Einn góður úr 100 Vestfirskum gamansögum: - Rennifærið
Eitt sinn fyrir áratugum síðan var fjöldi flutningabíla á leið frá Ísafirði og suður. Björn Finnbogason frá Kirkjubæ í Skutilsfirði ók fremsta bílnum. Á leið niður brekkurnar á Hjallahálsinum, sem er á milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, var vegurinn flugháll og bíllinn hjá Bjössa Finnboga náttúrlega keðjulaus. Þarna hagar svo til, að vegurinn liggur í sneiðingum um hengiflug og margar afar krappar beygjur eru þarna einnig.
Á leiðinni niður misstu hjólbarðarnir gripið og byrjaði bíllinn að renna undan brekkunni. Bjössa, sem er afar laginn bílstjóri, tókst að stýra farartækinu á svigi og bruni niður allar beygjurnar. Rétt þegar hann var hólpinn kallaði einhver í bíl á eftir í talstöðina til hans og spurði um færðina niður brekkurnar.
Það stóð ekki á svari hjá Bjössa Finnboga:
Það er rennifæri hérna niður!
100 Vestfirskar gamansögur fara í dreifingu hjá forlaginu næstu daga.