A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
28.07.2008 - 23:34 | bb.is

Vel heppnað félagsmót Storms

Sigurvegarar í barnaflokki. Mynd: Stormur.
Sigurvegarar í barnaflokki. Mynd: Stormur.
Félagsmót hestamannafélagsins Storms fór fram á Söndum í Dýrafirði dagana 18. og 19. júlí og þótti það vel heppnað. Á föstudeginum fór fram forkeppni í öllum flokkum. Henni lauk ekki fyrr en um kl. 21:30 vegna fjölda keppenda. Af þeim sökum seinkaði kvöldvöku sem hefjast átti í reiðhöllinni kl. 20:30 til kl. 22:00. Það kom þó ekki að sök þar sem menn voru vel vakandi og kátir. Kvöldvakan hófst með glæsilegri töltsýningu og svo tók við keppni í fljúgandi skeiði þar sem knapar lögðu hesta sína á skeið í gengum reiðhöllina. Eftir glæsileg tilþrif stóð uppi sem sigurvegari hesturinn Vænting frá Bakkakoti og Sigurður V. Matthíasson....
Meira
22.07.2008 - 23:41 | bb.is

Brautarmet féllu í Vesturgötuhlaupinu

Martha Ernstdóttir, fyrir miðju, sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu á laugardag. Mynd: Guðmundur Guðnason.
Martha Ernstdóttir, fyrir miðju, sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu á laugardag. Mynd: Guðmundur Guðnason.
« 1 af 4 »
Martha Ernstdóttir sló sitt eigið brautarmet í Vesturgötuhlaupinu sem var haldið á laugardag. Hún kom í mark á tímanum 1:45:22 og bætti þar með fyrra met sitt um tæpar tvær mínútur sem hún setti árið 2006. Það er greinilegt að þindarleysi er í ættinni en brautarmet var einnig sett í hálfri Vesturgötu þar sem systurdóttir Mörthu, hin tólf ára gamla Aníta Hinriksdóttir, kom í mark á aðeins 52 mínútum og 28 sekúndum. Glæsilegt afrek og greinilegt að þar er efnileg íþróttakona á ferð. Í karlaflokki kom Sigurður Hansen fyrstu í mark í heilli Vesturgötu á tímanum 1:42:36 og Ellert Örn Erlingsson sigraði í hálfri Vesturgötu karla á tímanum 0:53:22....
Meira
17.07.2008 - 23:51 | bb.is

Vesturgatan hlaupin á laugardag

Hlaupaleiðin er stórbrotin og skemmtileg. Mynd: www.vesturgatan.net
Hlaupaleiðin er stórbrotin og skemmtileg. Mynd: www.vesturgatan.net
Hið árlega Vesturgötuhlaup fer fram á laugardaginn kemur, en í því er hlaupin hin stórbrotna leið fyrir Svalvoga, á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þetta er þriðja árið í röð sem hlaupið er haldið og stefnir í met þátttöku, en athygli vekur að mikill meirihluti þeirra sem búnir eru að skrá sig til leiks er utanbæjarfólk. Í heilli Vesturgötu er hlaupin 24 km leið frá Stapadal í Arnarfirði að Sveinseyri í Dýrafirði, en í hálfri Vesturgötu er hlaupin um 12 km leið frá Svalvogavita að Sveinseyri Fróðlegt verður að sjá hvort brautarmetið fellur í ár, en í heilli Vesturgötu er það Bandaríkjamaðurinn Leif Kohler sem á metið, 1:29:29 klst. Í kvennaflokki hefur Martha Ernstsdóttir hlaupið hraðast, 1:47:47 klst. Veðurspáin fyrir laugardaginn er afar góð svo að aðstæður ættu að vera hinar ákjósanlegustu, hvort sem fólk er að hugsa um að slá met eða bara njóta útsýnisins í stórbrotnu umhverfi....
Meira
17.07.2008 - 23:47 | bb.is

