A A A
25.03.2019 - 10:31 |

240,4 m aš gegnumbroti

Unniš viš skeringar ekki langt frį munnanum
Unniš viš skeringar ekki langt frį munnanum
« 1 af 4 »
Í viku 12 voru grafnir 70,0 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn auk 18,5 m í neyðarrými, samtals 88,5 m. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.403,0 m sem er 85,4 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 95,5 % af göngunum. Eru núna 240,4 m að gegnumbroti....
Meira
22.03.2019 - 12:25 | Hallgrķmur Sveinsson

Ķ tilefni dagsins: Hvaš er Andorra?

 Mynd: Skķšasvęši ķ Andorra. (Wikipedia)
Mynd: Skķšasvęši ķ Andorra. (Wikipedia)

Það barst í tal hjá spekingunum í sundlauginni á Þingeyri í morgun hvað þetta Andorra eiginlega væri sem strákarnir okkar ætla að fara að spila við í fótboltanum í kvöld. Við fórum náttúrlega að rifja upp gömlu landafræðina og svo á Wikipedia auðvitað. Í örstuttu máli fyrir hina fróðleiksfúsu:

Andorra er landlukt furstadæmi í austurhluta Pyreneafjalla, milli Frakklands og Spánar. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella og er sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð. (Madrid, höfuðborg Spánar er 646 m. y. s.) Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu. Sem sagt eitt af dvergríkjunum. Frakklandsforseti er formlegur
þjóðhöfðingi.

Meðal íbúa Andorra mæla flestir katalónsku (39%) og næstflestir spænsku (35%). Þvínæst koma portúgalska (15%) og franska (5%). Aðeins þriðjungur landsmanna eru andorrískir að uppruna.

Andorra er vinsæll ferðamannastaður sem fær yfir 10 milljónir ferðamanna árlega. Áður fyrr var smygl á vörum milli Frakklands og Spánar mikið stundað samkvæmt gömlu landafræðinni. Þar eru vinsæl skíðasvæði. Landið er auk þess skattaskjól. Það er ekki í Evrópusambandinu. Árið 2016 var íbúafjöldi 77,281. Lífslíkur í Andorra voru þær mestu í heimi árið 2013, 81 ár.

Hvorki flugvellir né lestarsamgöngur eru í landinu. Þó eru til þyrlupallar. Vegakerfið er 279 kílómetrar að lengd.

19.03.2019 - 15:12 |

Samantekt af framvindu Dżrafjaršarganga

Yfirlit yfir vikulega framvindu Dżrafjaršarganga Dżrafjaršarmegin
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dżrafjaršarganga Dżrafjaršarmegin
« 1 af 6 »

Í viku 11 voru grafnir 93,8 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.333,0 m sem er 81,1% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 94,1% af göngunum. Eru núna 310,4 m að gegnumbroti.


Grafið var í basalti og þunnum setlögum. Í lok vikunnar var byrjað á síðasta útskotinu í göngunum en í því er eitt hliðarrými. Allt efni úr göngunum var keyrt beint í vegfyllingu.

...
Meira
19.03.2019 - 12:51 |

Kómedķuleikhśsiš sżnir Dimmalimm

Elfar Logi Hannesson leikari, Dimmalimm prinsessa og svanaprinsinn į góšri stund
Elfar Logi Hannesson leikari, Dimmalimm prinsessa og svanaprinsinn į góšri stund
Kómedíuleikhúsið frumsýndi fyrir skömmu hið ástsæla ævintýri Dimmalimm fyrir fullu húsi á brúðulofti Þjóðleikhússins.
Sagan um Dimmalimm er eftir listamanninn Mugg (Guðmund Pétur Thorsteinsson). Upprunalega samdi hann söguna og myndskreytti fyrir systurdóttur sína árið 1921 en síðan þá hefur sagan margoft verið gefin út og túlkuð í gegnum ólík listform. Elfar Logi Hannesson leikari sér um brúðuleikinn, Þröstur Leó Gunnarsson um leikstjórn og tónlist eftir Björn Thoroddsen, en þess þeir eiga frá Bíldudal líkt og Muggur sjálfur. Marsibil G. Kristjánsdóttir og Alda Veiga Sigurðardóttir eiga veg og vanda að aðalsöguhetjunni Dimmalimm og félögum. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum en verkið var 44. verk leikhússins frá upphafi (1997). Flest eiga leikverkin það sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt.

Hér má tryggja sér miða á þessa fallegu sýningu en einnig má skoða hér skemmtilegt myndband Kómedíuleikhússins um Dimmalimm eða hlusta Dimmalimm taka á lagið.

Fleiri fréttir

13.03.2019 - 11:08 | Ašsendar greinar - Hallgrķmur Sveinsson

Bréf śr sveitinni: Žeir sem hafa nóg og eiga allt verša aušvitaš aš fį meira!

Margblessaður Bogi minn.

Héðan er allt gott að frétta. Jeg vona að þið hafið það gott. Ertu ekki búinn að taka útsæðið frá? Nú er hún Arna komin úr Breiðhillunni, þannig að maður þarf ekki að fara þangað oftar í haust! Hún var nú bara komin niður í Þorbjarnardalskjaftinn um daginn þegar Gunnsi mokaði. Þeir eru seigir, Ketilseyrarfeðgar og hundurinn Lækur. Og svo lentu Bjössi og Mangi líka í smalamennskunni út að Kúlu. Sú stutta er komin á tíunda vetur og lítur bara vel út að sögn, ásamt svörtu gimbrinni sinni og þessum veturgömlu tveim sem voru þarna uppi með þeim....
Meira

Fleiri greinar


« Mars »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31