A A A
  • 1944 - Páll Björnsson
  • 1991 - Ađalsteinn Hugi Gíslason
26.06.2017 - 13:22 | Vestfirska forlagiđ,Dýrafjarđardagar,Björn Ingi Bjarnason

Dýrafjarđardagar 2017 - Dagskrá

Dýrafjarđardagar 30. júní - 2. júlí 2017.
Dýrafjarđardagar 30. júní - 2. júlí 2017.

Dýrafjarðardagar 2017 verða haldnir dagana 30. júní - 2. júlí 2017

FÖSTUDAGURINN 30. JÚNÍ
17:00 - 22:00 Íslandsmót í strandblaki – stigamót
*18:00 Setning hátíðarinnar í Bjarnaborg (niðri við höfn)
*19:15 „Minningar úr Dýrafirði – nokkrar myndyrðingar“ í Grunnskólanum. Opnun myndlistarsýningar Bjarna Guðmundssonar frá Kirkjubóli. Bjarni verður viðstaddur opnunina með gítarinn.
*20:00 Kynlíf í fornsögunum -Gíslastaðir í Haukadal. Húsið opnar kl. 20:00, fyrirlesturinn hefst 20:30 Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fjallar um fornakappa og konur og náin samskipti þeirra. Heitt verður á könnunni.
*20:00 Emmsje Gauti – Diskótek í Félagsheimilinu
23:00 – 03:00 Pöbbakvöld. Lifandi tónlist í Simbahöllinni

...
Meira
26.06.2017 - 11:10 | Vestfirska forlagiđ,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

LÍFSHLAUP VILLA VALLA

Villi Valli er heiđurslistamađur Ísafjarđarbćjar.
Villi Valli er heiđurslistamađur Ísafjarđarbćjar.
« 1 af 2 »
Edinborgarhúsið ætlar að bjóða bæjarbúum á sýningu heimildarmyndarinnar Lífshlaupið.
Myndin fjallar um Vilberg Vilbergsson sem er betur þekktur sem Villi Valli rakari, tónlistarmaður og lífskúnstner á Ísafirði. Einnig verður sýnd upptaka af tónleikum með Villa Valla og félögum sem haldnir voru í Edinborgarhúsi í nóvember 2016 en þar var leikin blanda af sígildum jazzperlum og frumsömdum lögum eftir Villa Valla. Lög eins og Don´t get around much anymore, Jeepers Creepers, Vikivaki Jóns Múla, Lover, come back to me, Þakið er lekt og Fall krónunnar.
Sýningin verður á miðvikudagskvöld 28. júní kl. 20. Myndin er eftir Snævar Sölvason og um kvikmyndatöku sá Loga Ingimarsson og hljóðupptaka og -vinnsla var á höndum Matthíasar M.D. Hemstock.
Framleiðandi myndarinnar er Menningarmiðstöðin Edinborg....
Meira
26.06.2017 - 08:20 | Vestfirska forlagiđ,Fréttablađiđ,Björn Ingi Bjarnason

26. júní 1 9 6 8 - Guđni Jóhannesson fćddist

Guđni Th. Jóhannesson og kona hans Elza Reid á Ţingeyrarbryggju.  Međ ţeim er Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Guđni Th. Jóhannesson og kona hans Elza Reid á Ţingeyrarbryggju. Međ ţeim er Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968 og er því 49 ára í dag. 
Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing. 
Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BAgráðu árið 1991. Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London....
Meira
25.06.2017 - 21:46 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Flett upp á gömlum blöđum: - Völva Ţingeyrarvefsins spáđi fyrir um hruniđ á árinu 2007

Hús Matthíasar Ólafssonar í Haukadal, reist 1885, stórmerkilegt mannvirki, löngu horfiđ. Ţá voru miklir uppgangstímar í dalnum. Ljósmyndari ókunnur.
Hús Matthíasar Ólafssonar í Haukadal, reist 1885, stórmerkilegt mannvirki, löngu horfiđ. Ţá voru miklir uppgangstímar í dalnum. Ljósmyndari ókunnur.

Nú á miðsumri er fróðlegt að sjá hverju hin heimsfræga Völva Þingeyrarvefsins spáði fyrir það herrans ár 2007.