Hætta á að byggðarlög leggist í eyði

Hætta er á að byggð muni leggjast af á mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir.
Hætta er á að byggð muni leggjast af á mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir.
Hætta er á að byggð muni nánast leggjast af í mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar um byggðarlög þar sem fólksfækkun er viðvarandi. Könnunin heyrði undir þau sveitarfélög sem hafa lifað við viðvarandi fólksfækkun á tímabilinu 1996-2006 og var miðað við 15% fækkun íbúa eða meira. Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög, þar af sex á Vestfjörðum og þau þrjú sveitarfélög sem hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á fólksfækkun á landinu. Íbúum Árneshrepps fækkaði um 55,8% á tímabilinu 1991-2006 og er það mesta fækkun á fólki í sveitarfélagi á landinu. Taka verður þó tillit til þess að 49 einstaklingar eru með lögheimili í hreppnum. Nágrannar þeirra í Kaldrananeshreppi eru með aðra mestu fækkunina eða 42% á tímabilinu og íbúum Vesturbyggðar fækkaði um 37,2% sem var þriðja mesta fækkun í sveitarfélagi á landinu. Auk þeirra voru vestfirsku sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur í könnuninni, en að meðaltali fækkaði íbúum í þessum þremur byggðarlögum um 20,4%....
Meira
16.07.2008 - 23:53 | 123.is/stormur

Hestamannamót Storms 2008

Hestamannamót Storms 2008
Hestamannamót Storms 2008
Dagskrá.

Föstudagurinn 18.júlí:
kl. 16.00 hefst opin forkeppni:
B.flokkur gæðinga
Ungmennaflokkur
A.flokkur gæðinga
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Gæðingatölt...

...
Meira
11.07.2008 - 23:57 | Tilkynning

"Fokhelt partý"

Belgískar vöfflur verða í boði á laugardaginn!
Belgískar vöfflur verða í boði á laugardaginn!
Hér með er öllum boðið í "fyriropnunarkaffi" sem verður laugardaginn 12/7 kl. 14:00 til kl. 17:00. Komið og fáið að smakka belgiskar vöfflur í Sigmundarbúð, Fjarðargötu 5.

We would like to invite everyone for a small pre-opening of our coffee house with Belgian waffles and coffee this Saturday, 12/7 14:00 - 17:00 hrs. in Sigmundarbúð, Fjarðargötu 5.

 

Wouter & Janne

09.07.2008 - 23:59 | bb.is

Vinnsla stöðvast í dag.

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Vinnslustöðvun hefur verið boðuð hjá fiskvinnslu Vísis á Þingeyri frá og með deginum í dag. Viðar Friðgeirsson rekstrarstjóri Vísis á Þingeyri gerir ráð fyrir að störf hefjist aftur fyrstu vikuna í september, en inn í lokuninni sem nú er að hefjast er samningsbundið sumarleyfi starfsfólks. Fyrirtækið hafði tilkynnt um fimm mánaða vinnslustopp, frá 1. maí til 1. október sem síðan var frestað. „Þrátt fyrir að áður boðuð lokun sem átti að hefjast 1. maí sl. hafi verið stytt úr tæpum 4 mánuðum í rúmar 3 vikur sér fyrirtækið sér ekki hag í því að halda starfsfólkinu á kauptryggingu eftir að sumarleyfi lýkur og tryggja sér þannig áframhaldandi ráðningarsamband. Á starfsmannafundi fyrr í dag (í gær) var farið yfir þessi mál og hvatti deildarformaður Verk Vest á Þingeyri starfsfólk til að skrá sig atvinnulaust þegar launagreiðslum frá Vísi hf. lýkur", segir á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga....
Meira
09.07.2008 - 00:03 | eöe

Breskt herskip á ferð um Vestfirði

HMS Exeter á fullum krafti út úr Dýrafirðinum.
HMS Exeter á fullum krafti út úr Dýrafirðinum.
« 1 af 2 »
Breskt herskip, kom við í Dýrafirði í gær á leið sinni til Reykjavíkur. Það sigldi inn fyrir Þingeyri og á fullu til baka og flautaði í keðjuskyni. Skipið er 4820 tonn að stærð, 128 m á lengd og 14m á breidd. Hámarkshraði þess er um 30 hnútar og vélar afl er 48000 hestöfl. Skipið ber nafnið HMS Exeter sem er sama nafn og mörg fornfræg skip í breskri hersögu hafa borið.

Tilgangur ferðar þess til Íslands er til að minnast skipalesta bandamanna til Rússlands í seinni heimstyrjöldinni.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31