A A A
  • 1968 - Kristín Theodóra Hreinsdóttir
17.08.2017 - 19:52 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirđir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 -seinni hluti

Fréttamenn Rúv á Ísafirđi ţau Sigríđur Guđfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson ţann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friđleifsdóttir.
Fréttamenn Rúv á Ísafirđi ţau Sigríđur Guđfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson ţann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friđleifsdóttir.

   Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flutti hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní á fæðingarstað Jón Sigurðssonar, en þá voru liðin 180 ár frá fæðingu hans. Sigurbjörn biskup lagði meðal annars út af því í ræðu sinni, að íslendingar mættu ekki glata sjálfstæði sínu í dansinum kringum gullkálfinn og þjóðin þyrfti að endurmeta Jón Sigurðsson og rifja upp sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Ræða dr. Sigurbjörns var eftirminnileg öllum sem á hlýddu.


     Fjöldi ferðamanna sótti okkur heim í sumar, bæði innlendir og erlendir og er vaxandi skilningur á því hjá heimamönnum, að þjónusta við ferðamenn getur gefið nokkuð í aðra hönd, ef vel er á haldið.


     Olíufélagið hf. og Kaupfélag Dýrfirðinga tóku í notkun stóran og veglegan veitingaskála á Þingeyri og mun hann bæta úr brýnni þörf. Olíufélagið hf. sýndi Íþróttafélaginu Höfrungi þann velvilja að gefa því gamla söluskálann og verður hann notaður sem búningsklefi við íþróttavöllinn á Þingeyri. Gjöf þessa má meta á nokkur hundruð þúsund krónur.

...
Meira
17.08.2017 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Hverjir eru bestu vinir Íslands?

Tingnes í Ţórshöfn ţar sem Landsţing Fćreyja hefur ađsetur.
Tingnes í Ţórshöfn ţar sem Landsţing Fćreyja hefur ađsetur.
« 1 af 2 »

Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.


   Korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Kannski áttu þær bara nóg með sig.


   Aftur á móti Færeyingar.

...
Meira
17.08.2017 - 06:41 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirđir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 - fyrri hluti

Finnbogi Hermannsson.
Finnbogi Hermannsson.

  Þetta voru ávarpsorð Svæðisútvarps Vestfjarða í upphafi útsendinga. Margir sjá eftir Svæðisútvarpinu og Finnboga Hermannssyni og mörgum sem með honum störfuðu. Halla Ólafsdóttir, sú góða útvarpskona, heldur uppi merkinu núna og stendur sig afbragðsvel. Spurningin er þessi: Kemur Svæðisútvarpið einhverntíma aftur? 


    Hallgrímur Sveinsson var fréttaritari Útvarps í Þingeyrarhreppi í allmörg ár. Í upphafi árs 1992 flutti hann eftirfarandi pistil í Svæðisútvarpið um annál ársins 1991 úr Þingeyrarhreppi:

...
Meira
16.08.2017 - 18:36 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

LISTAMANNASPJALL Í HÖMRUM

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði bjóða til listamannaspjalls í Hömrum í kvöld, 16. ágúst 2017.


Í sumar hafa fjölmargir listamenn dvalið í vinnustofunum sem starfræktar eru á tveimur stöðum í bænum, við Aðalstrætið og á Engi og er óhætt að segja að þeir hafi sett svip sinn á bæinn og mannlífið. Áður en gestir vinnustofanna halda aftur til síns heima eða til móts við frekari ævintýri annarsstaðar bjóða þeir gestum að njóta afraksturs vinnu sinnar á Ísafirði með uppákomu sem þessari.


Það er fjölbreyttur og hæfileikum hlaðinn hópurinn sem kemur fram að þessu sinni. Tónlistarhjónin Ásdís Valdimarsdóttir og Michael Stirling laða fram tóna á strengi sína. Rithöfundurinn, sagnfræðingurinn og skáldið Þórunn Jarla Erlu- og Valdimarsdóttir les upp úr óútkomnum verkum og hollenski tónlistarmaðurinn Lucas Kloosterboer flytur nokkur verka sinna.


Spjallið fer fram á íslensku og ensku. Í lokin verður hægt að spyrja listamennina út í verk þeirra. 

Ókeypis er á viðburðinn sem hefst klukkan 20 og er hann öllum opinn.

...
Meira
16.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Áslaug Helgudóttir

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharđsson

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.
Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.
Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3.júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16.september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum. 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.
...
Meira
16.08.2017 - 06:44 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Eyţór Eđvarđsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÖRNEFNASKRÁNING VESTFIRSKRA FJARĐA

Fundur um skráningu örnefna.
Fundur um skráningu örnefna.

Í lok síðasta árs luku Súgfirðingar við skráningu örnefna í Súgandafirði en verkið hafði tekið um tvö ár. Það var Birkir Friðbertsson bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði sem bar hitann og þungann af starfinu en hann lést 5. júní í ár. 

Eyþór Eðvarðsson formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar er mikill áhugamaður um skráningu örnefna og á sunnudagskvöld stóð hann, ásamt fleirum, fyrir fundi í Kaffi Sól í Önundarfirði um skráningu örnefna í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði.


Framundan er því að skrá örnefni næstu fjarða og var áhugi fundarmanna á verkefninu mikill, taka þarf myndir frá fjalli til fjöru og síðan að merkja inn á öll þekkt örnefni. Þau munu svo fara í sameiginlega örnefnaskrá.

...
Meira
15.08.2017 - 19:52 | visir.is,Vestfirska forlagiđ,Stöđ 2,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dynjandisheiđi verđur betri heilsársvegur en Steingrímsfjarđarheiđi

Guđmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerđarinnar á Ísafirđi. Ljósm.: STÖĐ 2/EGILL AĐALSTEINSSON.
Guđmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerđarinnar á Ísafirđi. Ljósm.: STÖĐ 2/EGILL AĐALSTEINSSON.
« 1 af 2 »

Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals.  Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. 


„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir  Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. 

...
Meira
15.08.2017 - 17:15 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

AĐSÓKNARMET SLEGIĐ Á ACT ALONE

Elfar Logi Hannesson og Sigurđur Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
Elfar Logi Hannesson og Sigurđur Sigurjónsson. Ljósm.: Ágúst G. Atlason.
« 1 af 3 »

Einleikjahátíðinni Act alone lauk á Suðureyri á laugardag. Elfar Logi Hannesson, stjórnandi Act alone, segir að hátíðin hafi tekist með eindæmum vel í ár. „Það sóttu yfir þrjú þúsund manns viðburðina 18 sem voru í boði. Það var fullt hús á fyrsta degi og svo hélt það bara áfram til síðasta dag,“ segir Elfar Logi.


Hann segir aðsóknina vera nýtt „lúxusvandamál“. „Ekki verður félagsheimilið stækkað og við færum okkur ekki í íþróttahúsið, hjarta og sál Act alone er í Félagsheimili Súgandafjarðar og við verðum þar áfram. Svo er ákveðinn sjarmi við það að húsið fyllist og fólk standi eða sitji á gólfinu.“

...
Meira
Síđa 1 af 415
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör