A A A
24.05.2016 - 12:56 | skutull.is, Vestfirska forlagiđ

Tengdasonur Dýrafjarđar, Ţorgeir Pálsson, vill leiđa lista Pírata í Norđvesturkjördćmi

Ţorgeir Pálsson.
Ţorgeir Pálsson.
Ég er Vestfirðingur; fæddur á Hólmavík 10.04.1963 og er í sambúð með Hrafnhildi Skúladóttur (20.12.1974) frá Þingeyri. Móðurættin mín er frá Suðureyri í Tálknafirði, en föðurættin af Ströndum. Við Hrafnhildur eigum Heklu Karítas (26.03.2013). Hrafnhildur á svo Jóhönnu Rannveigu (17.05.2006) og ég á Stefán Þór (12.02.1993). Við búum á Hólmavík, nema sonur minn, sem býr í Garðabæ. Helstu áhugamál fyrir utan stjórnmál eru; tónlist; Blues, Rock, Jazz, gamlir bátar, íþróttir, útivist, matreiðsla, góðar bíómyndir og skáldskapur.
Það hefur lengi blundað í mér að blanda mér í landsmálapólitík með það í huga að vinna að úrbótum, umbótum, framförum og tala fyrir betra og skilvirkara samfélagi. Ég sé tækifæri í aðkomu Pírata að íslenskum stjórnmálum og ég skynja þar möguleika á að ná fram breytingum sem eru löngu tímabærar....
Meira
24.05.2016 - 08:11 | Vestfirska forlagiđ, bb.is

Hótel Sandafell á Ţingeyri stćkkar

Hótel Sandafell á Ţingeyri stćkkar.
Hótel Sandafell á Ţingeyri stćkkar.
« 1 af 2 »
Ráðist hefur verið í endurbætur og stækkun á Hótel Sandafelli á Þingeyri enda búist við mikilli fjölgun ferðamanna. Sjö tveggja til þriggja manna herbergi hafa nú verið útbúin til viðbótar við þessi fjórtán sem fyrir voru. Pálína Færseth hótelstjóri á Hótel Sandafelli segir að bókunarstaða fyrir sumar sé góð enda hafi „Trip Advisor“ einkunn hótelsins farið úr 6,1 upp í 8,1 á einu ári. Veitingasala er opin á hótelinu í sumar, frá klukkan 18:00 – 21:00 og mælir Pálína sérstaklega með heimbakaða rúgbrauðinu og spriklandi ferskum silungi og þorski. 
Búið er að manna hótelið í sumar en fimm starfsmenn verða í fullu starfi en á álagstímum verða fleiri kallaðir til verka....
Meira
23.05.2016 - 20:43 | Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Varađ viđ snjóhengju!

Snjóhengja í Hrafnseyrarheiđi. Ţetta getur fariđ af stađ hvenćr sem er eftir ţví sem leikmenn ímynda sér. Ljósm. H. S.
Snjóhengja í Hrafnseyrarheiđi. Ţetta getur fariđ af stađ hvenćr sem er eftir ţví sem leikmenn ímynda sér. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Að norðanverðu í Hrafnseyraheiðinni er mikil snjóhengja á einum stað. Viljum við hjá Þingeyrarvefnum benda mönnum á að stoppa alls ekki undir henni. Hún getur farið af stað hvenær sem er. Sjá meðf. myndir. 


   Um daginn stóðu útlendingar undir hengjunni við myndatöku. Slíkt er auðvitað fáránlegt. En það er bara einn liður í  andvaraleysi okkar Íslendinga við móttöku erlendra  ferðamanna. Við gleymum að mestu leyti að vara þá við þeim hættum sem á landinu felast. En að græða á þeim! Það ætlum við að gera.

...
Meira
23.05.2016 - 07:02 | Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Einn góđur af séra Baldri: - Ástarsorgin

Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirđi í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.
Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirđi í Djúpi. Teikning.: Ómar Smári Kristinsson.

Og er nú tímabært að birta hér einn góðan af séra Baldri. Margir hér vestra og víðar sakna þessa góða guðsmanns, sem farinn er á betri lendur. Enginn kemur í hans stað svo séð verði. En sögurnar af honum munu halda nafni hans og Vatnsfjarðar og Djúpsins alls á lofti um ókomna tíð.


   Til gamans skal það rifjað upp, að Séra Hildur Eir Bolladóttir sagði í viðtali í Mogganum um daginn, að hvað húmorinn varðaði héldi hún að það væri vonlaust að vera húmorslaus prestur. Starfið væri oft svo súrrealískt að menn gætu orðið brjálaðir ef þeir sæju ekki spaugilegar hliðar þess.


Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði í Djúpi, var eitt sinn að hugga sóknarbarn sitt, stúlku, sem var ákaflega hnuggin yfir brotthlaupi unnusta síns.

...
Meira

Fleiri fréttir

25.05.2016 - 20:20 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Kristín Dahlstedt: - Brautryđjandi úr Dýrafirđi sem gerđi garđinn frćgan

« 1 af 3 »

Fyrir nokkrum árum kom út hjá Vestfirska forlaginu endurútgáfa æfiminninga Kristínar Dahlstedt, veitingakonu, sem fyrst kom út árið 1961 og vakti mikla athygli. Var það Hafliði Jónsson frá Eyrum í Patreksfirði og fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem skráði ævisögu Kristínar er þá var orðin 85 ára.


Saga Kristínar er nú talin í hópi merkustu ævisagna kvenna, sem komið hafa út hérlendis, enda brautryðjandi um margt á fyrri hluta síðustu aldar. Hún stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld, ekki síst við Laugaveginn í Reykjavík og oftast undir fjallkonunafninu.


Kristín fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm – Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringjunum.

...
Meira

Fleiri greinar


« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

„Þetta gullna tækifæri sem þú leitar að er hjá sjálfum þér“

- Orison Sweet Marden

„Mistök eru aðeins tækifæri til að byrja skynsamlega aftur“

- Henry Ford

„Í öllum verkum skal undirbúning vanda  áður en hafist er handa“

- Cicero


Eldri spurningar & svör