A A A
  • 1965 - Sigríđur Kristín Ólafsdóttir
  • 1992 - Margrét Ástrós Gunnarsdóttir
22.02.2017 - 12:32 | Dýrfirđingafélagiđ

Kaffidagur Dýrfirđingafélagsins 12. mars n.k.

« 1 af 2 »
Nýtt starfsár Dýrfirðingafélagsins hefst með árlegum Kaffidegi félagsins sunnudaginn 12. mars í Fella- og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 14:00 er fyrst á dagskrá en sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þeir sem vilja taka þátt í söngnum eru hvattir til að hafa samband við Ragnar Gunnarsson í síma 8614651, senda honum skilaboð, eða kynna sér æfingartíma á fésbókarsíðu félagsins.
Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1500,- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn....
Meira
22.02.2017 - 06:48 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Jóhann G. Jóhannsson

Jóhann G. Jóhannsson (1947 - 2013).
Jóhann G. Jóhannsson (1947 - 2013).
Jóhann fæddist í Keflavík 22. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Jóhann Georg Runólfsson, bóndi og síðar bifreiðarstjóri í Keflavík, og Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, en seinni maður Lovísu og fósturfaðir Jóhanns var Reynir Ólafsson, sjómaður og verkstjóri.
Börn Jóhanns eru Alma Dögg, Ívar Jóhann og Halldóra. Sambýliskona Jóhanns í 27 ár er Halldóra Jónsdóttir en dætur hennar eru Fríða og Jóhanna Methúsalemsdætur.
Jóhann stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst 1963-65 og naut leiðsagnar Hrings Jóhannessonar í myndlist.

Jóhann var rytmagítar- og bassaleikari, söngvari, laga- og textasmiður og upptökustjóri, lék m.a. með Óðmönnum I, Musica Prima, Óðmönnum II, Töturum, Náttúru og Póker, en hóf sólóferil 1972.

...
Meira
21.02.2017 - 21:21 | Vestfirska forlagiđ, timarit.is, Björn Ingi Bjarnason

Eftirmćli: - Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
« 1 af 4 »
Rögnvaldur Ólafsson húsameistari andaðist á heilsuhælinu á Vífilsstöðum 14. þ. m. (14. febrúar 1917). 
Hafði hann lengi átt í stríði við berklaveikina og var stundum sem honum batnaði nokkuð um hríð, en aldrei stóð sá bati til lengdar, og nú varð þessi veiki honum að bana.
Hann var á besta aldri, 42 ára gamall, fæddur 5. des. 1874, ættaður af Vesturlandi. Foreldrar hans, Ólafur Sacharíasson og Veróníka Jónsdóttir, bjuggu á Ytrihúsum i Dýrafiriði. Móðurafi Rögnvalds, Jón Eyjólfsson, var lengi prestur á Hornströndum, dáinn 1869, en móðir sjera Jóns Eyjólfssonar var Guðrún dóttir sjera Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá og Margrjetar Bogadóttur í Hrappsey. Er faðir Rögnvalds dáinn fyrir mörgum árum, en móðir hans enn á lífi, hjá Jóni syni sínum, trjesmrð á Isafirði....
Meira
21.02.2017 - 20:21 | Björn Ingi Bjarnason, Emil Ragnar Hjartarson, Vestfirska forlagiđ

GAMALL FERĐAMÁTI

 Ferjuskylda  var á Gemlufalli og sá bóndinn um ađ ferja fólk yfir fjörđ á Gemlufallsbátnum.  Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
Ferjuskylda var á Gemlufalli og sá bóndinn um ađ ferja fólk yfir fjörđ á Gemlufallsbátnum. Ljósm.: Safn Emils R. Hjartarsonar.
Vegagerð fyrir Dýrafjörð til Þingeyrar lauk haustið 1954. Þangað til var ferjuskylda á Gemlufalli og sá bóndinn um að ferja fólk yfir fjörð á Gemlufallsbátnum. 
Svo var smíður ferja á Þingeyri til að flytja mikinn farangur, bíla og einng sauðfé.
Kaupfélag Dýrfirðinga átti ferjuna. Hægt var að leggja gafl ferjunnar niður og mynda "landgöngubrú" sem bílar óku eftir um borð. Bílum var alltaf bakkað upp í ferjuna. Í fjörunni, sniðhallt fyrir neðan Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar var lending ferjunnar. Þar mynduðu samankræktar járnplötum braut að aka eftir í hana. Annars staðar var enginn sérstakur búnaður í fjöru og gat verið basl að koma bílum í land....
Meira

Fleiri fréttir

22.02.2017 - 22:11 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Kafli úr bókinni gamlar Glefsur og nýjar eftir Gunnar B. Eydal

Guđný Ţórdís Magnúsdóttir.
Guđný Ţórdís Magnúsdóttir.

„Ég upplifði ömmu mína Guðfinnu alltaf sem svolítið skass. Hún talaði mest við mig um praktíska hluti, vinnu og sparnað. Ég vissi ekki þá hversu merkileg kona hún var. Hún studdi Alþýðuflokkinn alla tíð, þrátt fyrir stjórnmálaskoðanir afa sem hann lifði og barðist fyrir. Eitt var það sem aldrei var talað um í æsku minni. Hún veiktist af þunglyndi og var sjúklingur á Kleppi í rúmlega eitt ár, 1923. Ég tel að þetta hafi verið sjúkdómur sem nú er kallaður manio depresiv. Á þessum tíma var ekki  rætt um geðsjúkdóma. Átti það bæði við um sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Þá skrifuðu konur ekki oft í blöð undir eigin nafni. Amma birti hins vegar grein, þremur árum eftir að dvölinni lauk, sem hún nefndi „Geðveikrahælið á Kleppi“. Þar réðst hún harkalega gegn þeim aðferðum sem þar voru notaðar í lækningaskyni.  Greinin birtist upphaflega í Alþýðublaðinu. Á þessum tíma tíðkuðust bæði svokallaðar vatnslækningar, þar sem sjúklingar voru baðaðir eða haldið í köldu vatni, og föstur þar sem sjúklingar fengu ekki næringu dögum saman, svo sem segir hér á eftir.“


 


Guðný Þórdís Magnúsdóttir:


GEÐVEIKRAHÆLIÐ KLEPPUR

...
Meira

Fleiri greinar


« Febrúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör