A A A
  • 2001 - Gabriel Kristmar
Meðf. myndir eru teknar við vinnu hópsins í september 2005.
Meðf. myndir eru teknar við vinnu hópsins í september 2005.
« 1 af 3 »
Í dag miðvikudag koma í Dýrafjörð 9 erlendir sjálboðaliðar frá SEEDS-ICELAND til að vinna í skógreitum félagsins. Sjálboðaliðarnir dvelja í íbúðarhúsi á Höfða og Sighvatur Þórarinsson skógfræðingur og bóndi mun annast umsjón með verklegum framkvæmdum. Á verkefnaskrá hópsins er að hreinsa trjáboli og greinar úr væntanlegu stígastæði í skógreitnum í Botni en þar voru höggnar nýjar brautir um skóginn sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að að þessu verki loknu megi fara með smærri dráttarvélar um skóginn og ljúka við undirjöfnun og ofaníburð á þessum nýju göngustígum, en það verk bíður seinni tíma. Sjálfboðaliðarnir munu einnig leggja leið sína í gamla skógreitinn í Garðshlíð (Minni-Garður) og hreinsa þar burtu ónýtar girðingar. Gert er ráð fyrir einum vinnudegi í Skrúð og ef tími vinns til er ætlunin að huga að grisjun og uppkvistun í kornungum en ört vaxandi skógi á Söndum....
Meira
17.08.2010 - 22:37 | JÓH

Fórst þú til Húsavíkur í sumar?

Húsavík. Mynd: husavik.is
Húsavík. Mynd: husavik.is
Lögreglan á Húsavík hafði samband við Þingeyrarvefinn og óskaði eftir aðstoð við að hafa uppi á Þingeyring sem var á ferðalagi á Húsavík í sumar. Þingeyringurinn sá fann myndbandsupptökuvél á höfninni á Húsavík fyrr í sumar og tilkynnti til lögreglu - sem þarf að ná tali af honum aftur. Ef þú ert umræddur Þingeyringur, ertu vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Ómar hjá lögreglunni á Húsavík í síma 777-2284.
09.08.2010 - 17:43 | JÓH

Malbikað á Þingeyri

Framkvæmdir við kirkjugarðinn. Mynd: Davíð Davíðsson
Framkvæmdir við kirkjugarðinn. Mynd: Davíð Davíðsson
Framkvæmdir á Þingeyri eru áfram í fullum gangi og í síðustu viku var unnið að því að malbika víðs vegar í þorpinu. Davíð Davíðsson tók myndir af framkvæmdum við kirkjugarðinn og þær má sjá í albúminu. Auk þess að malbika við kirkjugarðinn var unnið að göngustíg við íþróttamiðstöðina, bílastæðinu við blokkina á Fjarðargötu 40 og við dvalarheimilið Tjörn svo eitthvað sé nefnt.
Jólasveinninn og Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri. Mynd: Davíð Davíðsson
Jólasveinninn og Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri. Mynd: Davíð Davíðsson
Lagersalan hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri er enn í fullum gangi og hefur gengið rosalega vel. Boðið er upp á allar bækur forlagsins, um 200 talsins, sem gefnar hafa verið út, aðallega á síðustu 10 árum og eru þær á Perluverð, það er sama verði og á bókamarkaðnum í Perlunni í Reykjavík í vetur og karamella í kaupbæti! Ýmsir hafa haft orð á því að sennilega sé hvergi saman komið á einum stað jafn mikið og fjölbreytt efni um Vestfirði og Vestfirðinga eins og á lagersölu Vestfirska forlagsins á Þingeyri. Þetta finnst okkur ekki ólíklegt. Opið verður um helgina og hvetur Vestfirska forlagið heimamenn og ferðafólk til að renna við og athuga málið. Reiknað er með að lagersalan verði opin eitthvað fram í ágústmánuð.

