A A A
  • 1981 - Lína Ţóra Friđbertsdóttir
16.11.2017 - 07:41 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).
Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).
Í dag, 16. nóvember 2017, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 210 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal, son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.

Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.


Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.

...
Meira
15.11.2017 - 06:51 | Vestfirska forlagiđ, Sigríđur J. Valdimarsdóttir, Hollvinir Núpsskóla, Hallgrímur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

-NÚPSSKÓLI Í DÝRAFIRĐI- UNGMENNA OG HÉRAĐSSKÓLI 1907-1992

Bók með þessu nafni kom út síðastliðið sumar, 110 árum eftir upphaf skólans. Hollvinir Núpsskóla gáfu út. Bókinni hefur nú verið dreift til áskrifenda. 
Í bókinn er rakinn aðdragandi og aðstæður stofnunar Núpsskóla í samhengi við aðra framvindu og stofnun annnarra alþýðskóla 19. og 20. aldar. Rakin er aðkoma frumkvöðlanna, sérstaklega sr. Sigtryggs Guðlaugssonar, Sigurðar Þórólfssonar, Guðmundar Hjaltasonar, Jónasar Jónssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. 
Saga Núpsskóla er sögð eftir tíð hvers skólastjóra og ytri aðstæðum í löggjöf og fræðslumálum almennt. Aðalhöfundur er Aðalsteinn Eiríksson en meðhöfundar kennara- og nemendatals eru Pétur Garðarsson og Ásta Valdimarsdóttir. Allmargar myndir og talnaefni og varðveitt skólaspjöld eru birt í bókinni. 
Bókin er hönnuð og prentuð í Prentmet ehf. , 424 blaðsíður í stóru broti (21x29 cm) og kostar kr. 14.000. Upplagið er 500 eintök. 

...
Meira
14.11.2017 - 20:52 | bb.is, Björn Ingi Bjarnason, Hallgrímur Sveinsson, Vegagerđin, Vestfirska forlagiđ

Dýrafjarđargöng orđin rúmlega 450 metrar

Þokkalegur gangur var í greftri Dýrafjarðarganga í síðustu viku (viku 45). Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru grafnir 53,8 metrar og að auki unnið við gröft á útskoti sem verður notað sem sandgeymsla. Í lok vikunnar voru göngin orðin 453,9 metrar að lengd.


Unnið við uppsetningu á gámaverkstæði sem Suðurverk mun nota og einnig haldið áfram við að innrétta skrifstofur við munna og tengja vatn og frárennsli. Vírar strengdir frá sementssílóum og í steypt ankeri til að stífa sílóin af.

...
Meira
14.11.2017 - 07:01 | Björn Ingi Bjarnason, Hallgrímur Sveinsson, ruv.is, Vestfirska forlagiđ

Magnús Ţór ráđinn framkvćmdastjóri ţingflokks

Magnús Ţór Hafsteinsson.
Magnús Ţór Hafsteinsson.
« 1 af 2 »

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Magnús sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og leiddi lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar fyrir rúmum tveimur vikum. Hann náði ekki kjöri.


Flokkur fólksins greinir frá ráðningunni á Facebook og segir að Magnús muni starfa náið með þingflokknum. Áður hafði Ólafur Ísleifsson verið kosið formaður þingflokksins. Jafnframt frá því í Facebook-færslunni að flokkurinn hafi fengið úthlutað þingflokksherbergi en skrifstofum verði hins vegar ekki úthlutað fyrr en ljóst verði hvaða flokkar myndi ríkisstjórn.

...
Meira

Fleiri fréttir

06.11.2017 - 06:53 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.

Kafli úr bókinni -Allt ţetta fólk Ţormóđsslysiđ 18. febrúar 1943-

Ţormóđur leggur upp í sína örlagaríku för frá Bíldudal. Teikning: Jóhann Jónsson.
Ţormóđur leggur upp í sína örlagaríku för frá Bíldudal. Teikning: Jóhann Jónsson.

Ótíðindin


Á Bíldudal fréttist ekkert af ferðum Þormóðs. Á fimmtudaginn var símalínunni vestur lokað. Þá voru liðnir fjórir dagar frá því skipið hélt frá Bíldudal. Menn vissu af viðkomu á Patreksfirði og þá hefði skipið átt að vera komið til Reykjavíkur á miðvikudagsnóttina. Á fimmtudag er ýmis kvittur á kreiki. Valdimar Bjarnason í Sælundi er sagður hafa getað hlustað á bátabylgjuna í útvarpi sínu sem þó var ekki algengt og heyrt samskipti við Þormóð og af þeim ráðið að skipið hafi lent í sjávarháska. Enginn veit þó neitt með vissu en ótta hefur sett að öllum.


Það er ekki fyrr en á föstudeginum að sr. Jón Kr. Ísfeld þá sóknarprestur á Hrafnseyri kemur með báti yfir fjörð að það rennur upp fyrir fólki að ástvinir þeirra, einhverra að minnsta kosti, hefðu farist með Þormóði.


Páll Hannesson (sonur Sigríðar og Hannesar Stephensen) fékk það verkefni að hlutast til um að ótíðindin bærust með settum hætti. Hann hringdi í sr. Jón og tók á móti honum. Hann hafði þá útvegað honum fylgdarmann, Ásmund Jónasson, hinn afa minn, sem öllum var kunnugur. Þennan dag fékk sr. Jón á honum  mikið traust eins og fleiri.

...
Meira

Fleiri greinar


« Nóvember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör