A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.06.2008 - 00:37 | Tilkynning

Leikjanámskeið Höfrungs hefst á morgun

Leikjanámskeið Höfrungs hefst á morgun, mánudaginn 9.júní og skiptist í 3 námskeið. Hvert námskeið stendur í tvær vikur.

1. námskeið hefst 9. júní - 20. júní.
2. námskeið hefst 23. júní - 4. júlí.
3. námskeið hefst 7. júlí - 18. júlí.

 

Námskeiðið er einn og hálfur tími í senn og skiptist þannig:
6-8 ára kl. 9.00 - 10.30
9-15* ára kl. 10.30 - 12.00 *ath. breyting frá 10/6.

 

Munið að taka með ykkur hollt og gott nesti. Mæting og skráning verður við Grunnskólann á Þingeyri.

06.06.2008 - 00:38 | eöe

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri fóru fram í Þingeyrarkirkju í gær, 5. júní. Dagskráin var með hefðbundnu sniði, afhending vitnisburða og viðurkenninga til nemenda.

Viðurkenningar á skólaslitum í ár hlutu;
Fyrir góðan námsárangur í textílmennt í 7. bekk; Davíð Sighvatsson.
Fyrir góðan námsárangur í smíði í 7. bekk; Arnar Logi Hákonarson.
Fyrir góðan námsárangur í 8. bekk; Sigríður Hlín Jónsdóttir.
Fyrir góðan námsárangur í 9. bekk; Klara Alexandra Birgisdóttir.
Fyrir góðan námsárangur í 10. bekk og fyrir góðan námsárangur í dönsku; Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
Fyrir mestu framfarir í 8.-10. bekk; Maciej Sierzputowsky í 8. bekk.
Fyrir störf í nemendaráði; Fríða Dögg Ragnarsdóttir.


Aron Ásbjörn flutti kveðjuræðu 10. bekkinga.

...
Meira
05.06.2008 - 00:41 | eöe

Gestir á vélfákum í Dýrafirði

Nú þegar sumarið er almennilega gengið í garð fjölgar ferðalöngum og gestum í Dýrafirði. S.l. sunnudag, sjómannadag urðu Dýrfirðingar varir við ferðalanga á sex fjórhjólum og einu sexhjóli. Hjólagarparnir sem koma frá suðvestur horni landsins tóku hjólin af kerrum í Búðardal og óku áleiðis á NV-Vestfirði. Þegar Þingeyrarvefurinn rakst á hópinn við sjoppuna á Þingeyri voru þeir nýkomnir í bæinn eftir akstur út fyrir nes, þ.e. frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. Hópurin leitaðist eftir því að aka sem mest eftir (gömlum) malarvegum og malarslóðum og fengu m.a. góð ráð frá Gunnari Gísla gröfumeistara, á sjoppuplaninu í leit af krefjandi akstursleiðum. Upphaflega fóru níu garpar af stað sl. fimmtudag en tveir snéru aftur heim til Selfossar í kjölfar jarðskjálftanna.

TF-GNÁ þyrla Landhelgisgælunnar leit einnig við í Dýrafjörðinn á sunnudaginn á leið sinni suður frá Ísafirði. Þyrlan brunaði inn og út fjörðinn til að sýna sig og sjá aðra.

05.06.2008 - 00:40 | Tilkynning

Heimasíða Dýrafjarðardaga

Dýrafjarðardagar hafa nú opnað heimasíðu. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um það sem verður í boði t.d hver hefur skráð sig í að vera með súpu í garðinum, dagskrá helgarinnar og einnig er hægt að skoða myndir og fleira. Einnig er þar að finna slóð að heimasíðu um kassabílarallýið sem verður á Dýrafjarðardögunum þar sem eru upplýsingar, reglur, verðlaun og margt fleira.

Við erum að leita að myndum til að setja inná heimasíðu Dýrafjarðardaga. Ef þú lumar á myndum vinsamlega hafðu samband við Daðey í síma 8671699.

