Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Jónshúsi í Kaupmannahöfn árið 2018
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.
Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður.
Afnotin eru endurgjaldslaus, en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 45.000.
...
Meira