14.08.2008 - 23:15 | Tilkynning
Afhjúpun og gróðursetning
Föstudaginn 15. ágúst munu fulltrúar af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Edenborgarhúsinu á Ísafirði og fulltrúar frá Toyota á Íslandi koma saman í skógræktarreit Toyota á Söndum í Dýrafirði, sem gróðursett var í af tilefni 25 ára afmælis Toyota umboðsins árið 1990. Afhjúpað verður merki Toyota á Íslandi og verða af því tilefni gróðursettar eitthundrað skógarplöntur sem eru gjöf Toyota umboðssins til Skógræktarfélags Dýrafjarðar. Einnig munu forsvarsmenn Toyota afhenda skógræktarfélaginu aðrar veglegar gjafir. Athöfnin hefst um kl. 14.30.
Allir eru velkomnir!
Allir eru velkomnir!
Stjórn Skógræktarfélags Dýrafjarðar.