A A A
10.10.2017 - 20:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ný bók að vestan: - 100 Vestfirskar gamansögur

Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!"


   Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur sálugi Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Hvort sá vandi sé íhaldinu að kenna er svo önnur saga!


    Kemur þetta fram í ritgerð  í nýrri bók frá Vestfirska forlaginu, 100 Vestfirskar gamansögur. Bókin sú er farin í dreifingu um land allt. Segja má að bæði gaman og alvara sé uppistaðan í hinum mikla sagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Og skal nú rétt einu sinni vitnað í skipherrann okkar, Eirík Kristófersson, frá Brekkuvelli á Barðaströnd:


   „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ 

...
Meira
10.10.2017 - 07:03 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

10. október 1899 - Þrír menn farast á Dýrafirði

Minnisvarði á Bessastöðum í Dýrafirði um þennan atburð og mennina sem fórust. Ljósm.: BIB
Minnisvarði á Bessastöðum í Dýrafirði um þennan atburð og mennina sem fórust. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Þrír Vestfirðingar/Dýrfirðingar fórust en sýslumaður Ísfirðinga, Hannes Hafstein, og tveir aðrir björguðust þegar bátur þeirra lagðist á hliðina fram af Haukadal í Dýrafirði.

Þeir voru að reyna að komast um borð í enskan togara sem var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði. 

Morgunblaðið - Dagar Íslands- Jónas Ragnarsson ...
Meira
09.10.2017 - 18:10 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

HRAÐINN EYKST Í DÝRAFJARÐARGÖNGUM

Graftarhraðinn í Dýrafjarðargöngum eykst í hverri viku. 

Í síðustu viku náðist að grafa 66 metra og göngin orðin 177 metrar að lengd. Vikuna þar á undan voru grafnir 52,4 metrar.

Þegar gangamenn eru komnir þetta langt inn í fjallið er þörf á loftræstingu og er búið að setja upp blásara við gangamunnann.

Byrjað er að safna efni góðu efni úr göngunum á haugsvæði þar sem ekki er þörf fyrir meira efni  í plön á vinnusvæði lengur. Lakara efnið fer í aðalatriðum beint í vegfyllingu....
Meira
08.10.2017 - 21:44 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ásmund­ur Ein­ar leiðir Fram­sókn í Norðvest­ur­kjör­dæmi

Listi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ásmund­ur Ein­ar Daðason leiðir list­ann, en hann er fjórði frá vinstri.
Listi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ásmund­ur Ein­ar Daðason leiðir list­ann, en hann er fjórði frá vinstri.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, leiðir lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um.


Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fjár­mála­stjóri í Bol­ung­ar­vík sit­ur í öðru sæti list­ans og Stefán Vagn Stef­áns­son, bæj­ar­full­trúi og yf­ir­lög­regluþjónn á Sauðár­króki í því þriðja, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.


Listi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi:

...
Meira
08.10.2017 - 10:57 | Björn Ingi Bjarnason,Fréttablaðið,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Lífið er leiftur

„Síðasta bók um Auði er tileinkuð flóttafólki á öllum tímum. Enda var hún flóttakona sjálf,“ segir Vilborg frá og segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Ljósm.: FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Síðasta bók um Auði er tileinkuð flóttafólki á öllum tímum. Enda var hún flóttakona sjálf,“ segir Vilborg frá og segir Auði djúpúðgu einstaka fyrirmynd íslenskra kvenna. Ljósm.: FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur gefið út nýja bók, Blóðug jörð, og lýkur þar með þríleiknum um Auði djúpúðgu. Bókin er tileinkuð flóttafólki. Vilborg hefur stutt við fólk í sorg eftir að hafa tekist á við missi og er sterkari eftir að hún skildi að lífið er leiftur.

Vilborg býr í miðborginni en þó á friðsælum stað í bakhúsi. Kettir stukku til og frá upp á hlið og steina og vísuðu veginn að rauðmálaðri hurðinni. Skildu blaðamann eftir þar. Annars er ekki víst að hann hefði ratað. 

