A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
04.10.2017 - 17:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Annar góður úr 100 Vestfirskum gamansögum: - Upplogið kvennafar!

Bolungarvík. Ljósm.: Einar K. Guðfinnsson.
Bolungarvík. Ljósm.: Einar K. Guðfinnsson.

Hannibal Guðmundsson á Hanhóli í Syðridal í Bolungarvík var oft skjótur til svars og komst vel að orði. Börn þeirra Hanhólshjóna voru sextán talsins og þeirra á meðal nokkrar dætur sem voru hver annarri myndarlegri, sannkallaður kvennablómi.

Þegar þessi saga gerðist var Lilja dóttir Hannibals orðin gjafvaxta og farinn að vinna niðri í Bolungarvík þar sem hún leigði sér herbergi. Ólafur Halldórsson, seinna skipstjóri, var þá ungur maður. Hann mætti Hannibal eitt sinn snemma morguns á götu í Bolungarvík.

Óli hugsaði sér að hrella karlinn svolítið og sagði:

Ég sat hjá Lilju dóttur þinni í alla nótt við að spila.

Hannibal lét Óla ekki slá sig út af laginu og svaraði:

Eitthvað hlýtur að vera að hjá þér. Ef þið hafið bara verið að spila skaltu fara til læknis.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31