16.09.2008 - 23:58 | bb.is
Gráhegri við Dýrafjarðarbrú
Gráhegri (Ardea cinerea) var við Dýrafjarðarbrú á dögunum. Að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vestfjarða eru gráhegrar tíðir vetrargestir á Íslandi og sjást alltaf fáeinir á Vestfjörðum á hverju ári. Gráhegri er útbreiddur varpfugl í Evrópu og hafa fundist merktir gráhegrar hér á landi, ættaðir frá Noregi. Gráhegri er aðallega fiskiæta og sjást þeir oft við vötn, læki og í fjöru.