A A A
  • 1977 - Joanna Eliza Wrona
14.12.2018 - 15:55 |

Umsóknir óskast - Öll vötn til Dýrafjarđar

Auglýst er eftir styrkumsóknum um styrki úr sjóði er verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2018. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. 


Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang agnes@vestfirdir.is 


Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga

...
Meira
11.12.2018 - 09:34 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirđingar til sjós og lands 2. bók

« 1 af 3 »

Enn kemur ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

Hjá Vestfirska forlaginu var að koma úr prentvélunum bókin Vestfirðingar til sjós og lands 2. hefti. Bókin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Og varðveita ýmsar sögur og sagnir sem að öðrum kosti hefðu farið í glatkistuna. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

    Ef einhver ber af í þjóðfélagi okkar, eða er öðruvísi en aðrir, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Svo segja sumir. Og bæta jafnvel við: Manngildi meta Vestfirðingar í dugnaði og slíkum eiginleikum, en síður í peningum. Gamansemi er þeirra lífselexír.

    Meðal höfunda í þessari Vestfjarðabók eru Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur St. Gunnarsson úr Önundarfirði, Gunnlaugur Júlíusson af Rauðasandi, Hafliði Jónsson frá Eyrum, Guðrún Björnsdóttir, Jón Strandberg og Bjarni G. Einarsson úr Dýrafirði og Sigurður Þórðarson frá Laugabóli í Djúpi, auk Hallgríms ritstjóra.

    Um hvað eru þau að skrifa? Jú til dæmis um Alla á Laugabóli, Ástar-Brand, Öskubuskur og fyrsta kossinn, búferlaflutning yfir Glámu, Antonov vélina á Hnjóti, Proppé bræður, hljómsveitina Æfingu 50 ára, Þóru Pálsdóttur, sem hjúkraði Jóni Sigurðssyni síðustu stundirnar og Vigdísi Finnbogadóttur í Hrafnseyrarkapellu 3. ágúst 1980, svo eitthvað sé nefnt. 

10.12.2018 - 10:46 | Hallgrímur Sveinsson

Hvađ sagđi Jón Sigurđsson?

Gárungarnir í Auðkúluhreppi láta ekki að sér hæða. Þeir fara oft með gamanmál, sem eru lífsnauðsynleg eins og Eiríkur Kristófersson skipherra sagði svo eftirminnilega. En þá verða menn að hafa í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Stundum heilmikil.

 

Fréttaritari vor í Auðkúluhreppi símar:

 

Eins og allir vita, sendir Jón forseti Sigurðsson alþingismönnum og þjóðinni allri óbein, táknræn skilaboð með einni saman nærveru sinni í standmynd sem steypt er í eir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Og í gær var rædd á fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps eftirfarandi bein hugvekja frá forsetanum. Sendist hún alþjóð hér með á öldum ljósvakans:

 

Virðing alþingis

 

“Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.” (1845) 

 

10.12.2018 - 10:31 | Hallgrímur Sveinsson

Bolvíska blótiđ loksins komin úr prentvélunum

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

Í gær fór bókin Bolvíska blótið eftir Auði Hönnu Ragnarsdóttur í Bolungarvík loksins í dreifingu hjá Vestfirska forlaginu. Í bókinni er mikið af litmyndum sem mikill fengur er að. Þær eru vandasamar í prentun og hefur verkið dregist af þeim sökum. 

   Sagan segir að á bóndaginn, fyrsta degi þorra, eigi húsfreyja að gera sérstaklega vel við bónda sinn. Fyrir liðlega 70 árum tóku bolvískar eiginkonur upp þennan sið með því að halda þorrablót fyrir karla sína. Bók þessi er skemmtileg heimild í myndum og máli um þær konur sem verið hafa í nefndum á vegum blótanna og hvað þær höfðu til skemmtunar fyrir eiginmenn sína og aðra gesti. Bókin sýnir glöggt hvílíkt kvennaval hefur verið í Bolungarvik í gegnum tíðina og er enn.

   Talað hefur verið um það í nokkur ár að skrifa eigi sögu þessara mannfagnaða. Hér er komið til móts við þær raddir. Bókin er prentuð í Odda.


  

 

Fleiri fréttir

13.12.2018 - 12:51 | Ađsendar greinar - Bjarni Georg Einarsson, Guđmundur Ingvarsson, Hallgrímur Sveinsson

Nú seljum viđ Íslandsbanka og setjum 140 milljarđa í samgöngumálin!

Það eina sem getur veitt okkur vonir um bjartari og betri framtíð er að samgöngur muni batna á allra næstu árum,“ segir hún Eva okkar í Árneshreppi á Ströndum í Mogganum. 

   Slík og þvílík neyðarköll frá oddvitum byggðanna vítt og breytt um landið eru svo til daglegt brauð. Og hafa verið í áratugi. Einbreiðir vegir og brýr, vantar ofaníburð, heflun og bundið slitlag. Endalausar bænaskrár, skýrslur, fundir og ályktanir, uppákomur og málarekstur fyrir sunnan. Og ályktanir um það sem allir vita. Og allar nefndirnar? Endalaus lobbyismi. Þrýstihópar og málafylgjumenn. En þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Smáskammtalækningar skulu það vera með svokallaðri happa-og glappaaðferð. 


Landið allt er ein heild

   Við félagarnir höfum tekið undir það með mörgum góðum mönnum, að það er löngu kominn tími til að við lítum á land okkar sem eina heild. Við höfum leyft okkur að leggja fram opinberlega ýmsar tillögur í svokölluðum byggðamálum. Ein þeirra hljóðar svo:

   Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft verð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. 

    Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta!

  

Hver og einn bær er hlekkur í keðjunni!

  Í landsfjórðungunum verði svo starfandi verktakar allan ársins hring sem sjái um að koma samgöngum markvisst í almennilegt horf á allra næstu árum. Ekkert væl, eða jaml, japl og fuður, heldur samræmdar aðgerðir þar sem grundvöllurinn verði að landið allt er ein heild. Hver og einn bær er hlekkur í þeirri keðju. Og vegatolla, með heppilegri gjaldskrá, teljum við sjálfsagða þar sem við á.

   Og formúla stjórnmálamanna Loforð fyrir kosningar = Svik eftir kosningar verður aðhlátursefni komandi kynslóða. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjörbreytast. Endurtökum: Það breytist allt til batnaðar!

 

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31