A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
06.10.2017 - 06:58 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).
Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).
Sig­valdi Hjálm­ars­son fædd­ist á Skeggja­stöðum í Bólstaðar­hlíðar­hreppi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu 6. október 1922. For­eldr­ar hans voru Hjálm­ar Jóns­son, bóndi á Fjós­um, og k.h., Ólöf Sig­valda­dótt­ir.

Sig­valdi missti móður sína er hann var þriggja ára og ólst upp eft­ir það hjá afa sín­um, Sig­valda Björns­syni, bónda á Skeggs­stöðum.

Eig­in­kona Sig­valda sem lést 2007 var Bjarney Hall­dóra Al­ex­and­ers­dótt­ir hús­freyja, frá Dynj­anda í Leiruf­irði, og eignuðust þau eina dótt­ur, Ólöfu Elfu Sig­valda­dótt­ur.

Sig­valdi lauk prófi frá Reyk­holts­skóla 1940 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1943. Hann sinnti kennslu og skóla­stjórn í Hvera­gerði næstu þrjú árin, kenndi einn vet­ur í Reykja­vík en varð þá blaðamaður við Alþýðublaðið, rit­stjórn­ar­full­trúi og frétta­stjóri þar með hlé­um á ár­un­um 1947-72. Þá var hann rit­stjóri Fálk­ans um skeið, rit­stýrði tíma­rit­inu Úrval, var eitt ár yf­ir­maður þýðing­ar­deild­ar Sjón­varps­ins, var blaðamaður við Vísi og frétta­rit­ari sænsku frétta­stof­unn­ar TT. Jafn­framt vann hann að fé­lags­mál­um blaðamanna og rit­höf­unda. Hann gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Alþýðuflokk­inn og sat m.a. í nefnd­um á veg­um hans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Á bernsku­heim­ili sínu kynnt­ist Sig­valdi bók­um um guðspeki, hreifst snemma af stefnu Guðspeki­fé­lags­ins, gekk í fé­lagið í Reykja­vík, var for­seti þess um ára­bil, rit­stjóri Ganglera, tíma­rits Guðspeki­fé­lags­ins, og starfaði þar óslitið til æviloka. Hann átti sæti í alls­herj­ar­ráði Guðspeki­fé­lags­ins og í stjórn Evr­ópu­sam­bands Guðspeki­fé­lags­ins. Hann stofnaði Hug­rækt­ar­skóla 1978 sem starfaði nán­ast meðan hann lifði.

Sig­valdi sendi frá sér ljóðabæk­ur, ferðap­istla og rit um hug­rækt, ind­verska heim­speki og dul­fræði.

Sig­valdi var lip­ur penni, bráðskemmti­leg­ur fyr­ir­les­ari, hressi­leg­ur og ljúf­ur í viðkynn­ingu og um­tals­fróm­ur.

 

Sig­valdi lést 17. apríl 1985.


Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi.

Eftir hann liggja alls níu bækur:

1. Eins og opinn gluggi, erindi um mystískt líf 1968, 

2. Eins konar þögn, ábendingar í hugrækt, 1973

3. Að horfa og hugsa, blaðagreinar, 1973

4. Tunglskin í trjánum, ferðaþættir frá Indland, 1974

5. Haf í dropa, þættir um yoga og austræna hugsun, 1976

6. Vatnaskil, ljóð, 1976

7. Að sjá örðuvísi, esseiar um mannlegt líf, 1979

8. Stefnumót við alheiminn, leiðbeiningar um esóteríska iðkun, 1982

9. Víðáttur, ljóð, 1984 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31