A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
20.08.2008 - 01:01 | skutull.is

Dýrafjarðargöng eða Álftafjarðargöng?

Göng Jóns Sigurðssonar milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?
Göng Jóns Sigurðssonar milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?
Enn á ný hafa komið fram raddir um breytingu á áherslum í samgöngumálum Vestfjarða. Í Svæðisútvarpi Vestfjarða var haft eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra að þrýst væri á hann um að fresta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjaðrar og flýta í staðinn gangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Á síðasta ári var hinsvegar samþykkt í ríkisstjórn að flýta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012 í stað 2014. Ný samgönguáætlun verður til umræðu á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 5.-6. september næstkomandi, þar sem samgönguráðherra mun halda ávarp.

Steinar R. Jónasson í Mjólká segir í viðtali við skutul.is ekki skilja hvað samgönguráðherra gangi til með þessum orðum. „Ég held því fram að það sé einhugur um málið meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum, sem koma mun í ljós á Fjórðungsþinginu í haust. Mönnum væri nær að blása í lúðra og krefjast þess að göngunum verði flýtt svo hægt væri að opna þau á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar þann 17. júní árið 2011," segir Steinar.

 

Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, úr Dýrafirði fyrir innan Kjaransstaði og yfir að Rauðsstöðum við Mjólká í Borgarfirði, verða um 5 kílómetrar að lengd. Göngin hafa verið á dagskrá um margra ára bil og nokkrum sinnum hefur framkvæmdum verið frestað eða þær færðar aftar í samgönguáætlun. Nú þegar hillir undir jarðgangagerðina eru enn á ný komnar upp raddir um að taka aðra framkvæmd framfyrir. Ýtarlegar rannsóknir hafa farið fram á jarðgangastæðinu í Dýrafirði og Arnarfirði og stefnt hefur verið að því að bjóða verkið út á næsta ári. Með Dýrafjarðargöngum mun leggjast af vegurinn um Hrafnseyrarheiði sem orðinn er 50 ára gamall og leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar eða Ísafjarðar og Reykjavíkur mun styttast um nálægt 30 kílómetra.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30