13.08.2008 - 23:19 | bb.is
Tónlistarveisla á Þingeyri
Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin á Þingeyri á laugardag þegar stórtónleikarnir Blús og ber verða haldnir í Félagsheimili Þingeyrar. Þar koma fram gítarleikarinn Björgvin Gíslason, trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson, bassaleikarinn Tómas Tómasson og söngkonan Margrét Guðrúnardóttir ásamt Bandinu hans pabba. Að sögn Soffíu Gústafsdóttur, skipuleggjanda tónleikanna, eru tónleikarnir í tilefni af yfirvofandi stofnun Þróunarfélagi Þingeyrar. „Félagið verður stofnað á næstunni en því verður ætlað að stuðla að ferðaþjónustu og atvinnusköpun á Þingeyri. Við stefnum einnig að því að vera með ýmsa skemmtilega viðburði sem þessa og því má segja að þetta sé örlítill forsmekkur fyrir næsta sumar þegar allt verður komið í gang. Við vonumst til að mynda skemmtilega stemningu í kringum þessa tónleika og að sem flestir sjái sér fært að mæta frá nágrannabæjunum, með því viljum við beina athyglinni aðeins að okkar fallega þorpi og gefa góðan byr í seglin fyrir það sem koma skal", segir Soffía....
Meira
Meira