03.10.2017 - 21:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Lilja Rafney efst hjá VG
Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur verið samþykktur. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður er í efsta sæti en hún var einnig efst á listanum í síðustu kosningum.
Fundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Hótel Bjarkalundi og var fjölmennur, að því er segir í tilkynningu.
Framboðslisti VG í Norðvesturkjördæmi:
- Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður, Suðureyri.
- Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður, Skagafirði.
- Rúnar Gíslason háskólanemi, Borgarnesi.
- Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og yfirnáttúrubarn, Hólmavík.
- Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð.
- Hjördís Pálsdóttir safnstjóri, Stykkishólmi.
- Reynir Eyvindsson verkfræðingur, Akranesi.
- Þröstur Þór Ólafsson framhaldsskólakennari, Akranesi.
- Sigríður Gísladóttir dýralæknir, Ísafirði.
- Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð.
- Bjarki Hjörleifsson athafnamaður, Stykkishólmi.
- Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi.
- Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.
- Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi.
- Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsmálastjóri, Bolungarvík.
- Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.