A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
10.10.2017 - 20:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ný bók að vestan: - 100 Vestfirskar gamansögur

Já, nei, sko, sjáðu til, væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!"

   Sá sem svo mælti fyrir nokkrum árum var enginn annar en þáverandi sóknarherra til Vatnsfjarðaþinga, síra Baldur sálugi Vilhelmsson í Vatnsfirði. Óvíst er hvort stórum vanda íslenska heilbrigðiskerfisins í dag hafi verið lýst betur í jafn fáum orðum. Hvort sá vandi sé íhaldinu að kenna er svo önnur saga!

    Kemur þetta fram í ritgerð  í nýrri bók frá Vestfirska forlaginu, 100 Vestfirskar gamansögur. Bókin sú er farin í dreifingu um land allt. Segja má að bæði gaman og alvara sé uppistaðan í hinum mikla sagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Og skal nú rétt einu sinni vitnað í skipherrann okkar, Eirík Kristófersson, frá Brekkuvelli á Barðaströnd:

   „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ 


Ný bók að vestan: - 100 Vestfirskar gamansögur


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31