A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.10.2017 - 09:28 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Finn sterka samkennd með Auði

Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir hef­ur lokið við sögu Auðar djú­púðgu. %u2014 Morg­un­blaðið/%u200BEggert
Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir hef­ur lokið við sögu Auðar djú­púðgu. %u2014 Morg­un­blaðið/%u200BEggert
Þríleik Vil­borg­ar Davíðsdótt­ur um Auði djú­púðgu Ket­ils­dótt­ur lýk­ur með Blóðugri jörð. Hún seg­ist skilja Auði bet­ur í dag en þegar hún byrjaði á fyrstu bók­inni, enda hafi hún fengið að kynn­ast því hvernig er að missa og missa og missa. 

Með bók­inni Blóðug jörð, sem kem­ur út næst­kom­andi fimmtu­dag, lýk­ur þríleik Vil­borg­ar Davíðsdótt­ur um Auði djú­púðgu Ket­ils­dótt­ur, sem nam land í Döl­um við Breiðafjörð und­ir lok ní­undu ald­ar. Áður voru komn­ar bæk­urn­ar Auður, sem kom út 2009, og Vígroði, sem kom út 2012.

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að Vígroði kom út hef­ur ým­is­legt gengið á lífi Vil­borg­ar, eins og hún rak í bók­inni Ástin, drek­inn og dauðinn sem kom út 2015, en hún gegndi líka starfi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar í rit­list við Há­skóla Íslands eitt miss­eri, þar sem hún vann með rit­list­ar­nem­um.

Spurð um það starf seg­ist Vil­borg aldrei hafa lært rit­list, og hlær við, „en ég lærði gríðarlega mikið á því að kenna hana og það rann upp fyr­ir mér að ég var búin að til­einka mér eitt og annað í gegn­um tíðina sem ég vissi ekki að ég kynni.“

Hún seg­ist hafa lagt áherslu á það í kennsl­unni hve mik­il­vægt það sé að beita sig sjálf­saga og gera vinnu­áætlun, nokkuð sem komið hef­ur að góðum not­um í henn­ar eig­in skrif­um.

- Bæk­urn­ar þrjár af Auði rekja sögu henn­ar frá æsku­ár­um í Nor­egi og til þess að hún reis­ir sér skála í Hvammi í Hvamms­firði og maður sér per­són­una breyt­ast og þrosk­ast eft­ir því sem yfir hana dyn­ur. Í fyrstu bók­un­um fannst mér auðvelt að bera virðingu fyr­ir Auði, en það var ekki fyrr en í Blóðugri jörð að mér fór að þykja vænt um hana.

„Já, hún er svo­lítið hörð, en hún verður mild­ari og dýpri. Þegar maður horf­ir á það sem til er um hana í heim­ild­um birt­ist mynd af mann­eskju sem er gríðarlega sjálf­stæð og sker sig úr fjöld­an­um að því leyti. Þetta er á tím­um þegar kon­ur voru eign karl­manna fjöl­skyld­unn­ar; föður­ins, eig­in­manns­ins eða son­ar­ins, ef eig­inmaður­inn féll frá og son­ur­inn var orðinn sex­tán ára. Þetta er ekki ólíkt því sem við sjá­um í Sádi-Ar­ab­íu í dag þar sem kon­urn­ar gera það sem þeim er sagt og helsta hlut­verk þeirra er að ala börn. Auður stend­ur svo upp úr þessu fyr­ir svo margt, hún fer sjálf fyr­ir eig­in leiðangri, læt­ur sjálf smíða skip og held­ur utan um barna­hóp­inn og tek­ur karl­manns­hlut­verkið.“

- Hún tek­ur sér það hlut­verk og eins og sagt hef­ur verið um kon­ur sem vilja ná ár­angri enn þann dag í dag: Þær þurfa að vera að minnsta kosti tvö­falt betri en karl­arn­ir til að standa jafn­fæt­is þeim.

„Hún er alltaf að spyrna á móti í gegn­um alla sög­una, það eru alltaf að koma karl­ar sem vilja taka við for­ræðinu.

