A A A
26.09.2017 - 06:48 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Eng­inn hef­ur skoðað Núp

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 4 »

Rík­is­kaup aug­lýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár hús­eign­ir að Núpi í Dýraf­irði. Um er að ræða skóla­bygg­ingu og tvær heima­vist­ir, alls rúm­lega 4.500 fer­metra.


Guðmund­ur Ástvalds­son á Núpi átti að sýna áhuga­söm­um eign­irn­ar en eng­inn hef­ur haft sam­band við hann, að því er hann tjáði blaðamanni í gær. Sum­ar­hót­el hef­ur verið rekið á Núpi en starf­semi hef­ur verið lít­il yfir vet­ur­inn. Eitt og eitt nám­skeið, að sögn Guðmund­ar.


Eign­irn­ar þrjár á Núpi sem ríkið vill selja eru gamli skól­inn, hús með heima­vist, kennslu­stof­um og íbúðum og loks skóla­stjóra­hús og heima­vist.

...
Meira
26.09.2017 - 06:40 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Varðveitum örnefnin: - Hvar er Kjaransstræti?

Kjaransstræti í vestanverðri Hrafnseyrarheiði. Ljósm.: H. S.
Kjaransstræti í vestanverðri Hrafnseyrarheiði. Ljósm.: H. S.
Kjaransstræti: 

Þegar Auðkúluhreppur sameinaðist Þingeyrarhreppi 1992 fylgdi snjóbíll með í kaupbæti. Þá lagði Elís Kjaran braut fyrir hann niður úr kinninni að vestanverðu efst í Hrafnseyrarheiði, utan til við svokallað Manntapagil. Margir hafa kallað braut þessa Kjaransstræti í höfuðið á brautryðjandanum.

Sagan segir að átján manns hafi farist í Manntapagili í gegnum aldirnar. Það fylgir, að þegar sá tuttugasti ferst, muni heimsendir koma....
Meira
25.09.2017 - 21:43 | Vestfirska forlagið,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum afhent Héraðsskjalasafninu, Ísafirði

Alls eru deildir safnsins 34
Alls eru deildir safnsins 34
« 1 af 3 »
Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum var formlega afhent Héraðsskjalsafninu Ísafirði við athöfn í Baldurshúsinu, Pólgötu 2 Ísafirði, föstudaginn 22. september 2017. 

Skjalasafnið telur 524 skjalaöskjur sem skráðar eru í 34 deildir verkalýðsfélaga, stofnana, fyrirtækja og samtaka sem félögunum tengjast. Safnið geymir skjöl Alþýðusambands Vestfjarða frá stofnun þess 1927 og einstakra félaga sem störfuðu innan þess, allt til stofnunar Verkalýðsfélags Vestfirðinga á árunum 2002-2005. 

Afhending safnsins er ein stærsta einstaka afhending sem Héraðsskjalsafninu hefur verið færð og einstök að því leyti að safnið er frágengið, flokkað og skráð þannig að það er tilbúið til notkunar fyrir fræðimenn og aðra áhugasama....
Meira
25.09.2017 - 20:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Dýrfirðingafélagið,Bergþóra Valsdóttir

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 30. september 2017 - Forsala 26. sept. milli kl. 18 - 19 í Stangahyl 4

Laugardaginn 30. september 2017 verður árshátíð Dýrfirðingafélagsins haldin í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00. 

Veislustjórar eru þau Ýlfa Proppé Einarsdóttir og Steinþór Tómasson. Flutt verður minni Dýrafjarðar, skemmtiatriði og fjöldasöngur ásamt hinu vinsæla happdrætti verða á sínum stað.

Maturinn er frá Jóhannesi Oddi Bjarnasyni og ekki af verri endanum. Í forrétt er hörpuskel; reyktur lax og tígrisrækja. Í aðalrétt er boðið upp á kryddjurtamarinerað lambalæri með gratín kartöflu, rótargrænmeti, fersku salati og skógarsveppakremsósu. Þessu skolum við svo niður með góðum kaffisopa og konfekti....
Meira
25.09.2017 - 17:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Varðveitum örnefnin: - Hvar eru Langavitleysa, Kjaransstræti og Hildigunnarbraut?

Hildigunnarbraut liggur rétt utan við gangamunna Dýrafjarðarganga á Rauðsstöðum. Ljósm.: H. S.
Hildigunnarbraut liggur rétt utan við gangamunna Dýrafjarðarganga á Rauðsstöðum. Ljósm.: H. S.

Hér fyrir vestan eru menn óðum að átta sig á því að varðveita þarf örnefnin, bæði gömul og ný, skrásetja þau og koma þeim á rétta staði samkv. örnefnakortum.
Mikið af örnefnum eru þegar skrásett og hafa verið jafnvel um aldir. Svo eru hin sem orðið hafa til á síðari tímum. Mörg þeirra eru enn ekki skrásett sem slík. Svo er það kannski álitamál hvað eru örnefni og hvað ekki.
Skulu nú nefnd nokkur nýleg dæmi um það úr Auðkúluhreppi.


Hildigunnarbraut:
Hún er rétt við gangamunna væntanlegra Dýrafjarðarganga og er svokallaður vetrarvegur.

...
Meira
24.09.2017 - 16:29 | Vestfirska forlagið,mbl.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vest­f­irðing­um gæti fjölgað um 900

Um 450 manns sitja íbúa­fund í íþrótta­hús­inu á Ísaf­irði í dag. Ljós­mynd/​Hall­dór Svein­björns­son.
Um 450 manns sitja íbúa­fund í íþrótta­hús­inu á Ísaf­irði í dag. Ljós­mynd/​Hall­dór Svein­björns­son.

Yrði 25 þúsund tonna lax­eldi leyft við Ísa­fjarðar­djúp gæti það skapað 260 ný störf á um ára­tug og um 150 af­leidd störf til viðbót­ar. KPMG tel­ur að íbúaþróun myndi snú­ast við og áætl­ar að fjölga myndi um 900 manns í sveit­ar­fé­lög­un­um við Djúp á sama tíma og bein störf ná há­marki.


Þetta er meðal niðurstaðna grein­ing­ar KPMG fyr­ir Fjórðungs­sam­band Vest­fjarða á áhrif­um mögu­legs lax­eld­is í Ísa­fjarðar­djúpi. Skýrsl­an var kynnt á fjöl­menn­um íbúa­fundi á Ísaf­irði í dag þar sem rætt var um innviða- og at­vinnu­upp­bygg­ingu á Vest­fjörðum. Í grein­ingu KPMG var lagt mat á efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg áhrif lax­eld­is á svæðinu.

...
Meira
24.09.2017 - 10:48 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Bæjarbíó í Hafnarfirði,Björn Ingi Bjarnason

Eftirherman og orginalinn í Bæjarbíói Hafnarfirði

Bæjarbíó í Hafnarfirði.
Bæjarbíó í Hafnarfirði.
« 1 af 3 »

Bæjarbíó í Hafnarfirði fagnar komu þeirra Guðna Ágústssonar fyrrum ráðherra og Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Þeir hafa gert allt vitlaust um land allt með skemmtidagskrá sinni Eftirherman og Orginallinn. Það fara þeir mikinn með þjóðsögum og eftirhermum.


Þetta er ein albesta skemmtun sem í boði er á landinu og hreint með ólíkindum hvað þeir ná vel saman, svo vel að stundum má vart greina í sundur Jóhannes og Guðna.


Láttu þetta ekki fram hjá þér fara.
Næstu sýningartímar:


...
Meira
24.09.2017 - 09:11 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri.
Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri.
Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31