04.06.2008 - 00:43 | bb.is

Fræddust um íslenska hestinn

Frá heimsókn grunnskólabarna frá Flateyri. Mynd: Vefur Storms.
Frá heimsókn grunnskólabarna frá Flateyri. Mynd: Vefur Storms.
Áttatíu börn úr þremur grunnskólum í Ísafjarðarbæ heimsóttu hestamannafélagið Storm á Þingeyri á dögunum. „Það hefur verið mikið að gera hjá Nönnu Björk formanni Storms og hennar starfsfólki síðustu daga, því grunnskólabörn í Ísafjarðarbæ hafa verið á ferð og flugi sér til ánægju og gleði síðustu dagana í skólanum. Að sjálfsögðu hafa þau fengið fróðleik um íslenska hestinn og farið á hestbak", segir á vef Storms. Þá styttist reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og óvana hjá Stormsmönnum. Fyrra námskeiðið hefst 10. júní og það seinna 10. júlí. Kennt verður í reiðhöllinni á Söndum og í kennslugerði, fyrir og eftir hádegi. Leiðbeinandi verður Guðrún Astrid Elvarsdóttir. Skráning fer fram hjá Nönnu Björk Bárðardóttur í síma 895-0711 en eins er að finna nánari upplýsingar á Stormsvefnum. http://www.123.is/stormur/
Íslenskur hátækniiðnaður hefur sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem fram kemur að fyrirtækið er horfið frá því að kanna nánar kosti þess að setja niður olíuhreinsistöð á Söndum í Dýrafirði, en muni nú snúa sér að frekari athugunum vegna Hvestu í Arnarfirði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að þessi niðurstaða komi sér ekki beint á óvart út frá landfræðilegum aðstæðum í Arnarfirði. "Hins vegar er ég hugsi yfir samfélagsþáttunum með hliðsjón af skýrslunni sem gerð var um þá hluti fyrr í vetur. Ég hefði haldið að Dýrafjörður væri nærtækari kostur með tilliti til þeirra þátta heldur en Arnarfjörðurinn" segir Halldór. Hann bendir á að í Vesturbyggð og Tálknafirði séu einungis um 1200 íbúar á móti fimm þúsund íbúum hér norðanmegin. Nálægð við þjónustu og aðsæður á atvinnusvæðinu hljóti því að vera hagstæðari hérna megin. "En það eru auðvitað fjárfestarnir sjálfir sem ákveða þetta" segir Halldór "og það hlýtur að velta á faglegu mati fyrst og fremst." Halldór segist ekki hafa viljað fara í "fegurðarsamkeppni" á móti suðursvæðinu um staðsetningu olíuhreinsistöðvar. "Auðvitað geta menn lagst í mikla vinnu við að halda fram sínu svæði og kostum þess - en á endanum eru það aðstæðurnar sjálfar sem ráða vali fjárfestanna. Þeir taka sína ákvörðun á grundvelli faglegs og hlutlægs mats" segir Halldór.
Alp Mehmet breski sendiherrann á Íslandi afhjúpar minnisvarðann ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Alp Mehmet breski sendiherrann á Íslandi afhjúpar minnisvarðann ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Minnisvarða breskra sjómanna var afhjúpaður í Þingeyrarkirkjugarði á sjómannadag. Breski sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, afhjúpaði minnisvarðann að lokinni sjómannadagsmessu ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Tengsl breskra sjómanna við Dýrafjörð ná langt aftur en ein elsta heimildin getur um fjárstyrk frá breskum togaraeigendum til að taka þátt í að reisa sjúkraskýli á Þingeyri snemma á síðustu öld. Þeir áttu hagsmuna að gæta vegna togara sinna á Vestfjarðamiðum sem leituðu mjög til hafnar á Þingeyri til að verða sér úti um vistir og vatn, vegna viðgerða og komu iðulega með sjúka menn og slasaða....
Meira
30.05.2008 - 00:51 | Tilkynning

Dansiball á Þingeyri annað kvöld!

Það verður diskó og dans í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið.
Það verður diskó og dans í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið.
Dansiball verður í Félagsheimilinu á Þingeyri á Sjómannadagskvöldið 31. maí n.k. Fjörið byrjar klukkan 23:00 og stendur til klukkan 03:00. Aðgangseyrir er 1000.- kr. Tónlistarflutningur verður í umsjón DJ Luis de Marco. Nú er um að gera að skella sér í diskóskóna og drífa sig á ekta diskó og dansa eftir takti hins suðræna og skúkklaðibrúna Spánverja sem þeytir skífum.

Góða skemmtun
f.h. nefndarinnar
Guðrún S. Sigþórsdóttir

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31