Í bók­inni er ég líka að nýta eig­in reynslu af sorg og áföll­um. Þessi kona er búin að missa allt þegar hún flýr frá Skotlandi, hún er flótta­kona sem er að flýja stríðástand í landi þar sem ör­yggið er ekk­ert, hún þarf að vernda börn­in og koma þeim í skjól.“

- Eins og þú seg­ir í til­eink­un bók­ar­inn­ar: „Bók­in er til­einkuð flótta­fólki á öll­um tím­um.“

„Mér finnst mik­il­vægt að hafa í huga að þessi þjóð verður ekki til vegna þess að hingað streymdu frjáls­ar hetj­ur sem þoldu ekki yf­ir­ráð ein­hvers frekju­goggs í Nor­egi held­ur kem­ur hingað fólk sem er að leita að betra lífi og það legg­ur allt und­ir, það legg­ur lífið und­ir að sigla hingað yfir hafið frá Bret­lands­eyj­um og frá Nor­egi. Þetta er gríðarlegt ferðalag á opn­um tré­báti þegar ekki eru til nein sigl­inga­tæki og við heyr­um aldrei um allt það fólk sem drukkaði á leiðinni hingað. Það hlýt­ur að hafa verið ör­vænt­ing sem rak fólk af stað.

Auði eru öll sund lokuð og hún verður að fara. Svo sker hún sig úr að því leyti að hún er krist­in í al­heiðnu sam­fé­lagi og ég get ekki ímyndað mér að son­ur henn­ar og eig­inmaður hafi verið sátt­ir við það. Heiðin menn­ing bygg­ist svo mikið á blóðfórn og þræla­haldi, sem við vilj­um svo gjarn­an horfa fram­hjá. Þræla­haldið var und­ir­staða þess að það væri hægt að erja jörðina þar sem manns­hönd­in hafði aldrei komið nærri, get­ur þú ímyndað þér hvað það þurfti mikið mannafl?“

- Land­náms­sag­an var blóðug og grimmi­leg harm­saga fyr­ir það fólk sem hingað var flutt nauðugt vilj­ugt.

„Þegar ég byrjaði á fyrstu bók­inni 2006 komst ég mjög fljót­lega á snoðir um Dún Breatann, Dumbart­on, árið 870 og þræl­ana sem þar voru tekn­ir og seld­ir á þræla­markaði í Dyfl­inni og síðan um þræla­upp­reisn­ina gegn Hjör­leifi Hróðmars­syni stuttu síðar. Í tíu ár hef ég verið að tengja sam­an þessa mynd og núna er mér al­veg hætt að finn­ast þetta vera skáld­skap­ur, mér finnst eins og þetta hljóti að hafa verið svona – fyrsti at­b­urður­inn sem ger­ist á Íslandi og lýst er í Land­námu er upp­reisn þræl­anna gegn hús­bænd­un­um og síðan eru þeir drepn­ir þannig að blóði er úthellt, bæði nor­rænna manna og kelt­neskra.

Það er skautað yfir þræla­haldið í sögu­kennsl­unni, en þegar maður hugs­ar um það sér maður hvað það þarf að beita fólk miklu of­beldi til að kúga það til að flýja ekki. Meðal ann­ars eru nöfn­in eru tek­in frá því – þræla­nöfn­in sem við sjá­um í Land­námu eru Kol­ur og Surt­ur og Svart­ur og Drafditt­ur, sá sem mok­ar skít­inn. Þræl­arn­ir eru svipt­ir öllu til að halda þeim föngn­um.“

- Ég geri mér það í hug­ar­lund að þegar þú byrjaðir að skrifa ævi­sögu Auðar hafi það verið vegna þess að þér fannst hún for­vitni­leg og spenn­andi, barst virðingu fyr­ir henni eins og henni var lýst. Hvernig líður þér svo í dag þegar þú hugs­ar til henn­ar að verk­inu loknu?

„Þú lýs­ir því ágæt­lega hvernig mér leið þegar ég byrjaði á bók­inni fyr­ir tíu árum, en þá var líf mitt líka allt öðru­vísi en það er í dag. Nú, öll­um þess­um árum síðar, eft­ir þann missi sem ég er búin að ganga í gegn­um, búin að missa föður, tengda­móður, mann­inn minn og litlu dótt­ur­dótt­ur mína, þá finn ég mjög sterka sam­kennd með Auði. Ég veit hvernig það er að missa og missa og missa, en þurfa samt alltaf að standa í fæt­urna og halda áfram. Það er ekk­ert annað í boði. Þú verður að hugsa um börn­in, það kem­ur núm­er eitt, þínar til­finn­ing­ar verða að fara til hliðar í bili og svo græt­urðu bara á kvöld­in og á morgn­ana, lýk­ur því af og geng­ur svo í verk­in.“

Morgunblaðið sunnudaginn 8. október 2017.

Árni Matth­ías­son arnim@mbl.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31