A A A
  • 1956 - Jan L Hatten-Svenna
  • 1970 - Gušrśn Rakel Brynjólfsdóttir
  • 1988 - Pétur Eggert Torfason
25.06.2018 - 00:05 | Blįbankinn į Žingeyri

Engin/nn er glansmynd

Við vitum öll að áhrif fjölmiðla á líkamsmynd kvenna, karla, drengja og stúlkna er umtalsverð og þá sjaldnast jákvæð. Flest höfum við séð oftar en einu sinni óeðlilegar glansmyndir af fyrirsætum sem sýna hvernig hamingjan lítur út og setja okkur hinum fegurðarstaðla sem fyrirfinnast aðeins í myndeftirvinnslu forritum. Ímynd tískuiðnaðarins hefur sokkið dýpra og dýpra með hverri umfjölluninni af annarri sem flettir ofanaf óheilbrigðum áherslum og kröfum bakvið tjöldin um ónáttúrulegar líkamsstærðir. Á sama tíma mælir heilbrigðisstarfsfólk og heilsugúrúar með ákveðnu matarræði sem sveiflast eftir tímabilum með eða á móti ákveðnum fæðuflokkum og jafnharðan spretta upp lausnir á markaðnum fyrir breyska og bugaða neytendur, til að njóta án samviskubits, matvara á borð við sykurlaus sætindi, fitusnauðar matvörur og annað í þeim dúr....
Meira
22.06.2018 - 14:04 | Komedia

Kómedķuleikhśsiš gefur śt Geisla Bķldudal 1946-1960

Geilsi - einstök saga žorps
Geilsi - einstök saga žorps

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út verkið Geisli Bíldudal 1946 - 1960 úrval. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997 og er starfrækt af Elfari Loga Hannessyni og konu hans Marsibil Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Leikhúsið hefur staðið fyrir fjölda uppsetninga á verkum og þá sér í lagi einleikjum, en einnig gefið út ýmis ritverk og hljóðbækur. Geisli er 20. verkið sem gefið er út á vegum leikhússins en hér er á ferðinni einstök útgáfa er inniheldur úrval úr blaðinu Geisla er gefið var út á Bíldudal um miðja síðustu öld. Geisli var í raun safnaðarblað ritstýrt af hinum mæta klerki Jóni Kr. Ísfeld. Það var hinsvegar ekki bara kristilegt efni í Geisla heldur og fréttir úr þorpinu. Klerkur hafði fjölbreytt og gott fréttanef því víst var þorpslífið fangað í hverju tölublaði með fréttum af veðri, atvinnumálum, gestakomum í þorpið, giftingum, mannamótum og öllu mögulegu. Geisli Bíldudal gefur sannlega einstaka mynd af þorpi á Vestfjörðum í einn og hálfan áratug. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkið og pantanir hjá Kómedíuleikhúsinu

 

17.06.2018 - 21:35 |

Gangnalengd Dżrafjaršarganga nįlgast 50%

Vikuleg framvinda ķ viku 24 viš gangagerš Dżrafjaršarganga
Vikuleg framvinda ķ viku 24 viš gangagerš Dżrafjaršarganga
« 1 af 4 »

Í viku 24 voru grafnir 88,7 m í göngunum og er því heildarlengd ganganna nú 2.646,7 m eða 49,9 %. Í vikunni var sama stórstuðlaða basaltlagið á stafni allan tímann. Sprengingar hafa gengið vel og hefur efni verið keyrt beint í fláafleyg.

Haldið var áfram með Hrafnseyrarveg, moldarjarðvegur var tekinn undan og lagður á fyrirhugaða fláalínu neðan vegar og fyllt jafnóðum í vegkassa með sprengigrjóti úr göngum. Undir lok vikunnar var undirstöðum bráðabirgðarbrúar og burðarbitum á Hófsá komið fyrir.

Í Dýrafirði var haldið áfram með borun á presplitt flötum og sprengdar nokkrar færur, þar er jarðfræðin sem fyrr nokkuð fjölbreytt.

17.06.2018 - 12:43 |

Glešilegan 17. jśnķ

Í dag fagna íslendingar þjóðhátíðardeginum 17. júní sem jafnframt er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem fæddur var að Hrafnseyri í Arnarfirði. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins og hefur síðan verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Gleðilega hátíð!...
Meira

Fleiri fréttir

17.06.2018 - 20:39 | Ašsendar greinar - Hallgrķmur Sveinsson

Jón Siguršsson var glęsilegur forystumašur og hversdagsmašur ķ senn

  Texti meš mynd: Brśškaupsmyndin af Nonna og eiginkonu hans frį 1845. Žį hafši hśn setiš ķ festum ķ 12 įr. Ein fyrsta ljósmynd sem tekin var af Ķslendingum. Ekki er vitaš um neina ašra mynd žar sem Jón situr fyrir meš öšrum. Hér er hann dökkhęršur, en varš hvķtur fyrir hęrum nokkru sķšar. En žaš var ekkert Ingibjörgu aš kenna! Žaš var ęttareinkenni. Ljósmyndari ókunnur.
Texti meš mynd: Brśškaupsmyndin af Nonna og eiginkonu hans frį 1845. Žį hafši hśn setiš ķ festum ķ 12 įr. Ein fyrsta ljósmynd sem tekin var af Ķslendingum. Ekki er vitaš um neina ašra mynd žar sem Jón situr fyrir meš öšrum. Hér er hann dökkhęršur, en varš hvķtur fyrir hęrum nokkru sķšar. En žaš var ekkert Ingibjörgu aš kenna! Žaš var ęttareinkenni. Ljósmyndari ókunnur.

Eftir lauslega athugun er hvorki að sjá að við Íslendingar höfum tekið okkur fyrir hendur að gera alþýðlegan né fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða. Má það merkilegt kalla, jafnvel með ólíkindum. Má þó vera að einhver hafi komið því í verk.


Margar þjóðhetjurnar börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og síðan ekki söguna meir. Þegar því verki lauk fóru flestir þeirra heim og lögðu sig ef svo óvirðulega mætti komast að orði. En okkar maður, sem ekki var nein venjuleg þjóðhetja, heldur glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni, hafði bæði lag og visku til að vísa mönnum leið í nánast öllum þjóðmálum sem einhverju skipta. Og nánast hvert sem litið er í íslensku þjóðlífi í dag má kenna áhrifa frá honum. En Íslendingar hafa nú aldrei verið neitt sérlega spenntir fyrir að kynna Jón Sigurðsson og ævistarf hans fyrir öðrum þjóðum og er það miður. Við það situr eftir því sem undirritaður best veit.

Væri ekki bara upplagt að kynna Jón Sigurðsson með hinu rómaða landsliði Íslands í knattspyrnu? Segja frá því að hann barðist með söguna að vopni en ekki sverði. Og hrósa Dönum um leið fyrir að aldrei var hleypt af einu skoti í frelsisbaráttu okkar. Og handritin. Maður lifandi!


Hallgrímur Sveinsson.


 

 

Fleiri greinar


« Jśnķ »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30