A A A
18.09.2019 - 10:56 | Hallgrímur Sveinsson

Plastógnin: Hreppsnefnd Auđkúluhrepps og Evrópusambandiđ hafast ólíkt ađ!

Í fréttum Rúv um helgina sagði m. a. svo:


„Plastefni fundust í nærri öllum blóð- og þvagsýnum sem tekin voru úr 2.500 börnum á milli áranna 2014 til 2017. Alls fundust agnir 11 af 15 plastefnum sem leitað var eftir í rannsókn þýska umhverfisráðuneytisins. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í þýska tímaritinu Der Spiegel. Tekin voru sýni úr börnum frá þriggja upp í sautján ára aldur.

Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina hafa mestar áhyggjur af magni perflúoroktan sýra, PFOA sem fannst í sýnum barnanna. Efnið er mikið notað í vatnsheld föt og viðloðunarfríar pönnur. PFOA verður bannað í Evrópusambandsríkjum á næsta ári, en það er meðal annars hættulegt fyrir kynfæri og lifrina. Eins er talið að nokkur plastefni trufli hormónastarfsemi, og geti þannig leitt til offitu, krabbameins eða seinþroska meðal barna.


Rannsóknin hefur enn ekki verið gerð opinber, en niðurstöður hennar voru birtar að beiðni Græningja á þýska þinginu. Alls fundust plastefni í 97% blóð- og þvagsýna sem tekin voru úr börnunum.“


Evrópusambandið ætlar sem sagt að banna eitt plasteiturefni á næsta ári! Það var og. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps kom aftur á móti saman á fund á Rauðsstöðum í dag kl. 10:30. Sem kunnugt er hefur sú góða nefnd samþykkt að vera áfram langt á undan sinni nútíð líkt og verið hefur nú um sinn, hvað sem Evrópusambandið gerir. Ýmsar tillögur voru afgreiddar á fundi þessum. En í tilefni fréttar Rúv hér að ofan voru ítrekaðar samþykktir nefndarinnar frá 1. ágúst s. l. Þær hljóða svo:


Blátt bann við allri plastnotkun

„Nefndin samþykkir að leggja blátt bann við allri plastnotkun í hreppnum frá og með 15. ágúst. Felur hún hreppstjóra að fara nú milli bæja og leggja hald á allt plast sem hann kemst höndum undir. Setja það svo undir lás og slá í þinghúsi hreppsins undir Auðkúlubökkum, en þar fór fram Kúlubardaginn mikli 1956 sem kunnugt er. Það var mesta fólkorusta á Vestfjörðum allt frá Flóabardaga.“

Plastverksmiðjunni lokað!

„Þá verði settur slagbrandur fyrir plastverksmiðju hreppsins, Plastic Union. com í Hokinsdal og útibúið í Gíslaskeri frá og með Höfuðdegi 29. ágúst. Var þess farið á leit við gamla sýslumanninn að hann setji innsigli á útidyrnar.“

  
Það skal upplýst, að gamli sýslumaðurinn er væntanlegur í yfirreið í Auðkúluhrepp á næstunni. Verður nánar skýrt frá því ferðalagi þegar þar að kemur. 


    Grelöð Bjartmarsdóttir, jarls á Írlandi

       fundarritari

 

 
17.09.2019 - 15:36 | Hallgrímur Sveinsson

Í spegli tímans: „Skrifiđi viđhald á Ţingeyrarflugvöll!“

Ţingeyrarflugvöllur
Ţingeyrarflugvöllur

Þann 16. febrúar 2015 mátti lesa hér á Þingeyrarvefnum:

Ísafjarðarflugvöllur er hættulegasti flugvöllur í heimi. Þingeyrarflugvöllur í Dýrafirði er aftur á móti nýbyggður. Flottasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þó víðar væri leitað. Enda segja sumir að hann sé varavöllur fyrir Ísafjörð. Hreint aðflug. Samt lítið sem ekkert notaður vegna viðhaldsleysis. Líkt og Róbert á Siglufirði segir um þeirra völl.

Skýrt merki um hnignandi byggð á vonarvöl, þar sem íbúarnir hafa veitt fisk, unnið í fiski, borðað fisk og talað um fisk frá upphafi byggðar í landinu. 

Margir muna enn þingmanninn sem kom hingað vestur til að sækjast eftir endurkjöri. Hann spurði fólkið á einu krummaskuðanna hvað það væri sem helst vantaði. „Okkur vantar nú eiginlega flugvöll“ heyrðist utan úr sal. „Skrifaðu flugvöll“ skipaði þingmaðurinn ritara sínum. Nú er óhjákvæmilegt að þingmenn skipi stjórnsýslunni: „Skrifið viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

11.09.2019 - 12:54 | Hallgrímur Sveinsson

Skynlausar skepnur?

Og hver er hér kominn á miđjum sauđburđi á Brekku hjá frú Guđrúnu nema Hemmi okkar Gunn heitinn! Ljósm. H. S.
Og hver er hér kominn á miđjum sauđburđi á Brekku hjá frú Guđrúnu nema Hemmi okkar Gunn heitinn! Ljósm. H. S.

Það er merkileg skepna sauðkindin og því merkilegri sem menn kynnast henni betur. Sama má segja um flest dýr merkurinnar á þessari jörð. Þau eru mun athyglisverðari en mannskepnan gerir sér oft grein fyrir í hroka sínum.

Þau Sigríður á Hrafnabjörgum og Sigurjón í Lokinhömrum töluðu við sínar kindur eins og við mann og annan og það hefur margur sauðamaðurinn og smalinn gert í gegnum tíðina. Og ásauðurinn sperrir eyrun og skilur fleira en margur hyggur.

Nú. Þannig var fyrir nokkrum árum að smalinn á Brekku í Dýrafirði fór yfir á Hrafnseyrardal í Arnarfirði í haustleitir og hitti þar fyrir 12 geldar veturgamlar gimbrar í einum hóp. Þetta var um 12-14 km leið og yfir Hrafnseyrarheiði að fara. Hann ávarpaði þær á máli sem þær skildu og sagði þeim að koma nú heim til sín því það væri orðið áliðið og allra veðra von á fjöllum. Og hvað skeði? Morguninn eftir stóð hópurinn við girðinguna á Brekku. Skynlausar skepnur? 

 


 

 
09.09.2019 - 15:13 |

Framvinda Dýrafjarđarganga

Vegskálinn í Dýrafirđi
Vegskálinn í Dýrafirđi
« 1 af 6 »


Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla.


Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðingarnar. 


Fyrsta steypufæran í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði var steypt. Þak var einnig steypt í einu tæknirými og gólfplata í öðru. Byrjað var að fylla að vegskálanum í Dýrafirði.

...
Meira

Fleiri fréttir

03.09.2019 - 11:16 | Ađsendar greinar - Lárus Hagalínsson frá Brćđratungu

Enn af Jóni Ţorsteini Sigurđssyni: „Óli, láttu hana rúlla eins hratt og hún kemst“

Það var hér á árum áður þegar Jón, Gamli rebbi, var stórbóndi á annarri hálflendunni á Brekku í Dýrafirði á sjötta áratug síðustu aldar. Hafði á búi sínu ráðskonur, kaupakonur og vetrarmann. 


Það var eitt sinn að Jón var staddur niður á Þingeyri. Á Þingeyri hittast þeir Gamli rebbi og Ólafur Finnbogason frá Efsta-Hvammi. Það verður úr þeirra viðræðum að Ólafur færi með Rebba upp yfir Hálsinn á nýju Deutz dráttarvélinni. 

...
Meira

Fleiri greinar


« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30