A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
20.08.2008 - 01:01 | skutull.is

Dýrafjarðargöng eða Álftafjarðargöng?

Göng Jóns Sigurðssonar milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?
Göng Jóns Sigurðssonar milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar?
Enn á ný hafa komið fram raddir um breytingu á áherslum í samgöngumálum Vestfjarða. Í Svæðisútvarpi Vestfjarða var haft eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra að þrýst væri á hann um að fresta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjaðrar og flýta í staðinn gangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Á síðasta ári var hinsvegar samþykkt í ríkisstjórn að flýta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012 í stað 2014. Ný samgönguáætlun verður til umræðu á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 5.-6. september næstkomandi, þar sem samgönguráðherra mun halda ávarp.
...
Meira
20.08.2008 - 00:59 | skutull.is

Samgönguráðherra vill vekja umræðu

Snjómokstur á Hrafnseyrarheiði sl. vor.
Snjómokstur á Hrafnseyrarheiði sl. vor.
Í tilefni af frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær þar sem fram kemur að þrýst hefði verið á ráðherra um að fresta gerð jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og flýta í staðinn gerð jarðganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar hafði Skutulsvefurinn samband við ráðherra og spurðist fyrir um hvernig þessi umræða væri til komin. Kristján Möller samgönguráðherra vildi koma á framfæri að hann hefði ekki síður átt við almenning í því sambandi en margir hefðu komið að máli við hann þegar hann var á ferðalagi um Vestfirði í vikunni og hreyft við málinu.
...
Meira
20.08.2008 - 00:57 | ruv.is

Furða sig á umræðu um jarðgangagerð

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga furðar sig á fullyrðingu samgönguráðherra um að þrýst sé á hann að breyta forgangsröðun um jarðagangagerð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir að samstaða sé um málið fyrir vestan. Eins og fram kom í fréttum í gær staðfesti ráðherra að margir Vestfirðingar vildu breyta forgangsröðuninni. Fresta göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og grafa þess í stað milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.
19.08.2008 - 23:11 | bb.is

Toyotaskógur vígður að Söndum

Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Skógræktarfélagi Dýrafjarðar, Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota á Íslandi og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, í hátíðargróðursetningu í Toyotaskóginum í Dýrafirði.
Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Skógræktarfélagi Dýrafjarðar, Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota á Íslandi og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, í hátíðargróðursetningu í Toyotaskóginum í Dýrafirði.
Á föstudag var vígt nýtt Toyota-skilti í skógræktinni á Söndum á Dýrafirði. Skógræktarfélag Dýrafjarðar hefur haft umsjón með ræktun að Söndum en Toyota á Íslandi hefur styrkt skógrækt þar frá árinu 1991. Í tilefni dagsins færði Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota, Skógræktarfélagi Dýrafjarðar að gjöf nestisborð fyrir skóginn og keðjusög, sem nýtast mun við grisjun skógarins er fram líður, og tók Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Dýrafjarðar, við gjöfinni. Því næst tóku fundargestir þátt í hátíðargróðursetningu og settu niður um hundrað tré, af ýmsum tegundum berjatrjáa og runna. Munu því Sandar verða gott berjaland, er frá líður, en þar er nú þegar gott krækiberja- og bláberjaland, eins og fundargestir munu hafa sannreynt....
Meira
19.08.2008 - 23:09 | bb.is

Sumarhátíð eldri borgara að Núpi

Eldri borgarar gera sér glaðan dag að Núpi um helgina. Mynd: bb.is
Eldri borgarar gera sér glaðan dag að Núpi um helgina. Mynd: bb.is
Sumarhátíð eldri borgara á Vestfjörðum verður haldin að Núpi við Dýrafjörð á laugardag. Dagskráin hefst klukkan 19 með kvöldverði. Harmonikkuleikari verður á staðnum, þannig að hægt verður að fá sér snúning. Halldór Hermannsson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði, segir þetta kjörinn vettvang fyrir eldri borgara til að koma saman og ræða málin. Hægt er að panta gistingu að Núpi fyrir þá sem þess óska.
Hrafnhildur Skúladóttir á Þingeyri hefur lagt fram kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri en hún sér fyrir sér að hægt verði að koma þar upp dýrfirsku sögubrotasafni í húsnæðinu.
Hrafnhildur Skúladóttir á Þingeyri hefur lagt fram kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri en hún sér fyrir sér að hægt verði að koma þar upp dýrfirsku sögubrotasafni í húsnæðinu.
Hrafnhildur Skúladóttir á Þingeyri hefur lagt fram kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri en hún sér fyrir sér að hægt verði að koma þar upp dýrfirsku sögubrotasafni í húsnæðinu. Í bréfi frá Hrafnhildi til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á húsinu að innan og utan. Nái að semja um kaup á húsinu sér hún fyrir sér að loknum endurbótum að handverkshópurinn Koltra fái aðstöðu á jarðhæð hússins ásamt upplýsingamiðstöð ferðamanna sem handverkskonur hafa séð um rekstur á í fjölda ára. Einnig eru hugmyndir um að dýrfirsku sögubrotasafni verði komið á laggirnar, þar sem tímabilum í sögunni yrðu gerð skil. Í bréfinu er tilboðsverð ekki nefnt.
...
Meira
Umsjón með vefnum kallar EKKI á mikla tölvuþekkingu og er stýrikerfið nánast aulaprófað! :)
Umsjón með vefnum kallar EKKI á mikla tölvuþekkingu og er stýrikerfið nánast aulaprófað! :)
Íþróttafélagið Höfrungur sem rekur Þingeyrarvefurinn leitar eftir a.m.k. tveimur áhugasömum aðilum í umsjónarteymi varðandi umönnun Þingeyrarvefsins, s.s. uppfærsla frétta og tilkynninga og yfirumsjón með myndasíðu vefsins. Um er að ræða sjálfboðastarf sem krefst ekki mikillar tölvuþekkingar og ætti að vinnast auðveldlega með góðri teymisvinnu. Nánari upplýsingar veitir Ellert Örn í gegnum tölvupóst eða í síma 897-8636.

f.h. Þingeyrarvefsins
Ellert Örn

14.08.2008 - 23:15 | Tilkynning

Afhjúpun og gróðursetning

Föstudaginn 15. ágúst munu fulltrúar af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður í Edenborgarhúsinu á Ísafirði og fulltrúar frá Toyota á Íslandi koma saman í skógræktarreit Toyota á Söndum í Dýrafirði, sem gróðursett var í af tilefni 25 ára afmælis Toyota umboðsins árið 1990. Afhjúpað verður merki Toyota á Íslandi og verða af því tilefni gróðursettar eitthundrað skógarplöntur sem eru gjöf Toyota umboðssins til Skógræktarfélags Dýrafjarðar. Einnig munu forsvarsmenn Toyota afhenda skógræktarfélaginu aðrar veglegar gjafir. Athöfnin hefst um kl. 14.30.
Allir eru velkomnir!

Stjórn Skógræktarfélags Dýrafjarðar.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31