A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.01.2020 - 14:16 | Vestfirska forlagið

Úr fórum Vestfirska forlagsins: Til upplyftingar!

Sturla Jónsson horfir yfir sinn ástkæra Súgandafjörð. Ljósm. úr fórum Sigrúnar Sturludóttur og þeirra systkina.
Sturla Jónsson horfir yfir sinn ástkæra Súgandafjörð. Ljósm. úr fórum Sigrúnar Sturludóttur og þeirra systkina.

Af því að veðrið er nú svona eins og það er, ætti að vera vel viðeigandi að reyna að gera mönnum glatt í sinni. Á það nú reyndar við í hvaða veðri sem er,  en sjaldan eins og nú. Munum við því á næstunni birta eina gamansama og fróðlega sögu úr öllum hreppum okkar gömlu Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þær eru úr fórum Vestfirska forlagsins.  Sú fyrsta er úr nyrsta hreppnum. H. S.


Haukdalsfranska á Fjórðungsþingi


Einhver nafnkunnasti maður á Suðureyri á 20. öld var Sturla Jónsson hreppstjóri. Sturla var eftirminnilegur persónuleiki. Hann var mikill baráttumaður fyrir Súgandafjörð. Hann sagði oft á þingum og vitnaði þá til þeirra dönsku: „Súgandafjörður besejles ikke.“ Ekki er siglt til Súgandafjarðar. Þetta taldi hann vott þess hversu staðurinn hafði oft verið afskiptur. Notaði það óspart til að fá menn í lið með sér í ýmsum baráttumálum Súgfirðinga. Vitnum nú í Ólaf Þ. Þórðarson, alþingismann, þegar hann minntist vinar síns í Mbl. 12/10 1996:

...
Meira
13.01.2020 - 14:23 |

Ófærð

Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar
Færð á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar
« 1 af 2 »
Síðustu daga hefur hver krappa lægðin á fætur annarri farið yfir landið með tilheyrandi ofankomu og ófærð. Hér á vestfjörðum er í gildi appelsínugul viðvörun, helstu fjallvegir ófærir og snjófljóðaóvissustig er í gildi. Alls hafa 63 snjóflóð fallið á landinu öllu síðastliðna 10 daga, en af þeim hafa 49 fallið á norðanverðum Vestfjörðum. Útlit er fyrir versnandi veður með kvöldinu og fram eftir degi á morgun þriðjudag en einna mesti vindurinn og ofankoman í spánum er aðfaranótt mánudags og svo aftur á mánudagskvöld fram á þriðjudag.


  Veisla í Lokinhamrabæ. Afmælisdagur bóndans. Frá vinstri: Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Þingeyri, bróðir Sigurjóns, Guðrún Steinþórsdóttir, Hrafnseyri, Elís Kjaran, Þingeyri og  Sigurjón G. Jónasson. Ljósm. H. S.
Veisla í Lokinhamrabæ. Afmælisdagur bóndans. Frá vinstri: Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Þingeyri, bróðir Sigurjóns, Guðrún Steinþórsdóttir, Hrafnseyri, Elís Kjaran, Þingeyri og Sigurjón G. Jónasson. Ljósm. H. S.
Það var hér á árunum þegar allt var í fári hér fyrir vestan eins og  gerist oft. Rafmagnslaust, símalaust, mjólkurlaust, kaffilaust, brennivínslaust, tóbakslaust, ekkert víðvarp og almennt öryggisleysi dögum að ekki sé sagt vikum saman. 
Þá bjuggu í Lokinhamradal í Auðkúluhreppi í Arnarfirði þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum, sérfræðingar í sauðfjárrækt. Þetta var fólk sem hafði á sér ákveðinn menningarbrag. Það vandaði málfar sitt og kunni framkomu. Samt höfðu þau aldrei gengið í annan skóla en skóla lífsins á vestfirskum útnesjum. Og í farskóla að vísu í nokkra mánuði. Oft menntaðasta fólkið sem kunnugt er. Það lifir með náttúrunni og umhverfinu. Setur sig aldrei á háan hest. Fylgist ótrúlega vel með öllu sem gerist. Margir hafa borið því vitni, að það sé á við margra ára háskólanám að kynnast þannig menntuðu fólki sem lítt eða aldrei hefur gengið hinn svokallaða menntaveg. ...
Meira

Nú er árinu senn að ljúka og fara þá margir að huga að föstum liðum sem tengjast áramótunum s.s. flugeldum og áramótabrennu. Mörgum þykir ómissandi að hitta vini og vandamenn við brennuna, ylja sér og dáðst að lifandi bálkesti í öruggum aðstæðum. Þá er viðeigandi að fara stuttlega yfir upplýsingar um bálkesti úr Reglugerð um meðferð elds og varna gegn gróðureldum sem gilda um áramótabrennur til að tryggja að allt fari fram með ábyrgum hætti og alli geti notið stundarinnar. 
Samkvæmt reglugerðinni má aðeins safna brennuefni saman á brennustað eftir jól, eða frá 27. desember. Þá er kveðið á um í starfsleyfi heilbrigðiseftirlits um hvað megi brenna, en það er eingöngu: hreint timbur, bækur og pappír. Ekki má brenna meðhöndlað timbur s.s. fúavarið eða málað né spónarplötur eða samlímt timbur.


Rétt er að benda á að um brennu er að ræða en ekki förgunarstað þannig að húsgögn og allt annað sem fólk vill losna við á fara í söfnunargáma, ekki á brennuna.


Ábyrgðarmaður brennunnar í ár hér á Þingeyri er Þórir Örn Guðmundsson: 
„Ég hef tekið að mér að vera ábyrgðarmaður fyrir brennuna að þessu sinni og vonast eftir góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi og vona að allir virði þær reglur og hvaðir sem reglugerð og starfsleyfi setja mér.


Vona að flestir geti safnast saman við brennuna á gamlárskvöld og notið stundarinnar í góðravina hópi. Að venju verður kveikt í bálkestinum kl. 20.20.“

...
Meira
21.12.2019 - 21:19 | Vestfirska forlagið

Vestfirska forlagið: Vestfirðingar til sjós og lands

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu þriðja bókin í ritröðinni Vestfirðingar til sjós og lands. Ritröðin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. 

Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Og varðveita ýmsar sögur og sagnir sem að öðrum kosti hefðu farið í glatkistuna. Ef einhver ber af í þjóðfélagi okkar, eða er öðruvísi en aðrir, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Svo segja sumir. Og bæta jafnvel við: Manngildi meta Vestfirðingar í dugnaði og slíkum eiginleikum, en síður í peningum. Gamansemi er þeirra lífselexír. Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt og í ýmsum stórmörkuðum.

20.12.2019 - 13:27 | Vestfirska forlagið

Hjólabókin um Skaftafellssýslur er komin út

Hjólabókin um Skaftafellssýslur er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Er það sú sjötta í röðinni. Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnar klassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlega helmingur af landinu í hjólabækur. Í þeim öllum er geysilega mikið af upplýsandi litmyndum. Í bókunum er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Loka má hringnum á einum degi. Hagnýtar upplýsingar um hverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi. Gott ef ekki í öllum heimi! Þær eru fyrir alla sem áhuga hafa á landinu okkar.

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.

 

Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum var haldið áfram og á nú eingöngu eftir að steypa þakið á síðasta tæknirýminu. Einn af fimm tengibrunnum fyrir 132 kV jarðstreng Landsnets var steyptur og jarðvinna kláruð fyrir annan tengibrunn til viðbótar.

 

Nokkuð af efni var keyrt í veginn í göngunum. Byrjað var að grafa skurð fyrir ídráttarrörum sem eru fyrir stýristrengi og lágspennu í hægri vegöxl. Drenlagnir voru lagðar meðfram vegskálanum í Arnarfirði og lítillega fyllt að skálanum.

 

Lítillega var unnið í vegavinnu í Dýrafirði en vegavinnan þar mun nú að mestu fara í bið fram á næsta vor.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá steypumót fyrir tæknirými, uppsetningu á vatnsvörnum, jarðvinnu fyrir tengibrunn, fullsteyptan tengibrunn og heilklætt svæði í útskoti. 

Ályktun frá Þingeyrarakademíunni:  Björgunarsveitirnar eru okkur lífsnauðsynlegar!
Ályktun frá Þingeyrarakademíunni: Björgunarsveitirnar eru okkur lífsnauðsynlegar!

Þingeyrarakademían sendir öllum björgunarsveitum landsins og öðrum sjálfboðaliðum hugljúfar þakkar- og vinakveðjur. Vestfirðingar, sem sluppu að mestu að þessu sinni, þekkja það mjög vel hvað björgunarfólkið er okkur lífsnauðsynlegt. Það hefur sannast áþreifanlega síðustu daga vítt og breytt á Íslandi. Við getum alls ekki án þessa afreksfólks verið. Þess vegna verðum við að styðja það og styrkja með öllu mögulegu móti. Okkar vösku hjálparsveitir verða að hafa öll þau tæki og tól undir höndum sem þeim eru nauðsynleg til að geta veitt landsmönnum neyðarhjálp þegar vá steðjar að. 


Erlendir ferðamenn ættu ekki að vera undanskildir. Þeir lenda oft í lífshættu og vandræðum.
Það er löngu kominn tími til að þeir leggi sitt af mörkum til björgunarsveitanna. Þeir munu örugglega greiða smá skatt til þeirra með glöðu geði við komuna til landsins, ef málið er útskýrt fyrir þeim á laglegan hátt. 200 kr. á farseðil er engin fórn. En margt smátt gerir eitt stórt. 


Upp með björgunarsveitirnar!

   

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31