Jólabókaflóðið: - Fimm bækur væntanlegar að vestan
Næstu vikur koma fimm nýjar bækur út hjá Vestfirska forlaginu.
Þær eru þessar:
100 Vestfirskar gamansögur
Hallgrímur Sveinsson tók saman
Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Margar þessara þjóð- og gamansagna eru að einhverju leyti sannar og enn aðrar heilagur sannleikur. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessi bók er að renna úr prentvélunum hjá Leturprenti þessa dagana.
Þormóðsslysð 18. febrúar 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman.
...Meira