A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
16.10.2017 - 19:28 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

DÝRAFJARÐARGÖNGIN ORÐIN 250 METRAR

« 1 af 2 »

Það er blússandi gangur í Dýrafjarðargöngum og starfsmenn Suðurverks og Metrostav eru komnir 250 m inn í fjallgarðinn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Í síðustu viku voru grafnir 73,1 metrar og hraðinn eykst með hverri viku eins og sést á meðfylgjandi mynd hér að neðan. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er berg allgott og nokkuð af vatni hefur verið að koma úr berginu undanfarið, en magnið hefur ekki verið mælt.


Myndin sem fylgir fréttinni er tekin úr hlíðinni fyrir ofan Mjólkárvirkjun og er af vinnusvæðinu, verkstæði á miðri mynd og skrifstofa efst.  Ofarlega til vinstri sést haugsvæði, þar er nú sett betra  efnið sem kemur úr göngunum til síðari nota en verra efnið fer beint út í fyllingu. Mikilvægt er að flokka efnið á þennan hátt til að nýta það sem best.

...
Meira
16.10.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

Pétur Pétursson (1918 - 2007).
Pétur Pétursson (1918 - 2007).

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.


Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.


Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.


Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.


Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.


Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns.

...
Meira
15.10.2017 - 20:43 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Samfylkingin á siglingu

« 1 af 3 »

*X-S mælist með um þrefalt kjörfylgi og myndi bæta við sig átta þingmönnum


*VG enn stærsti flokkurinn


*Framsókn og Sjálfstæðisflokkur standa í stað


 Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú mun meira en það var fyrir viku og hefur tvöfaldast á tveimur vikum. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 9.-12. október. 

Nú mælist flokkurinn með 15,3% fylgi og 11 þingmenn, sem er umtalsvert meira en það fylgi sem flokkurinn fékk í þingkosningunum í fyrra þegar hann fékk 5,7% og þrjá þingmenn kjörna. 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist enn stærsti flokkur landsins með 27,4% fylgi og 19 þingmenn og Sjálfstæðisflokkur er næststærstur með 22,6% og 16 þingmenn. 

...
Meira
14.10.2017 - 20:55 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Egill Ólafsson

Egill Ólafsson (1925 - 1999)
Egill Ólafsson (1925 - 1999)
Egill Ólafsson fæddist á Hnjóti við Örlygshöfn 14. október 1925. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon frá Örlygshöfn, bóndi þar, og k.h., Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá, ljósmóðir í Rauðasandshreppi.

Eiginkona Egils var Ragnheiður Magnúsdóttir, húsfreyja og bóndi, frá Flatey á Breiðafirði, en hún lést 2001.


Synir þeirra: Ólafur, f. 1954; Egill Steinar, f. 1955, d. 1969; Kristinn Þór, f. 1958, og Gunnar, f. 1962. Fyrir átti Ragnheiður Magnús Jónsson, f. 1947.


Egill bjó á Hnjóti alla tíð. Hann var vinsæll og vinmargur, frumkvöðull í ræktun og búskap, gestrisinn og framfarasinnaður.


Egill var landgræðsluvörður Landgræðslunnar í Vestur-Barðastrandarsýslu á fjórða áratug, gegndi því starfi af miklum dugnaði og stöðvaði m.a. sandfok við Sauðlauksdal og Patreksfjarðarflugvöll.


Egils verður þó að öllum líkindum lengst minnst fyrir elju sína við björgun menningarverðmæta.

...
Meira
14.10.2017 - 20:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Land­náms­setrið Borgarnesi,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Auður djúpúðga – sagan öll, - á Sögulofti - frumsýning

Vilborg Davíðsdóttir.
Vilborg Davíðsdóttir.
« 1 af 2 »
Auður djú­púðga – sag­an öll, nefn­ist ný sýn­ing úr smiðju Vil­borg­ar Davíðsdótt­ur sem verið er að frum­sýna á Sögu­loft­inu í Land­náms­setrinu í Borgarnesi í kvöld, laugardagskvöldið 14. október og er uppselt á sýninguna. 

Þar fer Vil­borg með áhorf­end­ur í ferðalag um slóðir Auðar á Bret­lands­eyj­um og seg­ir frá æv­in­týra­leg­um flótta henn­ar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands með sjö son­ar­börn sín. 

Sam­an við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi flétt­ast at­b­urður sem markaði upp­haf land­náms­ins blóði. Sýnt verður fram í nóv­em­ber....
Meira
13.10.2017 - 18:13 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.


Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.


Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

...
Meira
12.10.2017 - 18:52 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Jakob Ágúst Hjálmarsson

Allt þetta fólk - kynning

Á morgun kemur út hjá Vestfirska forlaginu bókin Allt þetta fólk - Þormóðsslysið 18. febrúar 1943, þar sem 31 manneskja fórst, flest frá Bíldudal. Það slys sló alla þjóðina óhug og harmi og umfjöllun um það fyllti öll blöð langan tíma á eftir og olli ofan á allt stjórnmáldeilum.


Landsmenn fundu til ríkrar samúðar og á opinberum vettvangi voru minningarstundir. Í Dómkirkjunni var minningarstund yfir kistum fimm skipverja sem þá höfðu fundist.


Höfundur bókarinnar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fylgir bókinni úr hlaði og les úr henni í Bíldudalskirkju laugardag 14. október kl 13.30, í Ísafjarðarkirkju  sunnudag 15. október eftir messu og Dómkirkjunni kl. 16 á  miðvikudaginn 18. október.

...
Meira
12.10.2017 - 06:30 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005 Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.
Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005 Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.
« 1 af 3 »

Páll Ísólfsson (f. 12. október 1893 – d. 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.


Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.


Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.


Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.


Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.


Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28