A A A
27.09.2016 - 07:00 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ

Merkir Íslendingar - Sigtryggur Guđlaugsson

Sigtryggur Guđlaugsson (1862 - 1959)
Sigtryggur Guđlaugsson (1862 - 1959)
Sigtryggur fæddist á Þröm í Garðsárdal 27.9. 1862, sonur Guðlaugs Jóhannessonar, bónda á Þröm, og k.h., Guðnýjar Jónasdóttur.

Guðlaugur var sonur Jóhannesar Bjarnasonar, bónda í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, og k.h., Halldóru Bjarnadóttur, en Guðný var dóttir Jónasar Bjarnasonar, bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.


Fyrri kona Sigtryggs var Ólöf Júlíana Sigtryggsdóttir en hún lést 1902. Seinni kona Sigtryggs var Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari og urðu synir þeirra þjóðþekktir, Hlynur veðurstofustjóri og Þröstur, skipherra í þorskastríðunum á áttunda áratugnum.


Sigtryggur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1894 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1897. Hann kenndi börnum og unglingum í Eyjafirði og í Hálshreppi 1878-87 sem og á námsárum sínum, var barnakennari í Reykjavík og víðar 1897-1905, stofnaði og stjórnaði Lýðháskóla á Ljósavatni 1903-1905, stofnaði ungmennaskólann á Núpi (síðan nefndur Héraðsskólinn á Núpi) árið 1906 og var skólastjóri hans frá stofnun og til 1929.

...
Meira
26.09.2016 - 20:31 | Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Ađ vera í fyrirstöđu: - Sástu ekki hana Móru? Ţađ lá viđ ađ hún fćri í gegnum hausinn á ţér?-

Stórsmalar íhuga nćstu ađgerđir á fjöllum. Frá vinstri. Dagbjartur, Valdimar, Viktor, Sigţór fjallkóngur, Sigríđur kona hans, og Gunnar Ţór. Ljósm.: H. S.
Stórsmalar íhuga nćstu ađgerđir á fjöllum. Frá vinstri. Dagbjartur, Valdimar, Viktor, Sigţór fjallkóngur, Sigríđur kona hans, og Gunnar Ţór. Ljósm.: H. S.

Aðalfundur Félags fyrirstöðumanna- og kvenna í Vestfirsku Ölpunum var haldinn á Eyri við Arnarfjörð í gær kl. 14,00.  Formaður félagsins, Grelöð Bjartmarsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum með harðri hendi. Þýddi ekkert fyrir menn að vera neitt að röfla á þeim bæ. Kom það fram í máli frúarinnar, að það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í fyrirstöðu þegar smalað er hér í vestfirsku fjöllunum.
Svo sagði frúin:


„Hver kannast ekki við setningar eins og þessar:

...
Meira
26.09.2016 - 07:23 | Morgunblađiđ, Vestfirska forlagiđ

26. september 1915 - Minnisvarđi af Kristjáni konungi níunda var afhjúpađur

Nćr er Kristján níund, konungur Danmerkur og Íslands, framan viđ Stjórnarráđiđ í Reykjavík. Fjćr er Hannes Hafstein, fyrsti ráđherra Íslands ţann 1. febrúar 1904. Ljósm.: BIB
Nćr er Kristján níund, konungur Danmerkur og Íslands, framan viđ Stjórnarráđiđ í Reykjavík. Fjćr er Hannes Hafstein, fyrsti ráđherra Íslands ţann 1. febrúar 1904. Ljósm.: BIB

Fyrir sléttu 101 ári þann 26. september 1915 var minnisvarði af Kristjáni konungi níunda afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda).


Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874.
Kristján níundi var konungur 1863 - 1906


Blaðið Lögrétta sagði 31. janúar 1906:

...
Meira
24.09.2016 - 06:55 | Alţýđuflokkurinn 100 ára, bb.is, Vestfirska forlagiđ

Hátíđarfundur Ísafjarđarkrata í dag - 24. september 2016

Birnirnir bundnir viđ bryggju á Ísafirđi um miđja síđustu öld.
Birnirnir bundnir viđ bryggju á Ísafirđi um miđja síđustu öld.
Kolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag, laugardaginn 24. september 2016, þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll fædd og upp alin á Ísafirði og hafa barist fyrir stefnu jafnaðarmanna í sveitarstjórn og á vettvangi landsmálanna. ...
Meira

Fleiri fréttir

24.09.2016 - 06:48 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Vestfirđingurinn Ragnar Bjarnason hefur orđiđ: - Guđmundur skóari dansađi hvern einasta dans frá kl. 9 til 2

Raggi Bjarna á yngri árum. Mynd af Veraldarvefnum.
Raggi Bjarna á yngri árum. Mynd af Veraldarvefnum.

2. grein


„Í Alþýðuhúsinu var nokkuð sukksamt – eins og kallað er – og ekki verður sagt að það hafi orðið til þess að auka tiltrú mína á fullorðna fólkinu  nema síður væri. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri óhollt fyrir mig svo ungan sem ég var að hrærast í þessu andrúmslofti. En ég er viss um að það hefur fremur þroskað mig. Maður sá lífið í víðara samhengi en áður. Í hléunum var það til dæmis aðal skemmtun mín að fara upp á svalirnar, sem voru í húsinu, til að fylgjast með því sem þar fór fram. Karlar og konur stunduðu þar margvíslegar þreifingar í myrkrinu.


   Alþýðuhúsið hafði sína föstu gesti.

...
Meira

Fleiri greinar


« September »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör