A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
29.05.2017 - 07:45 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Björn Ingi Bjarnason

100 ár frá fćđingu John F. Kennedy • Nćstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

John F. Kennedy (1917 - 1963).
John F. Kennedy (1917 - 1963).
Í dag, 29. maí 2017,  eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kenn­e­dy sem gegndi embætti for­seta Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1961-1963. Kenn­e­dy var kjör­inn 35. for­seti Banda­ríkj­anna og varð um leið næstyngsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna þegar hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­an­um Rich­ard M. Nixon. 

Áður hafði Kenn­e­dy setið í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Massachusetts-rík­is. Þrátt fyr­ir að skil­greina sig sem demó­krata var eitt helsta stefnu­mál hans lækk­un skatta. Hann taldi að með skatta­lækk­un­um mætti örva hag­vöxt....
Meira
28.05.2017 - 20:36 | Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Hugsađ í fjárhúsunum: - Er Ómar Ţ. Ragnarsson fjölhćfasti Íslendingur fyrr og síđar?

Ómar Ţ. Ragnarsson.
Ómar Ţ. Ragnarsson.
Um daginn vorum við að nefna Hemma Gunn. Að hann væri meistari sjónvarpsviðtalsins innanhúss eða í setti sem kallað er. Hitt fer svo varla á milli mála að meistari vettvangsviðtala í íslensku sjónvarpi er auðvitað vinur hans, Ómar Þ. Ragnarsson.
 
Þessir félagar báðir hafa hitt íslenska þjóðarsál beint í hjartastað. Hvor á sinn hátt, en þó merkilega líkir karakterar að mörgu leyti. Hemmi, sjónvarpsstjarnan, en auk þess ógleymanlegur íþróttamaður. Ómar, frétta-og sjónvarpsstjarnan, en einnig slíkur baráttumaður fyrir Ísland, að vel má kalla einsdæmi. 

...
Meira
28.05.2017 - 06:50 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)
Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)
Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.

...
Meira
27.05.2017 - 20:33 | Björn Ingi Bjarnason, Vestfirska forlagiđ, Vesturland

30 Vestfjarđabátar á síld 1965

Framnes ÍS 608. Ljósm.: Halldór J. Egilsson.
Framnes ÍS 608. Ljósm.: Halldór J. Egilsson.

Í sumar munu 30 Vestfjarðabátar stunda síldveiðar á miðunum fyrir Norður- og Austurlandi, og er það heldur færra en í fyrra. Nokkrir af minni bátunum, sem gerðir voru út á síld í fyrra, verða nú ýmist á huma r eða línu.


Allmargir vestfirzku bátanna eru þegar komnir á miðin og hafa þegar fengið nokkurn afla, t.d. Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Friðbertsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjartur Kristján 1S 280.


Hér fer á eftir skrá um vestfirzku síldarbátana og skipstjóra þeirra:

...
Meira

Fleiri fréttir

17.05.2017 - 16:40 | Ađsendar greinar - Bjarni Georg Einarsson, Guđmundur Ingvarsson, Hallgrímur Sveinsson

Á útgerđarađallinn ađ ráđa ţví hvar lífvćnlegar sjávarbyggđir skuli stađsettar á Íslandi?

Ný byggðastefna verður ekki mörkuð án þess að hafa það að leiðarljósi að ein meginforsenda lífvænlegrar byggðar er arðsamur sjávarútvegur og skilvirkur og frjáls landbúnaður.“


   Hvaða spekingur skildi nú skrifa svona fallegan texta? Þetta er ekki fært í letur hér fyrir vestan, heldur í sjálfri Reykjavíkinni! Það er Óli Björn Kárason, þáv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og núv. þingmaður, sem tók svo til orða í Morgunblaðinu 9. júlí 2014.


   Svo við höldum okkur við sjávarsíðuna, þá var sú tíð að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru staðsett á Vestfjörðum. Þar búa einhverjir harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til fengsælla miða. Fiskurinn meira að segja oft uppi í kálgörðum þeirra þessi árin. Samt er það liður í hinum arðsama sjávarútvegi dagsins að hætta útgerð og fiskvinnslu að mestu hér fyrir vestan. En að því hefur verið stefnt leynt og ljóst sem kunnugt er. Svo talað sé tæpitungulaust: Það hefur beinlínis verið liður í atvinnustefnu stjórnvalda næstliðna áratugi að leggja niður sjávarútveg á Vestfjörðum. Það er að sjálfsögðu ný byggðastefna. Hvort hún hefur stuðlað að lífvænlegri byggð í landinu er aftur önnur saga.

...
Meira

Fleiri greinar


« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör