A A A
11.12.2019 - 13:08 | Vestfirska forlagiš

Nż bók aš vestan: Žegar afi hętti viš aš deyja

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þegar afi hætti við að deyja eftir Ásgeir Hvítaskáld með myndskreytingum eftir Nínu Ivanovu. Þegar afi hætti við að deyja er sagan af honum Tóta litla en bókin er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem margir segja að sé ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir unga sem aldna, líkt og allar góðar barnabækur! 

Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins. Hann skrifaði mikið í Moggann frá Danmörku á sínum tíma. Greinar hans vöktu þá athygli fyrir skemmtilega frásgnargáfu. Nína Ivanova hefur getið sér gott orð fyrir verk sín en hún er grafískur hönnuður og listakona. 

09.12.2019 - 15:18 |

Jólatréš tendraš į Žingeyri

Tendrun jólatrésins fór fram hér á Þingeyri í gær sunnudaginn 8. desember. Fulltrúi Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, setti athöfnina og venju samkvæmt sungu leikskólabörnin frá leikskólanum Laufási af krafti eftir að hafa talið niður í ljósatendrun trésins. Tréð skartaði sínu fegursta í froststillu gærdagsins og gestir og gangandi yljuðu sér við heitt súkkulaði, kleinur og piparkökur í boði Foreldrafélags Laufáss. Jólasveinarnir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta eins og þeirra er von og vísa þegar skemmtanahald í desember er annars vegar og skemmtu krökkunum með söng, gleði og svolitlu gotteríi.
09.12.2019 - 14:45 | Vestfirska forlagiš

Nż bók af léttara taginu frį forlaginu viš yzta haf

Gaman aš vestan - Auškśluhreppur
Gaman aš vestan - Auškśluhreppur

Vestfirska forlagið hefur nú gefið út bókina Gamanmál að vestan, Auðkúluhreppur. Er það stefnubreyting í gamanmálum hjá forlaginu að raða þeim niður eftir hreppum. Auðvitað er byrjað í Auðkúluhreppi, en hann er víst að verða einn aðal hreppurinn hér vestra segja gárungarnir. Þetta eru gamansögur, langar og stuttar, sem flestar hafa birst einhverntíma áður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. Sumar þeirra mjög snjallar. Aðrar svona la-la eins og unga fólkið segir. En þar verður hver að dæma fyrir sig. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps og Búnaðarfélag Auðkúluhrepps koma hér mikið við sögu.


   Að fara með gamanmál öðru hvoru finnst mörgum, bæði lífs og liðnum, bráðnauðsynlegt. Eftirfarandi sögn úr bókinni getur verið til vitnis um það.

...
Meira
05.12.2019 - 11:04 |

Frį hreppsnefnd Auškśluhrepps: Bjössi į Ósi skipašur fulltrśi hreppsins į Dynjanda og Dżrafjaršargöngum

Texti meš mynd: Bjössi į Ósi kankvķs į svip staddur ķ Sęluborginni sem hann kallar svo. Nįnar tiltekiš ķ Costco ķ Garšabę.
Texti meš mynd: Bjössi į Ósi kankvķs į svip staddur ķ Sęluborginni sem hann kallar svo. Nįnar tiltekiš ķ Costco ķ Garšabę.
Hreppsnefnd Auðkúluhrepps kom saman til fundar í Hokinsdal í fyrradag kl. 14:00. Nefndin leggur nefnilega áherslu á að halda fundi sína sem víðast í hreppnum til að gæta meðalhófs. Hokinsdalur er sem kunnugt er vestasti eða jafnvel syðsti bærinn í Auðkúluhreppi. Fer það allt eftir því hvernig menn líta á kortið.
     Margt var rætt á fundinum. Og það var ekki bara röflað heldur voru teknar ákvarðanir og samþykktar harðar ályktanir. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps er nefnilega þekkt að því að vera ekki verkfælin. Svo kemur í ljós á hverjum tíma hvernig úr spilast á vettvangi og í fjölmiðlum. Jæja....
Meira

Fleiri fréttir

13.11.2019 - 14:59 | Ašsendar greinar -

Styrkleiki spyr ekki um aldur!

Komdu að skemmta þér í eina klukkustund meðan þú styrkist!
Boðið verður upp á styrktar- og þolþjálfun í Íþróttahúsinu á Þingeyri á miðvikudögum kl. 17 – 18 og á laugardögum kl. 14 – 15 í 5 vikur. Námskeiðið kostar 5.000 kr. og kennari er Elena sem kemur frá Ísafirði.


Við byrjum laugardaginn 16. nóvember og verðum í 5 vikur fram til jóla.


Markhópurinn er 60+ en allir eru velkomnir og svo er miklu skemmtilegra að vera saman í hóp!


Markmið æfinganna er ekki að lyfta bíl (en hver veit, kannski muntu geta það eftir nokkra mánuði!) Heldur að þú getir verið ungur og heilbrigður á líkama og sál. Markmiðið er að vera sjálfstæð/ur, bera eigin matvöru eða fara í göngutúra og leika við börnin þín og barnabörn.

...
Meira

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31