A A A
  • 2001 - Ţorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
21.08.2017 - 07:09 | Vestfirska forlagiđ, Menntaskólinn á Ísafirđi, Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

Nýtt skólaár hafiđ viđ Menntaskálann á Ísafirđi

Hildur Halldórsdóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirđi, skálaáriđ 2017 - 2018. Ljósm.: Júlía Björnsdótir.
Hildur Halldórsdóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirđi, skálaáriđ 2017 - 2018. Ljósm.: Júlía Björnsdótir.
Nú er nýtt skólaár hafið en skólasetning fór fram á föstudaginn 18. ágúst sl.
Kennsla hefst í dag, mánudaginn 21. ágúst. 
Það var Hildur Halldórsdóttir skólameistari sem setti Menntaskólann á Ísafirðiskólann í 48. sinn. Auk hennar flutti Heiðrún Tryggvadóttir aðstoðarskólameistari nokkur orð og hljómsveitin Between Mountains, sem skipuð er nýnemunum Ásrós Helgu Guðmundsdóttur og Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur, flutti eitt lag.

Á þessu skólaári hefja 48 nýnemar nám við skólann en alls eru nemendur þessa haustönn 254. Fjarnámsnemar eru orðnir 114 og enn er verið að afgreiða umsóknir um fjarnám, en skólinn er eins og undanfarin ár í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni undir merkjum Fjarmenntaskólans. 

Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari, verður í námsleyfi þetta skólaár og mun Hildur Halldórsdóttir leysa hann af....
Meira
21.08.2017 - 07:04 | Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

Náttúrulistasalurinn Ísland: - Er eftir einhverju ađ bíđa?

Heita laugin á Dynjanda sem fáir vita um. Laugarhitinn er um 27 gráđur á C. Ţćr eru margar perlurnar bara á Vestfjörđum! Ljósm.: H. S.
Heita laugin á Dynjanda sem fáir vita um. Laugarhitinn er um 27 gráđur á C. Ţćr eru margar perlurnar bara á Vestfjörđum! Ljósm.: H. S.
Tillögur okkar hér fyrir vestan og margra fleiri um að láta erlenda ferðamenn greiða aðgangseyri að Náttúrulistasalnum Íslandi verða sífellt umhugsunarverðari. Með hverjum deginum sem líður. Fimm þúsund krónur á hvern fullorðinn ferðamann í komugjald til landsins er algjört lágmark. Í hvað skal nota þá fjármuni? Jú, til að greiða fyrir alls konar nauðsynlega þjónustu við ferðamanninn. Og til að forða því að landið fari í svað fyrir stjórnleysi.

Ferðamaðurinn sjálfur skilur þetta miklu betur en við, sbr. skoðanakannanir. Og hlær að okkur....
Meira
20.08.2017 - 10:17 | Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason, Vestfirska forlagiđ

Vestfirsku Alparnir:- Mörg örnefnin ţar eru hreint stórkosleg orđasmíđ!

Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur viđ Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur viđ Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

Fleiri en marga grunar hafa áhuga á íslenskum örnefnum. Það sýndi til dæmis sá mikli áhugi sem Þórhallur heitinn Vilmundarson prófessor tendraði og uppvakti hjá þjóðinni hér um árið. Þá hélt hann marga fyrirlestra í stærstu samkomuhúsum fyrir fullum sal um náttúrunafnakenningu sína. Troðfyllti Háskólabíó meira að segja nokkrum sinnum.


   Nú skulum við rifja upp til gamans nokkur náttúru- og bæjanöfn hér í Vestfirsku Ölpunum.


 Byrjum á mótum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna á Langanesi í Arnarfirði:


   Selamannagat, Gíslasker, Urðarhlíð, Dynjandi, Reynihlíð, Snjódalur, Breiðhilla, Fagureyri, Grelutóttir, Mýrarhús, Merargilsbreiða, Auðkúlubót, Tröllakiki, Gónir, Hlaðsbót, Krákudalur, Kaldbakur, Veturlandafjall, Skútabjörg, Stapi, Stapasund, Hrafnabjörg, Lokinhamrar, Tóargil, Fuglberg, Svalvogar, Svalvogahamar, Arnarnúpur. 

...
Meira
20.08.2017 - 10:04 | Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason, Vestfirska forlagiđ

Mynd dagsins úr vettvangsferđ: - Er nema von ađ menn séu agndofa?

Hér liggja hreppamörk Auđkúluhrepps og Ţingeyrarhrepps. Er nema von ađ slík náttúrusmíđ geri ţá orđvana sem aldir eru upp á malbiki? Ljósm.: H. S.
Hér liggja hreppamörk Auđkúluhrepps og Ţingeyrarhrepps. Er nema von ađ slík náttúrusmíđ geri ţá orđvana sem aldir eru upp á malbiki? Ljósm.: H. S.

Myndin var tekin í vettvangsferð nýlega þar sem mætast Þingeyrarhreppur og Auðkúluhreppur í Arnarfirði.


Í Kjartansbók, bls. 7, segir svo:


   „Öll norðurströnd Arnarfjarðar var í Auðkúluhreppi en mörkin milli hans og Þingeyrarhrepps voru við Litlabarð á Svalvogahlíð og „sjónhending þaðan í strengberg milli Hvamms og Tóar.“ 

...
Meira

Fleiri fréttir

11.08.2017 - 07:44 | Ađsendar greinar - Bjarni Georg Einarsson, Guđmundur Ingvarsson, Hallgrímur Sveinsson

Vegagerđ á Vestfjörđum: - Mörg afrek voru unnin en eyđilögđu brautryđjendurnir landiđ?

Upp úr síðari heimsstyrjöld hófst uppbygging nútíma vegakerfis á Vestfjörðum. Þá komu til sögunnar þeirra tíma nýtísku vélar, jarðýtur, vörubílar, gröfur og nefndu það bara. Flestar ættaðar frá Bandaríkjunum. En það var ekki nóg að eignast vélar og tæki. Það þurfti menn til að stjórna þessum græjum. Og menn sem lögðu á ráðin og kunnu að leiðbeina svo vel færi. Þessir menn voru brautryðjendur. Á ótrúlega skömmum tíma ruddu þeir brautir svo til að hverjum einasta bæ á Vestfjörðum. Það var torsótt vegagerð, mold, grjót og sandur í bland. 

Mörg afrek voru þar unnin í þjóðarþágu. Þeir fóru yfir mela og móa, ár og læki, fjallahlíðar og grundir, eftir fjörum og yfir firði, yfir fjöll, yfir skriður og fyrir nes. Og jafnvel í gegnum vestfirska skóga og kjörr. Þetta voru snillingar sem lögðu hönd á þennan plóg. En eyðilögðu þessir brautryðjendur landið?


Án vega hefðu Vestfirðir verið óbyggilegir

...
Meira

Fleiri greinar


« Ágúst »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör