A A A
  • 1964 - Erla Björg Ástvaldsdóttir
  • 1964 - Rósa Ástvaldsdóttir
  • 1980 - Hjalti Freyr Öfjörð Jóhannesson
24.10.2010 - 11:50 | visir.is

Þingeyringar ætla að faðma heilsugæsluna

Kvenfélagskonurnar ætla að byrja að faðma heilsugæsluna klukkan 13:25
Kvenfélagskonurnar ætla að byrja að faðma heilsugæsluna klukkan 13:25
Kvenfélagið á Þingeyri ætlar að faðma heilsugæslustöðina á Þingeyri á mánudaginn kemur. Ásta Kristinsdóttir, ein af kvenfélagskonunum, segir í samtali við Vísi að kvenfélagskonur hafi miklar áhyggjur af niðurskurði í heilbrigðismálum á Vestfjörðum. Þingeyringar megi til dæmis alls ekki við meiri niðurskurði.

„Mér fyndist nú að þessir ráðamenn sem við kusum til að hjálpa okkur að stjórna þessu blessaða landi hefðu kannski átt að byrja á því að taka á sig smá skurð. Við keyrum sjálf í vinnuna og höfum enga einkabílstjóra. Ef ég hefði efni á því að hafa einkabílstjóra að þá myndi ég kannski gera það. Ég hef ekki efni á því og þeir hafa sjálfsagt ekkert efni á því frekar en við og þeir ættu því að taka það af," segir Ásta í samtali við Vísi....
Meira
20.10.2010 - 21:13 | bb.is

BBC við tökur á Þingeyri

BBC mætti á Þingeyri til að mynda um borð í víkingaskipinu.
BBC mætti á Þingeyri til að mynda um borð í víkingaskipinu.
Tökulið á vegum BBC var stadd á Þingeyri á mánudag við tökur á heimildarmynd um Laxdælasögu. Dalla Jóhannsdóttir hjá Sagafilm fylgir tökuliðinu á ferð þess um landið. „Þingeyri er vissulega nokkuð fyrir utan sögusvið Laxdælu en þar er eina sjófæra víkingaskipið á landinu og við komum til að mynda um borð í því. Þetta var frábær dagur, veðrið eins og best verður á kosið og Bretarnir mjög hrifnir af umhverfinu," segir Dalla og bætir við að heimamenn hafa tekið vel á móti gestunum. „Þarna kom saman góður hópur til þess að róa skipinu, við fengum tvo myndarpilta, Anton Lína og Dag Steinarsson, til þess að leika þá Bolla og Kjartan, auk þess sem Daníel Kristjánsson las kafla úr Laxdælu á hafnarbakkanum."...
Meira
18.10.2010 - 10:50 | Tilkynning

Hjónaballið haldið í 76. sinn

Frá Hjónaballi 2009. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Hjónaballi 2009. Mynd: Davíð Davíðsson
Hjónaballið verður haldið í 76. sinn í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 6. nóvember.

Húsið opnar 19:30
Borðhald hefst 20:00

Jóhannes Oddur mun sjá um að fylla hlaðborðið af kræsingum. Að loknu borðhaldi munu hinir stórskemmtilegu Bjarni og Stebbi frá Hólmavík leika fyrir dansi fram á nótt.

Miðaverð verður 6500,- kr. fyrir borðhald og ball
Miðaverð fyrir borðhald 4500,- kr.
Miðaverð fyrir ball 2500,- kr....
Meira
18.10.2010 - 10:47 | bb.is

Saurmengaðar fjörur á Þingeyri

Þingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund
Þingeyri. Ljósm: © Mats Wibe Lund
Skolpmál eru víða í ólestri á Þingeyri að mati íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. Á fundi stjórnar samtakanna sem haldinn var fyrir stuttu, kom fram að víða megi finna saurmengaðar fjörur, einkum á svæðinu frá ytri byggju að Byggðarendabót. Umhverfisfulltrúa var tilkynnt um málið í janúar og mætti hann á svæðið með skolplagnakort og myndavél til að skoða vandamálið og staðfesta það....
Meira
13.10.2010 - 12:40 | bb.is

Hreinskiptin samskipti á íbúafundi

Gísli Halldór Halldórsson forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Eiríkur Finnur Greipsson formaður bæjarráðs og Daníel Jakobsson bæjarstjóri á fundinum.
Gísli Halldór Halldórsson forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Eiríkur Finnur Greipsson formaður bæjarráðs og Daníel Jakobsson bæjarstjóri á fundinum.
« 1 af 2 »
Rúmlega fjörutíu manns sátu íbúafund sem Ísafjarðarbær hélt í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi. Á fundinum var m.a. fjallað um fyrirhuguð hverfaráð og íbúalýðræði og horfur og stöðu í rekstri bæjarins. Að loknum erindum frá Eiríki Finni Greipssyni, formanni bæjarráðs, Daníel Jakobssyni bæjarstjóra og Valdimari Elíassyni, formanni íbúasamtakanna Átaks, var tekið við fyrirspurnum og ábendingum fundarmanna. „Efst í huga heimamanna var það sem þeir kalla óskalistann eða syndalistann sem eru óunnin verkefni sem mikið er af í byggðakjarnanum sem auðvitað er íbúunum hjartans mál að fá lagað og breytt. Það fóru fram mjög hreinskiptin samskipti og skoðanaskipti á fundinum," segir Eiríkur Finnur í samtali við blaðið....
Meira
12.10.2010 - 17:39 | Tilkynning

Íbúafundur á Þingeyri

Fundurinn verður kl. 20 í Félagsheimilinu
Fundurinn verður kl. 20 í Félagsheimilinu
Röð íbúafunda í Ísafjarðarbæ hefst klukkan 20 í kvöld með fundi í félagsheimilinu á Þingeyri. Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, og fulltrúi frá íbúasamtökunum Átaki verða með framsögu á fundinum, en að þeim loknum sitja bæjarfulltrúar og embættismenn fyrir svörum.

Fundarefni: Kynning á hverfisráðum og íbúalýðræði, horfur og staða í rekstri bæjarins og skoðanaskipti um verkefni í hverjum byggðarkjarna og framtíð samfélagsins í heild sinni. Sambærilegur fundur verður haldinn í Félagsbæ á Flateyri klukkan 20 annað kvöld, þar sem Daníel Jakobsson bæjarstjóri og fulltrúi frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar verða með framsögu.
12.10.2010 - 13:06 | bb.is

Átak í Dýrafirði fjallar um hverfaráð

Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði fagna hugmyndum um hverfaráð
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði fagna hugmyndum um hverfaráð
Stjórn íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði fjallaði nýlega um hugmyndir bæjarráðs Ísafjarðabæjar um stofnun hverfaráða í bæjarfélaginu. Telja samtökin ekki ástæðu til að stofna sér hverfaráð fyrir Þingeyri, þar sem Átak geti tekið að sér hluverk þess hverfisráðs sem annars þyrfti að stofna fyrir svæðið. Fjallað var um ályktun Átaks á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar, en í bréfi samtakanna er bent á að Dýrafjörður eigi engann fulltrúa í stjórn bæjarfélagsins. Af þeim sökum fagna samtökin hugmyndum bæjarráðs um stofnun sérstaks félags sem héldi utanum um starfsemi hverfisráða bæjarfélagsins....
Meira
11.10.2010 - 16:35 | JÓH

Gamlar fréttir skjóta upp kollinum

Þau leiðu mistök urðu á vefnum að gamlar fréttir frá því í október í fyrra birtust sem nýjar fréttir á vefnum í dag. Ástæðan er sú að unnið er að því að færa fréttir af gamla Þingeyrarvefnum á þann nýja, og tókst ekki betur en svo að tvær fréttir fóru fremst í röðina. Þingeyrarvefurinn biður þá sem hafa orðið fyrir óþægindum af þessum völdum afsökunnar.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30