A A A
  • 1947 - Hildigunnur Guđmundsdóttir
  • 1997 - Kristján Gýmir Sigurđarson
05.12.2016 - 06:45 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Hallgrímur Sveinsson

Bćkurnar ađ vestan: - "Átthagar" - Ísfirđingar margra landa segja frá eftir Herdísi Hübner

« 1 af 3 »
Í þessari bók er lesendum boðið í heimsreisu með viðkomu  á Jamaica, Sri Lanka, El Salvador,  Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi, Tælandi og Ástralíu. Jafnframt er lagt í tímaferðalag nokkra áratugi aftur í tímann því hér birtast sögur frá uppvaxtar- og æskuárum níu kvenna á ýmsum aldri í þessum fjarlægu löndum. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa búið á Ísafirði í fjölda ára en að öðru leyti eru þær ólíkar, hafa ólíkan bakgrunn og hver og ein er fulltrúi sjálfrar sín og einskis annars. Á Ísafirði hafa þær unnið margvísleg störf og allar hafa þær lagt mikið af mörkum til lífsins í bænum, auðgað það og eflt með ýmsu móti og eru sannkallaðir máttarstólpar samfélagsins.
Þessi bók er afar gott innlegg í umræðu dagsins.
...
Meira
05.12.2016 - 06:32 | ruv.is, Vestfirska forlagiđ

Vilja stofna lýđháskóla á Flateyri

Flateyri viđ Önundarfjörđ. Ljósm.: RUV
Flateyri viđ Önundarfjörđ. Ljósm.: RUV

Stefnt er að því að lýðháskóli taki til starfa á Flateyri haustið 2018. Um 20-30 manns vinna nú að undirbúningi skólans sem mun nýta sér mannauð og umhverfi Flateyrar.


Undirbúningur að stofnun lýðháskóla á Flateyri hófst á haustmánuðum, þótt hugmyndin hafi verið lengi „á floti“ segir Runólfur Ágústsson sem er í stýrihópi verkefnisins: „Þessa stundina eru um 20-30 manns að vinna í sjálfboðasarfi að þessari hugmynd og framkvæmd hennar, skilgreina námslínur, sem er búið að gera í grófum dráttum, og hvað staðurinn og umhverfið hefur uppá að bjóða.“

...
Meira
04.12.2016 - 11:57 | Vestfirska forlagiđ, Fréttatíminn

Af Dýrfirđingum: "Saga afa er saga Kópavogs"

Af Dýrfirđingum: -Saga afa er saga Kópavogs- segir Dýrfirđingurinn Leifur Reynisson, sagnfrćđingur.
Af Dýrfirđingum: -Saga afa er saga Kópavogs- segir Dýrfirđingurinn Leifur Reynisson, sagnfrćđingur.
« 1 af 5 »
Kópavogur er næst fjölmennasta sveitarfélag landsins, á eftir höfuðborginni. Þar búa nú ríflega 34 þúsund manns og enn stækkar bærinn. Þéttbýlismyndun í bænum á sér hins vegar ekki ýkja langa sögu. Hún hófst á 4. áratug síðustu aldar og kaupstaðarréttindi hlaut Kópavogur ekki fyrr en árið 1955. Þá voru íbúarnir 3783 talsins. Dýrfirðingurinn Leifur Reynisson sagnfræðingur hefur verið að kanna þessa sögu á undanförnum mánuðum og hann speglar hana í gegnum sögu afa síns, Sveins Mósessonar. Leifur hefur nú ritað bókina Landnemar í Kópavogi
„Þessi saga fyrstu áranna í þéttbýlismyndun Kópavogs byggir á minni fjölskyldusögu sem ég hef verið að rannsaka síðustu ár. Sveinn Mósesson úr Dýrafirði, afi minn, var meðal þeirra fyrstu sem byggðu sér hús í Kópavogi þegar þéttbýli tók að myndast þar. Við vorum mjög nánir á sínum tíma þó að langt sé milli kynslóða, hann fæddur 1907 en ég 1971. Ég fékk gamla tímann eiginlega  beint í æð frá honum og held að hann hafi kveikt hjá mér sagnfræðiáhugann. Hann sagði mér til dæmis sögur af Guttóslagnum og þessar sögur heilluðu mig mikið,“ segir Leifur Reynisson....
Meira
04.12.2016 - 07:31 | Vestfirska forlagiđ, Björn Ingi Bjarnason

Vinargjöf - Eftir Gunnar M. Magnúss frá Flateyri.

Ráđherrabústađurinn viđ Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frćgasti brottflutti Önfirđingurinn.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Ráđherrabústađurinn viđ Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frćgasti brottflutti Önfirđingurinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Vinirnir Hans Ellefsen, hvalfangari á Sólbakka og Hannes Hafstein


Nokkrum misserum síðar, þegar Hannes Hafstein var valinn ráðherra, hinn fyrsti á Íslandi, hittust þeir vinirnir í Ellefsenshúsi á Sólbakka.


Ellefsen sagði: - Ég er að fara héðan alfarinn til Austfjarða, þar sem ég er ákveðinn að reisa hvalverksmiðju. Ég sný ekki hingað aftur. Nú afhendi ég  þér þetta hús sem vinargjöf. Það er leikur einn að flytja húsið burt, hvert sem er.


- Þetta get ég ekki þegið að gjöf, svaraði Hannes, - en mikil og vegleg afhending er þetta.

...
Meira

Fleiri fréttir

04.12.2016 - 19:42 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr bókinn Súgfirđingur fer út í heim: - „Hlédrćgur unglingur međ afar ţykk gleraugu“

« 1 af 2 »

Miðbæjarskólinn


Úr Hveragerði lá leiðin í Miðbæjarskólann gamla, þar sem ég staldraði við einn vetur, en hóf síðan kennslu í Gagnfræðaskóla Verknáms, þar sem ég kenndi í sjö ár. Þessi viðkoma í miðbænum var frekar tíðindalítil. Á þessum árum var enn raðað í bekki eftir námsgetu og þessi skipting gerði alla vinnu mun auðveldari og um leið árangursríkari en raun bar vitni, þegar hin misskilda, sænska túlkun á hugtökum eins og lýðræði og mannréttindum var tekin upp og nemendum hrúgað í blandaða bekki, þeim til mikils skaða og kennurum til mikils ama og óþarfa erfiðis um ókomin ár.

...
Meira

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör