Fjallahjólreiðakeppni Höfrungs 17. júlí
Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs (Svalvogahringurinn) verður hjóluð í fyrsta sinn þann 17. júlí 2010. Keppnin er hluti af hlaupahátíð á Vestfjörðum, en föstudaginn 16. júlí verður Óshlíðarhlaupið þreytt. Í boði er 21,1 km og 10 km. Á sunnudeginum 18. júlí verður svo Vesturgatan hlaupin, en í boði eru 24 km og 12 km.
Fjallahjólreiðakeppnin hefst á rásmarki við sundlaugina á Þingeyri og verður hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2k) þar sem keppnin verður gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Álftamýrarheiði, tæplega 600 m hækkun, og niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), " út fyrir nes" og þaðan eftir ýtuvegi Elíasar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28k á grófum malarvegi, sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum og frá flugvellinum um 2k á malbiki inn á Þingeyri. Mark er við sundlaugina á Þingeyri. Heildarlengd er rúmlega 55 km og heildarhækkun 1.080 m. Start og mark er við Sundlaug Þingeyrar (framan við kirkjuna á Þingeyri). Ræst verður kl. 10:00.
Meira