21.08.2008 - 00:43 | bb.is
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að umræða um breytta forgangsröðun í jarðgangagerð á Vestfjörðum komi honum á óvart, en líkt og sagt hefur verið frá sagði Kristján L. Möller, samgönguráðherra, nýlega að þrýst væri á sig að flýta gerð jarðganga á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, á kostnað jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. „Þetta er eins og þruma úr heiðskíru lofti", segir Halldór. „Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt á Vestfjörðum eftir viðtalið og það kannast enginn við að hafa rætt þetta við ráðherra með þessum hætti". Þá segir Halldór að heimildarmenn hans fullyrði að enginn í þeirra sveitarfélögum hafi þrýst á ráðherra um breytta forgangsröðun....
Meira