Í húsinu er mikið um að vera, það er síðla dags. Dóttir hennar og vinkona eru á leiðinni út og heilsa blaðamanni. Það er rætt um nesti og skutl og ýmislegt umstang. Kærasti Vilborgar, Þorgrímur Pétursson, stendur í eldhúsinu og lagar te.

Vilborg missti eiginmann sinn, Björgvin Ingimarsson, sálfræðing og kennara, úr krabbameini árið 2013. Hún hefur miðlað reynslu sinni ríkulega, skrifaði um hana bók, stofnaði með fleirum samtökin Ljónshjarta fyrir fólk sem hefur misst maka í blóma lífsins og ferðast um land allt og leiðbeint fólki í sorg....
Meira
08.10.2017 - 10:01 | Björn Ingi Bjarnason,Blaðið Reykjanes,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

95 ára afmæli Norræna félagsins

Föstudaginn 29. september sl. fagnaði Norræna félagið á Íslandi 95 ára afmæli. 

Fyrsti formaður félagsins var Matthías Þórðarson (1922- 1926). 

Fyrstu Norrænu félögin voru stofnuð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi árið 1919 og verður haldið sameiginlega uppá aldarafmæli félaganna í apríl 2019. 

Núverandi formaður Norræna félagsins er Bogi Ágústsson....
Meira
08.10.2017 - 09:28 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Finn sterka samkennd með Auði

Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir hef­ur lokið við sögu Auðar djú­púðgu. %u2014 Morg­un­blaðið/%u200BEggert
Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir hef­ur lokið við sögu Auðar djú­púðgu. %u2014 Morg­un­blaðið/%u200BEggert
Þríleik Vil­borg­ar Davíðsdótt­ur um Auði djú­púðgu Ket­ils­dótt­ur lýk­ur með Blóðugri jörð. Hún seg­ist skilja Auði bet­ur í dag en þegar hún byrjaði á fyrstu bók­inni, enda hafi hún fengið að kynn­ast því hvernig er að missa og missa og missa. 

Með bók­inni Blóðug jörð, sem kem­ur út næst­kom­andi fimmtu­dag, lýk­ur þríleik Vil­borg­ar Davíðsdótt­ur um Auði djú­púðgu Ket­ils­dótt­ur, sem nam land í Döl­um við Breiðafjörð und­ir lok ní­undu ald­ar. Áður voru komn­ar bæk­urn­ar Auður, sem kom út 2009, og Vígroði, sem kom út 2012.

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að Vígroði kom út hef­ur ým­is­legt gengið á lífi Vil­borg­ar, eins og hún rak í bók­inni Ástin, drek­inn og dauðinn sem kom út 2015, en hún gegndi líka starfi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar í rit­list við Há­skóla Íslands eitt miss­eri, þar sem hún vann með rit­list­ar­nem­um.

...
Meira
07.10.2017 - 06:53 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

« 1 af 2 »

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar þriðjungi þing­manna sinna sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 2. til 4. októ­ber. Flokk­ur­inn nýt­ur nú stuðnings tæp­lega 21% kjós­enda og fengi 14 þing­menn kjörna í stað 21.


Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er lang­stærsti flokk­ur­inn. Nýt­ur hún stuðnings 28,2% kjós­enda, sem gef­ur 20 þing­menn. Þetta er veru­leg fylgisaukn­ing frá kosn­ing­un­um 2016 þegar flokk­ur­inn fékk tæp 16% at­kvæða og 10 þing­menn. Fylgi flokks­ins hef­ur þó lít­il­lega dalað frá síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.


Þá sæt­ir það tíðind­um í könn­un­inni að Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig tals­verðu fylgi og er orðin þriðji stærsti flokk­ur­inn. Fengi hún um 11% at­kvæða og sjö þing­menn, en hún hef­ur nú aðeins þrjá menn á þingi og fékk 7,5% at­kvæða í kosn­ing­un­um í fyrra.


Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur­inn og Pírat­ar eru nán­ast jafn stór­ir með um 9% fylgi og fengju hver sex þing­menn kjörna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31