Völvan spáði m. a. svo, korteri fyrir hrun:


Eftirfarandi atburðir, sem tengjast Dýrafirði og Arnarfirði, spái ég að muni koma fram á næsta ári, 2007. Það skal tekið fram til að forðast misskilning, að ef einhverjir af þessum spádómum mínum koma ekki fram á því herrans ári, þá færast þeir sjálfkrafa fram á árið 2008 og þá eru þeir nokkuð öruggir.

...
Meira
25.06.2017 - 06:51 | Vestfirska forlagiđ,Dýrafjarđardagar,Björn Ingi Bjarnason

Dýrafjarđardagar 2017 - "Minningar úr Dýrafirđi - nokkrar myndyrđingar"

Bjarni Guđmundsson. Ljósm.: BIB
Bjarni Guđmundsson. Ljósm.: BIB

Sýningin "Minningar úr Dýrafirði - nokkrar myndyrðingar" samanstendur af um 30 teikningum eftir Bjarna Guðmundsson frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Við hverja mynd er stuttur texti.
Í þessari sýningu deilir Bjarni minningum sínum , frá bernsku og ungdómsarum, í mái og myndum á sinn einstaka hátt.


Bjarni verður viðstaddur opnunin sýningarinnar, sem hefst í kjölfar settningar Dýrafjarðardaga, og hefur samþykkt að hafa gítarinn með og leika og syngja nokkur lög fyrir viðstadda.
Sýning sem engin ætti að láta fram hjá sér fara og stendur aðeins á Dýrafjarðardögum.

...
Meira
24.06.2017 - 21:25 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ađ loknum 17. júní 2017: - Hver var Jón forseti, uppáhaldsmađur ţjóđarinnar?

Jón Sigurđsson (1811 - 1879).
Jón Sigurđsson (1811 - 1879).
Nú er 17. júní liðinn í aldanna skaut rétt einu sinni. Lýðveldisdagurinn eða þjóðhátíðardagurinn sem almennt er kallaður í dag. Og afmælisdagur Jóns Sigurðssonar.

Flestir eru sammála um að maður dagsins á öllum 17. júni dögum sé þessi Vestfirðingur, Jón forseti.

Bent hefur verið á að helstu fjölmiðlar landsins hafi ekki gert því nokkur skil á nýliðnum 17. júní hvað manna hann var. Eða fyrir hvað hann stendur í þjóðarsögunni. Að vísu nefna sumir nafn hans í framhjáhlaupi. Síðan ekki söguna meir....
Meira
24.06.2017 - 21:18 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

24. júní 1000 - Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alţingi á Ţingvöllum viđ Öxará

Ţingvellir Ljósm.: BIB
Ţingvellir Ljósm.: BIB

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. 

Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: 

„Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“


24. júní 2012


Séra Agnes M. Sigurðardóttir, prestur í Bolungarvík, var vígð biskup Íslands fyrst kvenna. Hún hafði sigrað í biskupskjöri tveimur mánuðum áður, hlaut 64% atkvæða en séra Sigurður Árni Þórðarson 32%.

...
Meira
24.06.2017 - 21:09 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Lilja Rafney Magnúsdóttir alţingismađur – 60 ára - Ólst upp í fiskiţorpi og viđ almenn sveitastörf

Á heima­slóđum Lilja Raf­ney međ Suđur­eyri viđ Súg­anda­fjörđ í bak­sýn.
Á heima­slóđum Lilja Raf­ney međ Suđur­eyri viđ Súg­anda­fjörđ í bak­sýn.
« 1 af 3 »
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir fædd­ist á Stað í Súg­andafirði 24. júní 1957 og ólst upp á Suður­eyri: „Ég var auk þess alltaf mikið hjá afa ög ömmu á Stað í Súg­andafirði, nán­ast öll sum­ur, en þau voru með hefðbund­inn, blandaðan bú­skap. Ég held að kynni mín af þeim og það sveita­líf sem þau buðu upp á hafi mótað per­sónu mína mikið.

Á vet­urna tók svo skól­inn við, heima á Suður­eyri og leik­ir og störf með öðrum krökk­um. Við fór­um í ís­jaka­hlaup í Litlu höfn­inni í löngu frí­mín­út­um og drolluðum oft niðri á bryggju, vor­um að þvæl­ast um borð í bát­ana, feng­um að fara með þeim á milli bryggjuplássa og mauluðum kex með mjólk í lúk­arn­um. Þetta voru ekki hættu­laus­ir leik­ir en þótti mikið sport.“

 

...
Meira
Síđa 1 af 398
Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör