A A A
  • 2005 - Jovina Marianna Einarsdóttir
16.11.2018 - 15:16 |

Žemadagar ķ Grunnskólanum

Elsta stig meš kort af Eyjaįlfu
Elsta stig meš kort af Eyjaįlfu
« 1 af 5 »

Í tilefni dags íslenskrar tungu voru foreldrum og velunnurum Grunnskólans á Þingeyri boðið að koma að sjá afrakstur þemadaga grunnskólans. Þemað á þessu skólaári er “Heimurinn okkar-áhugaverðir staðir”, en yngsta stig vann með Ísland, mið stig með Evrópu og elsta stig Ástralíu. Opna húsið var vel sótt og góður rómur gerður að vinnu nemendanna.

15.11.2018 - 11:01 | Hallgrķmur Sveinsson

Brotist inn ķ Kaupfélag Dżrfiršinga, śtibś į Auškślu

Hreinn Žóršarson, eigandi Verslunarhśss Kaupfélags Dżrfiršinga į Auškślu.
Hreinn Žóršarson, eigandi Verslunarhśss Kaupfélags Dżrfiršinga į Auškślu.

Stórfrétt úr Auðkúluhreppi:

 

Sá fáheyrði atburður varð um daginn að brotist var inn í Kaupfélag Dýrfirðinga, útibú á Auðkúlu í Auðkúluhreppi, Arnarfirði. Þetta kom öllum í opna skjöldu að sjálfsögðu. Útidyrahurðin að verslunardeildinni á miðhæðinni var brotin upp. Það dugði ekki til þó fyrir henni sé Yale smekklás, einn af þessum gömlu góðu, sem enn fást líklega í Brynju á Laugaveginum. Er skemmst frá að segja að engu var stolið svo séð verði. Eitthvað var þó  gengið frjálslega um innanstokksmuni. Var jafnvel eins og einhver hefði lagt sig í sóffann sem þar er. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu Auðkúluhrepps. Lögreglustjórinn þar, Ólafur V. Þórðarson, varðist aðspurður allra frétta af málinu. Er það skiljanlegt, þar sem enn stendur yfir rannsókn á stóra olíumálinu sem frægt varð fyrir nokkrum misserum þar í sveit.

   Frá því er að segja, að það hefur flogið fyrir að hefja eigi verslunarrekstur aftur í gamla kaupfélagshúsinu. Hreinn Þórðarson, hreppstjóri og Grímur á Eyrinni, léttadrengur hjá Vestfirska forlaginu, hafa verið að undirbúa að opna verslun þar. Meina þeir víst að með opnun ganganna verði Auðkúluhreppur um þjóðbraut þvera. Hyggjast þeir vera með nýlenduvörur svo sem niðursoðna ávexti, sveskjur, rúsínur, hveiti, kaffi og sykur út í það, eiginlega sitt pundið af hvoru. Og svo að sjálfsögðu Freyju og Sóló karamellur, gráfíkjur, lakkrís og Nikk Nakk, gladíólur og karíóka. Og  náttúrlega Bækurnar að vestan, sem allir eru brjálaðir í þó ekki séu það glæpasögur. Svo verða þeir félagar að sjálfsögðu með límonaði. Þeir eru víst orðnir einkaumboðsmenn hér á landi fyrir Niðaróss-gosdrykkja-og límonaði-fabrikku-útibú í Niðarósi í Noregi. Príma vara! Fínir prísar eins og hjá Bör forðum.

   Gárungarnir í Auðkúluhreppi segja að innbrotsmennirnir hafi verið búnir að frétta það sem er á döfinni hjá þeim félögum. Segja þeir að grunur leiki á að delíkventarnir hafi ætlað að byrgja sig upp af kólóníalvöru og bókum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu, því það var ekki búið að leysa út vörurnar á pósthúsinu. Þetta er náttúrlega allt á póstkröfu!

    Svo segja lausafregnir að hinir gömlu kaupfélagsmenn á Þingeyri og nærsveitum séu farnir að hugsa sér til hreyfings með að endurvekja Kaupfélag Dýrfirðinga. Þeir segja að þetta hefði ekki þurft að fara svona eins og fór. En það er önnur saga. Er gott til þess að vita að eitthvert líf sé í liðinu. Það gera sennilega göngin!

    

12.11.2018 - 14:46 |

Vika 45

« 1 af 4 »

Í viku 45 voru grafnir 79,0 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði í lok vikunnar var 258,1 m sem er 15,7% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 73,9% af göngunum.

 

Líkt og í síðustu viku var grafið í gegnum basalt og kargaskotið basalt. Í lok vikunnar var efnið úr göngunum keyrt í vegfyllingu.

 

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með styrkingar í hægri vegg ganganna. Í lok vikunnar var búið að setja bergbolta á tæplega 2.600 m kafla og sprautusteypa rúmlega 1.900 m langann kafla í heildina en göngin Arnarfjarðarmeginn eru 3657,6 m löng.  

 

Klárað var að raða grjótvörn umhverfis sökkla Hófsárbrúar og haldið áfram með mölun á efni við Hófsá og á haugsvæði sem er austur af munnanum í Arnarfirði. Mót voru rifin frá nyrðri stöpli brúarinnar yfir Mjólká. 

 

Í Dýrafirði var unnið við slóðagerð að námum ásamt skeringarvinnu, slóðagerð og fyllingavinnu nálægt tengingu vegarins við núverandi veg ásamt fyllingavinnu við munna ganganna.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar verið er að herða á bergbolta, framlengja loftræstitúðu og stöplana í Mjólkárbrúnni.

12.11.2018 - 14:07 |

Hjónaballiš 2018

Það var þétt setið í öllum hornum á 84. hjónaballinu sem haldið var í félagsheimilinu á Þingeyri um síðustu helgi. Í ár fóru þau Ásta og Friðbert á Hólum fyrir skipulagsnefnd. Ylfa Mist Helgadóttir var veislustjóri og hún og Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir stjórnuðu hressum fjöldasöng í bland við almennt grín og glens. Marý Karlsdóttir samdi og flutti gamanvísur um nefndarfólk.

Það er mál manna að hjónaballið hafi ekki verið svona vel sótt í fjölmörg ár og skemmtunin fór í alla staði vel fram. Unga fólkið var meira áberandi en verið hefur enda slær varla nokkur maður hendinni á móti góðu hjónaballi. Rúnar Þór og hljómsveitin Trap lék fyrir dansi sem dunaði langt frameftir.

Fleiri fréttir

09.11.2018 - 08:55 | Ašsendar greinar - Hallgrķmur Sveinsson

Frįfarandi formašur oršinn frekar lélegur ķ klettum

Frį Hrafnseyri į žeim įrum er žar var stundašur saušfjįrbśskapur. Ķ baksżn er stašarins fjall, Įnarmśli, sem heitir svo ķ höfušiš į fyrsta léttadreng stašarins, Įn raušfeldi, manninum hennar Grelašar. Ķ žvķ fjalli er einmitt hin heimsfręga Breišhilla, sem er langur og grösugur klettagangur. Žar er sko ekki heiglum hent aš smala. Ljósm. H. S.
Frį Hrafnseyri į žeim įrum er žar var stundašur saušfjįrbśskapur. Ķ baksżn er stašarins fjall, Įnarmśli, sem heitir svo ķ höfušiš į fyrsta léttadreng stašarins, Įn raušfeldi, manninum hennar Grelašar. Ķ žvķ fjalli er einmitt hin heimsfręga Breišhilla, sem er langur og grösugur klettagangur. Žar er sko ekki heiglum hent aš smala. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Aðalfundur Breiðhillufélagsins í Auðkúluhreppi var haldinn á veginum fyrir ofan Ketilseyri í Dýrafirði í fyrri viku. Höfðu fundarmenn Dýrafjarðargöng í baksýn.

   Það kom fram á fundinum, að formaður félagsins, Grímur gamli á Eyrinni, er orðinn svona frekar lélegur í klettum á allra síðustu misserum. Auk þess hundlaus. Sagðist hann því verða að stóla meira upp á yngri menn en verið hefur. Töldu fundarmenn að þetta ætti ekki að koma að mikilli sök, því Hákon Sturla Unnsteinsson, búaliði á Ketilseyri, er vaxandi maður á öllum sviðum þar á meðal í klettum og slíku. Svo er hann með þennan fína smalahund sér við hlið. Ber hann nafnið Lækur, enda ættaður frá Brjánslæk.

   Nú, nú. Samþykkt var að beina þeim eindregnu tilmælum til Miðbæjarbræðra, Kristjáns og Sigurðar Þórarins hreppstjóra, að þeir gefi kost á sér í fyrirstöðu þegar farið verður í Breiðhilluna. Því inneftir mega þær ekki fara. Verður það væntanlega 3. laugardag í nóvember. Reiknað er með að Miðbæjarkallinn verði þá í Þorbjarnardalskjaftinum með víðu útsýni og gefi þaðan ordrur en Siggi Þói hreppstjóri þar fyrir neðan og á veginum, þó án hreppstjóravalds, því hreppstjóri Auðkúluhrepps gefur það ekkert eftir. Ómar Dýri yfirlautinant verður á þjónustubifreið Auðkúluhrepps og gefur mönnum rapport í talstöðinni. Auðvitað verða allir með talstöðvar. En talandi um þjónustubifreið. Ekki vitum við til að nokkur annar hreppur hér um slóðir haldi úti slíkri þjónustu og er það nokkuð sem þeir þurfa að huga að.

   Arna og gimbrin dóttir hennar og veturgömlu gimbrarnar tvær lækkuðu sig um daginn, en nú eru þær víst komnar aftur upp í Breiðhillu, enda viðbúið í góðviðrinu undanfarið. Svo er alveg til í dæminu að fleiri ær séu þar uppi með lömbum, í Karlsstaðagilinu eða eitthvað.

   Ekki er reiknað með að útbýtt verði Viagra karamellum að þessu sinni, þar sem þær eru eiginlega hættar að flytjast. Allavega þær sem eitthvert bragð er að. 

  Jæja. Ketilseyrarkallinn taldi að þegar Arna þarf að komast í námunda við hrút muni hún lækka sig. En það er náttúrlega alveg óvíst því það geta alveg eins verið hrútar þarna uppi þessvegna. En það verður bara að koma í ljós.

     Ýmislegt fleira var tekið fyrir á fundinum þó þess sé ekki getið hér. Frá því verður þó að segja, að Grímur á Eyrinni var útnefndur ævilangur heiðursforseti félagsins með öllum greiddum atkvæðum. Konni á Ketilseyri var útnefndur nýr formaður Breiðhillufélagsins og var hann samþykktur með ferföldu húrrahrópi. 

   Það skal tekið fram, að þótt hér sé nokkuð fært í stílinn, er ýmislegt alveg pottþétt í málinu!

Fleiri greinar


« Nóvember »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30