03.07.2008 - 00:14 | bb.is
Dagrún Matthíasdóttir við eitt verka sinna.
Dagrún Matthíasdóttir opnar málverkasýninguna ,,Gestaboð Búffu" í sláturhúsinu á Þingeyri annað kvöld. Opnunin er liður í Dýrafjarðardögum og hefjast að lokinni setningu þeirra kl. kl. 22. Sláturhúsið og Gestaboð Búffu verður opið á laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. „Allir gestir sem streyma til Þingeyrar, víkingar, íbúar, nágrannar, ættingjar, óætt-ingjar, staðfuglar, farfuglar, innlendir sem erlendir eru boðnir og velkomnir að líta við", segir í tilkynningu.
Dagrún Matthíasdóttir er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og stundar nú nám í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Dagrún er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri, situr í stjórn Gilfélagsins og starfar einnig með samsýningarhópnum Grálist.