A A A
  • 1957 - Sigrķšur Žórdķs Įstvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigrķšur Skśladóttir
  • 2004 - Aušbjörg Erna Ómarsdóttir
18.07.2018 - 10:28 |

Brįšvantar starfsmann ķ ķžróttamišstöšina fyrir jślķ og įgśst

Halló gamlir Dýrfirðingar og annað gott fólk.

Okkur bráðvantar starfsmann í Íþróttamiðstöðina á Þingeyri síðustu viku júlí og í ágúst.  Er ekki einhver þarna úti sem væri til í að taka eina viku eða tvær. Þarf að vera orðinn 18. ára unnið er á vöktum. Bráðskemmtileg vinna við að þjónusta skemmtilegt fólk.

Frekari upplýsingar gefur Þorbjörg Gunnarsdóttir í síma 893 2445.

 
16.07.2018 - 14:08 |

Samantekt af gangnavinnu Dżrafjaršarganga ķ viku 28

Framvinduyfirlit
Framvinduyfirlit
« 1 af 3 »

Í viku 28 voru grafnir 54,0 m í göngunum og 15 m í  hliðarrými í útskoti G. Samtals voru því grafnir 69 m. Lengd ganganna í lok viku 28 var 2.955,9 m sem er 55,8 % af heildarlengd ganganna.


Í vikunni var grafið í útskoti G sem er með neyðarrými auk þess sem sniðið í göngunum sjálfum er stærra. Í lok vikunnar var eftir að sprengja eina færu í neyðarútskotinu en sniðið í göngunum sjálfum var aftur orðið venjulegt. Grafið var í þurru basalti alla vikuna og var efninu úr göngunun var keyrt í vegfyllingar.

...
Meira
16.07.2018 - 13:55 | Hallgrķmur Sveinsson

Hreppsnefnd Auškśluhrepps bišur um gott vešur

Hreppstjórinn er hśfulaus og oddvitinn er ekki laus viš rśmbu og rokk!
Hreppstjórinn er hśfulaus og oddvitinn er ekki laus viš rśmbu og rokk!
Gamla hreppsnefndin í Auðkúluhreppi kom undan feldinum í gærmorgun. Þar hefur hún legið um nokkurt skeið og íhugað ýmis framfaramál hreppsins að fornu og nýju. Ævintýrið um Dýrafjarðargöngin hefur blásið nýju lífi í hina gömlu hreppsnefnd. Aldrei að vita til hvers það getur leitt. Því nú er lag. Í núverandi hreppsnefnd Auðkúluhrepps eru ýmsir nafnkunnir menn hér vestra, bæði lífs og liðnir. Og sumir jafnvel á mörkunum....
Meira
11.07.2018 - 17:11 |

Įgęt framvinda ķ gangnavinnu

Framvinduyfirlit
Framvinduyfirlit
« 1 af 3 »
Í viku 27 voru grafnir 80,0 m í göngunum og er því lengd ganganna orðin 2.901,9 m en það er 54,7 % af heildarlengd. Í lok síðustu viku var grafið í sprungu sem var í vinstri veggnum og lak nokkuð af vatni úr henni. Þegar greftri var haldið áfram kom í ljós að um var að ræða misgengi sem liggur skáhalt í gegnum göngin. Við enda misgengisins er svo berggangur sem liggur meira þvert á göngin. Vatnið rennur nú á afmörkuðum stöðum í veggjunum til sitthvorrar handar. Rennslið úr sprungunni er í heildina um 20 l/s og hefur rennslið minnkað aðeins frá því að opnaðist fyrst á vatnsæðina....
Meira

Fleiri fréttir

16.07.2018 - 13:59 | Ašsendar greinar - Hallgrķmur Sveinsson

Sjónvarpspistill: Hvaš eiga Villi Valli og Louis Armstrong sameiginlegt?

 Siguršur Hreinsson, Nannż Arna Gušmundsóttir og Kristjįn Andri Gušjónsson bęjarstjórnarmenn, fęra Vilbergi Valdal Vilbergssyni blómvönd og śtnefningarskjal sem heišursborgari Ķsafjaršarbęjar, fyrir utan heimili hans ķ vor. (bb.is)
Siguršur Hreinsson, Nannż Arna Gušmundsóttir og Kristjįn Andri Gušjónsson bęjarstjórnarmenn, fęra Vilbergi Valdal Vilbergssyni blómvönd og śtnefningarskjal sem heišursborgari Ķsafjaršarbęjar, fyrir utan heimili hans ķ vor. (bb.is)
Sumir menn varpa ljóma á umhverfi sitt. Jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir. Þeir hreykja sér ekki. Oft er þetta listafólk. En megineinkenni góðra listamanna er hógværð og lítillæti. Nægjusemi og mannkærleikur áberandi. Að gera grín að sjálfum sér er þeim nauðsyn. Og græskulausar gamansögur um náungann ómissandi.
Um daginn sýndi sjónvarpið okkar þátt um einn slíkan mann, Vestfirðinginn, harmonikusnillinginn og rakarann Vilberg Vilbergsson, Villa Valla. Full ástæða er til að vekja athygli á því góða framtaki. Nefnist myndin Villi Valli á tónleikum. ...
Meira

Fleiri greinar


« Jślķ »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31