28.07.2008 - 23:34 | bb.is
Vel heppnað félagsmót Storms
Félagsmót hestamannafélagsins Storms fór fram á Söndum í Dýrafirði dagana 18. og 19. júlí og þótti það vel heppnað. Á föstudeginum fór fram forkeppni í öllum flokkum. Henni lauk ekki fyrr en um kl. 21:30 vegna fjölda keppenda. Af þeim sökum seinkaði kvöldvöku sem hefjast átti í reiðhöllinni kl. 20:30 til kl. 22:00. Það kom þó ekki að sök þar sem menn voru vel vakandi og kátir. Kvöldvakan hófst með glæsilegri töltsýningu og svo tók við keppni í fljúgandi skeiði þar sem knapar lögðu hesta sína á skeið í gengum reiðhöllina. Eftir glæsileg tilþrif stóð uppi sem sigurvegari hesturinn Vænting frá Bakkakoti og Sigurður V. Matthíasson....
Meira
Meira