A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
16.09.2008 - 23:58 | bb.is

Gráhegri við Dýrafjarðarbrú

Gráhegri við Syðridalsvatn. Mynd úr myndasafni Náttúrustofunnar.
Gráhegri við Syðridalsvatn. Mynd úr myndasafni Náttúrustofunnar.
Gráhegri (Ardea cinerea) var við Dýrafjarðarbrú á dögunum. Að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vestfjarða eru gráhegrar tíðir vetrargestir á Íslandi og sjást alltaf fáeinir á Vestfjörðum á hverju ári. Gráhegri er útbreiddur varpfugl í Evrópu og hafa fundist merktir gráhegrar hér á landi, ættaðir frá Noregi. Gráhegri er aðallega fiskiæta og sjást þeir oft við vötn, læki og í fjöru.
16.09.2008 - 23:55 | skutull.is

Vesturleiðin verður alltaf styttri

Vestfjarðavegur verður 50 km. styttri árið 2012, heldur en Djúpið og Arnkötludalur
Vestfjarðavegur verður 50 km. styttri árið 2012, heldur en Djúpið og Arnkötludalur
Með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og þverun Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu verður leiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um Vestfjarðaveg 407 kílómetrar. Leiðin frá Ísafirði um Djúpveg með nýju brúnni yfir Mjóafjörð og veginum um Arnkötludal frá Hólmavík í Reykhólasveit til Reykjavíkur verður hinsvegar 454 kílómetrar. Þannig verður Vesturleiðin stysta leiðin frá Ísafirði til Reykjavíkur....
Meira
08.09.2008 - 00:00 | bb.is

Allsherjarsmölun eftir þrjár vikur

Allsherjarsmölun í Ísafjarðarbæ fer fram helgina 27 - 28. september. Landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhús. Það eru tilmæli landbúnaðarnefndar til bænda og annarra fjáreigenda, að þeir sleppi ekki fé úr allsherjarsmölun í haga fyrr en eftir 10. október. Nefndin ræddi þá erfiðleika sem verða við framkvæmd fjallskila samhliða því að bæir fara úr ábúð. Sérstaklega á þetta við í Önundarfirði norðanverðum þar sem allir bæir eru orðnir fjárlausir. Nefndin heitir á alla fjáreigendur sem eiga fjárvon þar að koma að smölun þess. Þá bendir nefndin á að nauðsynlegt er að koma upp aðhaldi til að smala fé í á Hvilftarströnd....
Meira
Fyrirhuguð jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Mynd: vegagerdin.is
Fyrirhuguð jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Mynd: vegagerdin.is
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að fyrsta sprengjan við gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Hnífsdals hafi verið sprengd í gær. „Göngin munu marka mikil tímamót í samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum, auka öryggi vegfarenda og efla tengsl milli íbúa svæðisins. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir og áréttar þar með fyrri bókanir sínar sem og samþykktir Fjórðungsþings, að hið fyrsta verði hafist handa við gerð næstu jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Í því sambandi hvetur bæjarstjórn samgönguráðherra til að fylgja eftir vilja vestfirskra sveitarstjórnarmanna sem endurspeglast í samþykktum fjórðungsþings.
Vegakerfið á Vestfjörðum samkvæmt vegaáætlun til 2010.
Vegakerfið á Vestfjörðum samkvæmt vegaáætlun til 2010.
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga vill skipta Vestfjörðum í fjögur samgöngusvæði; Ísafjarðarsýslu, Strandasýslu, Reykhólahrepp og Vestur Barðastrandasýslu. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fram á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem hófst í dag. Nefndin leggur áherslu á þrjú meginatriði í eftirfarandi tímaröð: Tenging innan samgöngusvæða Vestfjarða, sem sagt vegi með bundnu slitlagi milli þéttbýlisstaða, inn á flugvelli og inn á ferjustæði. Tenging samgöngusvæða við þjóðvegakerfi landsins með uppbyggingu Vestfjarðavegar og vegar í Ísafjarðardjúpi. Tenging milli samgöngusvæða með vegi um Arnkötludal og göng milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar og göng áfram undir Dynjandisheiði....
Meira
04.09.2008 - 00:14 | bb.is

Enn fækkar fólki fyrir vestan

Íbúum Vestfjarða fækkaði um liðlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins.
Íbúum Vestfjarða fækkaði um liðlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins.
Íbúum Vestfjarða fækkaði um liðlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga. Þegar litið á á tölur um búferlaflutninga kemur í raun fátt á óvart hvað Vestfirði varðar. Fleiri flytja frá landshlutanum en til, rétt eins og á undaförnum árum. 297 fluttu frá Vestfjörðum fyrstu sex mánuði ársins, en til 253. Með öðrum orðum, 44 fleiri fluttu frá Vestfjörðum, en til. Til Reykhólahrepps fluttust fimm fleiri en fóru. Plústalan í Kaldraneneshreppi er fjórir og einn í Súðavík. 28 fleiri fluttu frá Ísafjarðarbæ en til, mínusinn er 11 í Bolungarvík, 16 í Strandabyggð, og í Vesturbyggð fækkaði um sex....
Meira
Frá Patreksfirði. Vesturbyggð skorar á samgönguráðherra að hvika ekki frá samþykktri samgöngustefnu Vestfjarða.
Frá Patreksfirði. Vesturbyggð skorar á samgönguráðherra að hvika ekki frá samþykktri samgöngustefnu Vestfjarða.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á samgönguráðherra að hvika ekki frá samþykktri samgöngustefnu Vestfirðinga sem samþykkt var að fylgja eftir á Fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 1997 og hefur verið staðfest á öllum fjórðungsþingum síðan. Samgöngustefnan fól í sér að leggja heilsársveg um Djúp og Arnkötludal inn á þjóðveg nr. 1 og heilsársveg um Barðastrandasýslu inn á þjóðveg nr. 1. Opna síðan heilsársveg milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með göngum milli Dýrafjarðar og V-Barðastrandasýslu....
Meira
Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennasti skóli Vestfjarða. Mynd: bb.is
Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennasti skóli Vestfjarða. Mynd: bb.is
Nemendum við grunnskóla Ísafjarðarbæjar hefur fjölgar lítillega frá skólaárinu 2006-2007. Þá voru 615 nemendur við skólana en í vetur eru 620 nemendur skráðir. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir talsins, Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennastur með 505 nemendur, þá kemur Grunnskólinn á Þingeyri með 47 nemendur. 40 nemendur eru við Grunnskólann á Suðureyri og 28 við Grunnskóla Önundarfjarðar. Nemendum fækkar við Grunnskólann á Þingeyri sem nemur 15 nemendum. Þá fjölgar nemendum um 20 í Grunnskólanum á Ísafirði og um þrjá bæði á Suðureyri og í Önundarfirði.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31