26.06.2008 - 00:21 | bb.is
Víkingaskip smíðað á Þingeyri
Víkingaskip hefur litið dagsins ljós á Þingeyri en stefnt er að því að sjósetja það um helgina. „Báturinn er klár en við eigum eftir að setja upp mastur og stýri. Segl fáum við ekki fyrr en í næstu viku og það á eftir að ganga frá ýmsu varðandi haffæri. En báturinn verður vonandi kominn í nothæft stand áður en langt um líður", segir Valdimar Elíasson skipamiður. Skipið er smíðað í tengslum við Víkingaverkefnið á Þingeyri og er ætlunin að bjóða fólki upp á siglingar á því í Dýrafirði. „Hugmyndin er að bjóða ferðafólki upp á siglingar og við munum gera prufu á því í sumar ef allt gengur eftir. Svo verður líklega farið í einhverjar ferðir á skipinu en það á eftir að ákveða það allt betur", segir Valdimar. Báturinn er 12 metra langur og þriggja metra breiður. Að sögn Valdimars tekur hann um 6 árar á hvort borð. Mun hann rúma 15-18 manns....
Meira
Meira