A A A
30.09.2017 - 08:40 | Vestfirska forlagið,Jónshús í Kaupmannahöfn,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Alþingi

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Jónshúsi í Kaupmannahöfn árið 2018

Séð heim að Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
Séð heim að Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
« 1 af 2 »

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. 
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.


Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður.
Afnotin eru endurgjaldslaus, en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 45.000.


 

...
Meira
29.09.2017 - 17:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

29. sept­em­ber 1974 - Auður Eir tók prestsvígslu

Auður Eir Vil­hjálms­dótt­ir.  Ljósm.: Ó​laf­ur K. Magnús­son
Auður Eir Vil­hjálms­dótt­ir. Ljósm.: Ó​laf­ur K. Magnús­son
Auður Eir Vil­hjálms­dótt­ir tók prestsvígslu, fyrst ís­lenskra kvenna. 

Hún vígðist til Staðarprestakalls í Súg­andafirði. 

Rúm­um fjór­um árum síðar hlaut hún lög­mæta kosn­ingu, fyrst kvenna, í Kirkju­hvolsprestakalli í Rangár­valla­sýslu....
Meira
29.09.2017 - 06:43 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Jón Sigurðsson, 22 ára stúdent, hélt með skipi frá Hafnarfirði til Kaupmannahafnar þann 29. september 1833, þar sem hann bjó síðan. 

Skipið hreppti slæmt veður en kom að landi við vestanvert Jótland. 

Jón komst til Hafnar fyrir jól en fór ekki aftur til Íslands fyrr en tólf árum síðar, þegar endurreist Alþingi tók til starfa.


Morgunblaðið - Dagrar Íslands - Jónas Ragnarsson.

...
Meira
28.09.2017 - 06:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirskir listamenn - Samúel Jónsson

Samúel Jónsson. F. 15. september 1884 Mosdal Arnarfirði. D. 5. janúar 1969 á Patreksfirði. Öndvegisverk: Ljónagosbrunnurinn, Leifur heppni, Hugljómun altaristafla.
Samúel Jónsson. F. 15. september 1884 Mosdal Arnarfirði. D. 5. janúar 1969 á Patreksfirði. Öndvegisverk: Ljónagosbrunnurinn, Leifur heppni, Hugljómun altaristafla.
« 1 af 2 »
Hver dalur á sína sögu og sínar söguhetjur. Selárdalur í Arnarfirði er sannarlega þar á meðal ef ekki bara á topp tíu listanum yfir mestu sögudali landsins. Enda hafa þar gist margir höfðingjarnir og listamennirnir. Nægir að nefna klerkana Pál Björnsson einhvern lærðasta mann 17. aldar, Jón Þorláksson er einnig var skáld gott og kenndi sig við Bægisá og síðast en ekki síst galdraklerkinn Árum-Kára er sagt er frá í þjóðsögunum. 

Nútímamaðurinn tengir þó hinn merka sögudal við hinn einstaka einbúa Gísla á Uppsölum. Einn Seldæling til skal telja en það er alþýðulistamaðurinn Samúel Jónsson. Betur þekktur sem Listamaðurinn með barnshjartað. Með sínum litla ellistyrk reisti hann sannkallaða ævintýraveröld sem skákar öllum Disney löndum slíkir eru töfrarnir. Samúel var sannkallaður alþýðulistamaður, hann málaði, gerði styttur, gosbrunn já og svo byggði hann eitt stykki kirkju....
Meira
27.09.2017 - 20:01 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigtryggur Guðlaugsson

Sigtryggur Guðlaugsson (1862 - 1959).
Sigtryggur Guðlaugsson (1862 - 1959).
« 1 af 2 »
Sigtryggur fæddist á Þröm í Garðsárdal 27. september 1862, sonur Guðlaugs Jóhannessonar, bónda á Þröm, og k.h., Guðnýjar Jónasdóttur.

Guðlaugur var sonur Jóhannesar Bjarnasonar, bónda í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, og k.h., Halldóru Bjarnadóttur, en Guðný var dóttir Jónasar Bjarnasonar, bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.


Fyrri kona Sigtryggs var Ólöf Júlíana Sigtryggsdóttir en hún lést 1902. Seinni kona Sigtryggs var Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari og urðu synir þeirra þjóðþekktir, Hlynur veðurstofustjóri og Þröstur, skipherra í þorskastríðunum á áttunda áratugnum.

...
Meira
27.09.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason,Bergur Torfason

Sprengivísa Bergs Torfasonar

Frá hátíðarsprengingunni. Lengst til vinstri er Bergur Torfason og síðan fleiri Vestur-Ísfirðingar.
Frá hátíðarsprengingunni. Lengst til vinstri er Bergur Torfason og síðan fleiri Vestur-Ísfirðingar.
Fyrir tveimur vikum var stór dagur fyrir Vestfirðinga þegar fram fór opinber athöfn sem markaði upphaf að Dýrafjarðargöngum. 
Margir Vestfirðingar lögðu leið sína í Arnarfjörðinn til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Einn þeirra var Bergur Torfason, fyrrverandi bóndi að Felli í Dýrafirði. 

Hann fagnaði með þessari stöku: 

Hátíðarsprenging hér var gjörð, 
hola var boruð í móðurjörð, 
opnað sárið við Arnarfjörð, 
og út verður komið í Dýrafjörð....
Meira
26.09.2017 - 19:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Oddur Friðriksson rafvirkjameistari - Aldarminning

Oddur Friðriksson (1917 - 1990).
Oddur Friðriksson (1917 - 1990).
Minning: (Fá árinu 1990). Oddur Friðriksson rafvirkjameistari
Þann 1. febrúar sl. varð bráðkvaddur utan við hús sitt á Ísafirði Oddur Friðriksson, rafvirkjameistari og iðnskólakennari. Útför hans ferfram laugardaginn 10. febrúar. 
Oddur var meðal brautryðjenda á sviði rafvirkjunar á Vestfjörðum í hálfaöld, en á þeim tíma má segja, að hér sem víðar hafi rafiðnaður verið veigamikil undirstaða framfara, einkum í sjávarútvegi. Saga hans er saga íslensks alþýðumanns, sem þyrsti í að tileinka sér hina rómuðu, nýju tækni og tókst það með miklumágætum.

Minningarorð Björns Teitssonar á útfarardegi Odds Friðrikssonar 10. febrúar 1990....
Meira
26.09.2017 - 17:37 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Varðveitum örnefnin: - Hvar er Langavitleysa?

Langavitleysa. Horft upp á heiði að norðanverðu. Ljósm.: H. S.
Langavitleysa. Horft upp á heiði að norðanverðu. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Langavitleysa


Þegar áðurnefnd sameining sveitarfélaganna átti sér stað, var sveitarsjóður Auðkúluhrepps skrapaður innan og hver einasta króna sem fannst sett í vegasamgöngur. Jafn hátt framlag kom frá Vegagerðinni og Þingeyrarhreppi. Var þetta umtalsverð upphæð á þeirra tíma mælikvarða. 

Ýmsir erfiðir staðir innan sveitar og á aðliggjandi vegum voru lagfærðir, svo sem í Hrafnholum. Og vegurinn efst á Hrafnseyrarheiði var færður um set. Var það til mikilla bóta gagnvart snjómokstri og fleira. Af einhverjum ástæðum kallaði vinur okkar Hákon J. Sturluson, bóndi á Hjallkárseyri, þá framkvæmd Lönguvitleysu. Það skemmtilega nafn mun standa í náinni framtíð. 

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31