A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
07.10.2017 - 06:53 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

« 1 af 2 »

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar þriðjungi þing­manna sinna sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 2. til 4. októ­ber. Flokk­ur­inn nýt­ur nú stuðnings tæp­lega 21% kjós­enda og fengi 14 þing­menn kjörna í stað 21.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er lang­stærsti flokk­ur­inn. Nýt­ur hún stuðnings 28,2% kjós­enda, sem gef­ur 20 þing­menn. Þetta er veru­leg fylgisaukn­ing frá kosn­ing­un­um 2016 þegar flokk­ur­inn fékk tæp 16% at­kvæða og 10 þing­menn. Fylgi flokks­ins hef­ur þó lít­il­lega dalað frá síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.

 

Þá sæt­ir það tíðind­um í könn­un­inni að Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig tals­verðu fylgi og er orðin þriðji stærsti flokk­ur­inn. Fengi hún um 11% at­kvæða og sjö þing­menn, en hún hef­ur nú aðeins þrjá menn á þingi og fékk 7,5% at­kvæða í kosn­ing­un­um í fyrra.

Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur­inn og Pírat­ar eru nán­ast jafn stór­ir með um 9% fylgi og fengju hver sex þing­menn kjörna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31