Texti með mynd: Gamli Coca Cola jólasveinninn Sankti Kláus er táknmynd Lagersölu Vestfirska forlagsins á Þingeyri. Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri situr við hlið hans og er greinilegt að þeir félagar eru uppteknir við að lesa bækurnar að vestan. Ljósm. Davíð Davíðsson.
31.07.2010 - 00:18 | bb.is

Tíu milljónir til viðhalds á Núpi

Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
Fyrrum héraðsskólinn að Núpi í Dýrafirði fær 10 milljónir til viðhaldsframkvæmda á þessu ári af þeim 500 milljónum sem fara til viðhalds og endurbætur opinberra bygginga í landinu. Mest kemur í hlut Miðbæjarskólans í Reykjavík eða 120 milljónir króna. Landspítalinn fær 90 milljónir til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 milljónir. „Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum," segir í frétt Fréttablaðsins....
Meira
Nýja íbúðin er björt og öll hin smekklegasta
Nýja íbúðin er björt og öll hin smekklegasta
« 1 af 2 »
Hjónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson (Sirrý og Finni) hafa unnið að standsetningu nýrrar íbúðar að Vallargötu 15b í sumar. Íbúðin var tekin í notkun á Dýrafjarðardögum en hjónin reka gistiheimilið Við Fjörðinn á Þingeyri. Íbúðin er öll hin smekklegasta en í henni er m.a. að finna skenk sem notaður var í gamla sjúkraskýlinu á Þingeyri, og er milli 50 og 60 ára gamall. Aðspurð segist Sirrý vera ánægð með sumarið: „Gistiplássin hafa verið vel nýtt og við finnum fyrir auknum ferðamannastraumi hingað til Þingeyrar". Hún segir ferðamennina ánægða með móttökurnar sem þeir hafa fengið enda fjölbreytt framboð af gistingu, veitingum og afþreyingu í Dýrafirði. Hægt er að sjá heimasíðu gistiheimilisins hér en þess má til gamans geta að Við Fjörðinn hefur fengið mikið lof fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra að gistiheimilinu enda öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
22.07.2010 - 13:14 | bb.is

„Ræturnar eru fyrir vestan“

Guðbjörg Lind við Vertshúsið.
Guðbjörg Lind við Vertshúsið.
„Í byrjun sá ég mig fyrir mér á bleiku skýi með trönurnar úti á túni fyrir ofan húsið en reynslan hefur nú verið í þá veru að maður hefur verið meira með hamar og sög í hönd en málningarpensil," segir myndlistarmaðurinn Guðbjörg Lind Jónsdóttir en hún keypti gamalt hús á Þingeyri ásamt manni sínum Hirti Marteinssyni fyrir nokkrum árum og hefur smátt og smátt staðið að endurbótum á því. „Rætur mínar eru því fyrir vestan. Þegar maður er kominn á ákveðinn aldur er eins og ræturnar togi sterkar í mann. Því hafði ég haft það í huga að það væri gaman að eignast lítið hús eða vera með einhverja aðstöðu fyrir vestan. Ég hafði því haft augun opin þegar ég kom til Ísafjarðar hvort það væri ekki einhvers staðar lítið hús til sölu. En ég fann aldrei neitt og svo æxlaðist það nú svona að ég lenti á Þingeyri," segir Guðbjörg Lind í miðopnu Bæjarins besta í dag en hún er fædd og uppalin á Ísafirði....
Meira
Lagersalan er opin alla daga frá 14 til 17
Lagersalan er opin alla daga frá 14 til 17
Fyrstu helgina í júlí, eða á Dýrafjarðardögum, opnaði Vestfirska forlagið lagersölu í gamla sjoppuhúsinu við höfnina. Þar eru til sölu allar bækur sem forlagið hefur gefið út (að allra fyrstu bókinni undanskilinni) á lægra verði en gengur og gerist. Forlagið gefur út bækur um Vestfirði og Vestfirðinga undir samheitinu Bækurnar að vestan, og leggur áherslu á að blanda saman gamni og alvöru. Hallgrímur Sveinsson, bóksali, er ánægður með viðtökurnar sem lagersalan hefur fengið: „Það eru margir búnir að kíkja við og salan hefur verið góð". Bækurnar að vestan eru allar á íslensku en til stendur að gefa út tvær bækur á næsta ári með enskum texta. Í þeim bókum verður birt brot af því besta úr vestfirsku bókunum, ásamt myndum. Aðspurður segist Hallgrímur ekki búinn að ákveða hvað lagersalan verði opin lengi í sumar, það fari eftir ferðamannastraumnum....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31