19.08.2008 - 23:09 | bb.is
Sumarhátíð eldri borgara að Núpi
Sumarhátíð eldri borgara á Vestfjörðum verður haldin að Núpi við Dýrafjörð á laugardag. Dagskráin hefst klukkan 19 með kvöldverði. Harmonikkuleikari verður á staðnum, þannig að hægt verður að fá sér snúning. Halldór Hermannsson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði, segir þetta kjörinn vettvang fyrir eldri borgara til að koma saman og ræða málin. Hægt er að panta gistingu að Núpi fyrir þá sem þess óska.