20.08.2008 - 01:01 | skutull.is
Dýrafjarðargöng eða Álftafjarðargöng?
Enn á ný hafa komið fram raddir um breytingu á áherslum í samgöngumálum Vestfjarða. Í Svæðisútvarpi Vestfjarða var haft eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra að þrýst væri á hann um að fresta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjaðrar og flýta í staðinn gangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Á síðasta ári var hinsvegar samþykkt í ríkisstjórn að flýta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012 í stað 2014. Ný samgönguáætlun verður til umræðu á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 5.-6. september næstkomandi, þar sem samgönguráðherra mun halda ávarp.
...
Meira
...
Meira