Úr fórum Vestfirska forlagsins: Til upplyftingar!
Af því að veðrið er nú svona eins og það er, ætti að vera vel viðeigandi að reyna að gera mönnum glatt í sinni. Á það nú reyndar við í hvaða veðri sem er, en sjaldan eins og nú. Munum við því á næstunni birta eina gamansama og fróðlega sögu úr öllum hreppum okkar gömlu Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þær eru úr fórum Vestfirska forlagsins. Sú fyrsta er úr nyrsta hreppnum. H. S.
Haukdalsfranska á Fjórðungsþingi
Einhver nafnkunnasti maður á Suðureyri á 20. öld var Sturla Jónsson hreppstjóri. Sturla var eftirminnilegur persónuleiki. Hann var mikill baráttumaður fyrir Súgandafjörð. Hann sagði oft á þingum og vitnaði þá til þeirra dönsku: „Súgandafjörður besejles ikke.“ Ekki er siglt til Súgandafjarðar. Þetta taldi hann vott þess hversu staðurinn hafði oft verið afskiptur. Notaði það óspart til að fá menn í lið með sér í ýmsum baráttumálum Súgfirðinga. Vitnum nú í Ólaf Þ. Þórðarson, alþingismann, þegar hann minntist vinar síns í Mbl. 12/10 1996:
...Meira