám í FNV á Sauðárkróki, Arnar Loga 14 ára og Kristján Eðvald 9 ára, sem báðir eru hér í skóa. Ég kenni enn hér við Grunnskólann á Þingeyri og Hákon er á sjó á Júlíusi Geirmundssyni, frá Ísafirði.

 

Hvað er best við að búa á Þingeyri?
Ég sá það strax þegar ég kom fyrst vestur að ég hafði verið einstaklega heppin að „lenda" á Þingeyri, því Dýrafjörðurinn finnst mér langfallegasti fjörðurinn - ef ég á nú bara að vera alveg hreinskilin. Það besta við að búa á Þingeyri er hvað allir eru nánir. Ef eitthvað bjátar á eru allir boðnir og búnir að rétta fram hjálparhönd. Hér er líka frábært að vera með börn og ala þau upp, hér er bara frábært að vera.

 

Fallegasti staðurinn?

Ef ég á að nefna fallegasta staðinn get ég ekki gert upp á milli fjarðanna minna tveggja, Dýrafjarðar og Skagafjarðar, því eins ólíkir og þeir eru, finnst mér þeir báðir "fallegasti staður á landinu" í glampandi sól og blíðu.

 

Hvað ættu sem flestir að skoða/gera þegar þeir heimsækja Dýraförð?
Þeir sem koma að heimsækja Dýrafjörð ættu að vera hér í nokkra daga því hér er svo margt að skoða og gera. T.d. keyra út í Svalvoga - og helst hringinn fyrir Nes, ef þeir eru á góðum bíl, fara svo í fjallgöngu upp á eitthvert af þessum stórbrotnu fjöllum sem gnæfa yfir og taka sér góðan tíma í að njóta útsýnisins af fjallstindinum, enda síðan daginn í heita pottinum í bestu sundlaug Vestfjarða. Fyrir þá sem hafa áhuga á hestamennsku getum við státað af frábærri hestaleigu á Söndum og fullt af flottum útreiðarleiðum, golfvöllurinn er stórglæsilegur og þykir með þeim flottustu á landinu...............og það eru óþrjótandi möguleikar. Í Dýrafirði er bara yndislegt!

Kristbjörg Bjarnadóttir
Kristbjörg Bjarnadóttir
Kristjbjörg Bjarnadóttir er brottfluttur Dýrfirðingur sem býr núna á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni.

 


Fjölskylduhagir og hverra manna ertu?
Dóttir Bjarna Georgs Einarssonar og Sylvíu Ólafsdóttur. Númer 6 í röð sjö systkina. Gift, Sævari Gunnarssyni. Á fjögur börn elstur er Róbert Aron Pálmason, Þór Líni Sævarsson, Dagbjört Sævarsdóttir og Perla Sævarsdóttir. Svo er tengdadóttirin Heiða Gehringer. Og einnig eigum við hundin Hvata. Gaman að geta þess að Róbert okkar er orðinn pabbi og ég þá orðin amma og Sævar afi bara gaman. Það var 2. september að lítil stúlka kom í heiminn hjá þeim Róberti og kærustunni hans henni Heiðu, og nú ber hún nafnið Sóley, mikið uppáhald og algjör gullmoli...

...
Meira
Bylgja við ánna í Árósum.  Rétt fyrir neðan má sjá ósinn sem bærinn er kenndur við.
Bylgja við ánna í Árósum. Rétt fyrir neðan má sjá ósinn sem bærinn er kenndur við.
Bylgja Dögg er brottfluttur Dýrfirðingur sem býr ásamt manni sínum, Sigfúsi Erni Guðmundssyni og dóttur, Rakeli Talíu í Árósum í Danmörku þar sem þau hjúin stunda nám. Þess má til gamans geta að þau eiga von á öðru barni í næsta mánuði.



Hverra manna ertu?
Foreldrar mínir heita Hafsteinn Aðalsteinsson og G. Matthildur Gestsdóttir...

...
Meira
Eldri færslur
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30