05.10.2017 - 17:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is
GÍSLI MÆTIR Á GÍSLASTAÐI
Sagnamaðurinn og Landastjórinn Gísli Einarsson er þekktur sögumaður. Nú mætir Gísli loksins á Gíslastaði í Haukadal í Dýrafirði og verður með einstaka sagnastund í kvöld, 5. okt. 2017.
Í sagnaskemmtun sinni mun Gísli fjalla um nauðsyn þess að segja sögur og fer sagan um víðan völl allt frá Agli Skallagrímssyni til Hellismanna og Harðarhólma og allt þar á milli.
Miðasala verður á staðnum og léttar veitingar í boði á léttu verði og verzlunin að sjálfsögðu opin.