20.08.2008 - 00:57 | ruv.is
Furða sig á umræðu um jarðgangagerð
Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga furðar sig á fullyrðingu samgönguráðherra um að þrýst sé á hann að breyta forgangsröðun um jarðagangagerð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir að samstaða sé um málið fyrir vestan. Eins og fram kom í fréttum í gær staðfesti ráðherra að margir Vestfirðingar vildu breyta forgangsröðuninni. Fresta göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og grafa þess í stað milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.