A A A
02.10.2017 - 20:05 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Jólabókaflóðið: - Fimm bækur væntanlegar að vestan

100 Vestfirskar gamansögur
100 Vestfirskar gamansögur
« 1 af 2 »

Næstu vikur koma fimm nýjar bækur út hjá Vestfirska forlaginu.


Þær eru þessar:


100 Vestfirskar gamansögur


Hallgrímur Sveinsson tók saman


Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Margar þessara þjóð- og gamansagna eru að einhverju leyti sannar og enn aðrar heilagur sannleikur. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessi bók er að renna úr prentvélunum hjá Leturprenti þessa dagana.


Þormóðsslysð 18. febrúar 1943


Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman.

...
Meira
02.10.2017 - 17:28 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

Halldór Kristjánsson (1910 - 2000).
Halldór Kristjánsson (1910 - 2000).
« 1 af 4 »

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.


Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.


Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.


Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.


Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. 

...
Meira
02.10.2017 - 08:11 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Magnús Þór Haf­steins­son leiðir lista Flokks fólksins í Norðvest­ur­kjör­dæmi

Flokk­ur fólks­ins fundaði í Há­skóla­bíó og kynnti þar odd­vita kjör­dæm­anna. mbl.is/​Eggert
Flokk­ur fólks­ins fundaði í Há­skóla­bíó og kynnti þar odd­vita kjör­dæm­anna. mbl.is/​Eggert
« 1 af 4 »

Flokk­ur fólks­ins kynnti á laugardag odd­vita fram­boðslista flokks­ins fyr­ir næstu Alþing­is­kosn­ing­ar á fundi sem hald­inn var í Há­skóla­bíó.


Inga Sæ­land formaðurin flokks­ins verður odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en hún leiddi lista flokks­ins í því kjör­dæmi einnig í síðustu kosn­ing­um.


Dr. Ólaf­ur Ísleifs­son mun leiða list­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son  fer fyr­ir list­an­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi, Karl Gauti Hjalta­son í Suður­kjör­dæmi,  Magnús Þór Haf­steins­son í Norðvest­ur­kjör­dæmi og  Sr. Hall­dór Gunn­ars­son í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

...
Meira
01.10.2017 - 20:11 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Har­ald­ur og Þór­dís efst í Norðvesturkjördæmi

Efstu fimm á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ljós­mynd/​Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.
Efstu fimm á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ljós­mynd/​Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Upp­röðun efstu manna á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi verður óbreytt frá því í síðustu kosn­ing­um.


Har­ald­ur Bene­dikts­son alþing­ismaður mun leiða list­ann. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, alþing­ismaður og ráðherra, er í öðru sæti fram­boðslist­ans og Teit­ur Björn Ein­ars­son alþing­ismaður er í þriðja sæti. Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir skip­ar svo fjórða sætið og Jón­ína Erna Arn­ar­dótt­ir fimmta sætið.


List­inn í heild er sem hér seg­ir:

...
Meira
01.10.2017 - 20:05 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Guðjón í fyrsta sæti í Norðvest­ur­kjör­dæmi

Guðjón S. Brjáns­son mbl.is/​RAX
Guðjón S. Brjáns­son mbl.is/​RAX

Guðjón S. Brjáns­son alþing­ismaður mun leiða fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar.

Haldið var kjör­dæm­isþing á Hót­el Bjarka­lundi í dag og var listi flokks­ins í kjör­dæm­inu samþykkt­ur sam­hljóða. Í öðru sæti er Arna Lára Jóns­dótt­ir og í þriðja sæti er Jón­ína Björg Magnús­dótt­ir.


List­inn í heild sinni er hér að neðan: 

...
Meira
01.10.2017 - 10:06 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík.
« 1 af 2 »

Þann 1. október 1846 var hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum.

Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.

Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands.


Rektorar Hins lærða skóla frá 1846

...
Meira
30.09.2017 - 23:17 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

ÁFANGA LOKIÐ

Verkstjórinn okkar Þorsteinn Ólafsson og sonur hans Pétur. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
Verkstjórinn okkar Þorsteinn Ólafsson og sonur hans Pétur. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
« 1 af 2 »
Í byrjun september 1954 vorum við að baksa við að leggja veg um Ófæru í Dýrafirði og að Hvallátursdalsá og yrði þá akfært fyrir fjörð til Þingeyrar. þetta var erfiður kafli, mikil aurbleyta . 

Guðni á Sæbóli kom á Sandsýtunni og ýtti forinni aftur og aftur undan hallanum í sjóinn sem varð móruður langt út á fjörð--veiðilendur hafarnarins ekki kræsilegar rétt á meðan. Svo var fenginn trukkur frá Flateyri, tíu hjóla með drif á þrem hásingum. Hann öslaði foraðið og dreifði burðarefni svo fært yrði öðrum vörubílum að komast yfir.

Í lok venjulegs vinnudags vorum við nærri því að ná endum saman. , sáum til lands og við kvöldverðarborðið var ákveðið að fara út aftur og klára. Verkstjórinn var til í tuskið. Menn snæddu í hvelli, tóku stóra bita og tuggðu lítið og svo var rokið af stað....
Meira
30.09.2017 - 23:10 | Björn Ingi Bjarnason,Emil Ragnar Hjartarson,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Akfært fyrir Dýrafjörð árið 1954

Emil Ragnar Hjartarson.
Emil Ragnar Hjartarson.
Í september árið 1954 var lokið merkum áfanga í vegagerð á Vestfjörðum. Vinnuflokkur Þorsteins Ólafssonar lauk tengingu við veg sem þá var kominn út fyrir brúna á Hvalláturdalsá. Þar með akfært fyrir Dýrafjörð. 

Síðasti kaflinn, yfir Ófæruna, hafði reynst erfiður viðfangs vegna aurbleytu , gekk illa þangað til fenginn var "tíuhjóla trukkurinn" sem var til á Flateyri með drif á öllum þrem hásingunum. Hann flutti möl í svaðið svo öðrum vörubílum varð fært. Þennan GMC trukk (gemsar voru þeir kallaðir) áttu ýmsir. Þegar þetta var minnir mig að Þórður Sveins og Gunnar á Vífilsmýrum hafi átt hann. Í dagslok, kl 19, voru nokkrir metrar eftir. Þorsteinn verkstjóri leyfði okkur að klára um kvöldið. Það var ekki klippt á borða, kannske ekki búið að finna þess konar serímoníu upp. Hins vegar fórum við á einum vörubíl til Þingeyrar, stóðum á pallinum meðan ekið var niður á pláss og höfðum hátt.. ...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31