A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
21.07.2010 - 10:42 | bb.is

Bragi knapi mótsins

Knapi mótsins var valinn Bragi Björgmundsson og hestur mótsins var valinn Kolskeggur frá Laugarbóli. Mynd: stormur.123.is.
Knapi mótsins var valinn Bragi Björgmundsson og hestur mótsins var valinn Kolskeggur frá Laugarbóli. Mynd: stormur.123.is.
Félagsmót Hestamannafélagsins Storms fór fram að Söndum í Dýrafirði um helgina. Keppt var í A-flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, unglingaflokki, ungmennaflokki, barnaflokki og tölti. Þá var einnig keppt í 300 metra brokki og 300 betra stökki. Að keppni lokinni var haldin kvöldvaka og grillveisla með tilheyrandi söng og gleði en knapi mótsins var valinn Bragi Björgmundsson og hestur mótsins var valinn Kolskeggur frá Laugarbóli.
Úrslit mótsins má finna á vef Storms.
21.07.2010 - 00:32 | JÓH

Framkvæmdagleði á Þingeyri

Veitingahornið ehf. á Hafnarstræti 2
Veitingahornið ehf. á Hafnarstræti 2
« 1 af 6 »
Dýrfirðingar hafa verið duglegir við að fegra sitt nánasta umhverfi í sumar enda hefur veðrið verið ákjósanlegt fyrir byggingar- og viðhaldsvinnu. Sumarið er rétt hálfnað en framkvæmdagleðinni er hvergi nærri lokið. Í kringum þó nokkur hús má sjá vinnupalla og menn að störfum, sem lífgar óneitanlega upp á Eyrina.

Veitingahornið ehf., sem er til húsa á Hafnarstræti 2, hefur tekið þó nokkrum breytingum frá því fyrr í sumar; búið er að mála þakið, setja glugga á húsið að framanverðu og koma fyrir skiltum. Þá er unnið að því að leggja göngustíg við gamla pakkhúsið (eða Salthúsið) en það var endurbyggt á Hafnarstrætinu fyrir áramót og er eitt af elstu húsum Þingeyrar. Einnig er búið að reisa vinnupalla við Hafnarstræti 1 og vinna hafin við húsið svo það er nóg um að vera á Hafnarstrætinu þessa dagana. Smellið á myndinar með fréttinni til að sjá fleiri framkvæmdir.

19.07.2010 - 00:11 | JÓH

Myndir frá Dýrafjarðardögum

Frá setningu Dýrafjarðardaga. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá setningu Dýrafjarðardaga. Mynd: Davíð Davíðsson
Myndir sem ljósmyndarinn Davíð Davíðsson tók á Dýrafjarðardögum, eru komnar á myndaasíðu hans www.123.is/daddi. Á myndasíðunni er einnig að finna margar skemmtilegar myndir úr Dýrafirðinum og eru lesendur Þingeyrarvefsins hvattir til að skoða myndasafnið.
18.07.2010 - 21:55 | JÓH

Vel heppnuð hlaupahátíð að baki

Hlauparar í skemmtiskokkinu hlaupa út Sneiðingana. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir.
Hlauparar í skemmtiskokkinu hlaupa út Sneiðingana. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir.
« 1 af 5 »
Vesturgötuhlaupið fór fram í blíðskaparveðri í dag. Sveinn Margeirsson og Eva Margrét Einarsdóttir komu fyrst í mark en um 90 þátttakendur þreyttu hlaupið. Hlaupið var frá Stapadal í Arnarfirði, út fyrir Sléttanes og inn að Sveinseyri - alls 24 km leið. Einnig var hægt að hlaupa hálfa Vesturgötu, 12 km leið, og þar voru um 70 þátttakendur. Þar komu Benni Sig og Martha Ernstsdóttir fyrst í mark.

Fjallahjólareiðakeppni Höfrungs fór fram í gær en þar var hjóluð um 55 km leið um skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Rásmarkið var við Íþróttamiðstöðina á Þingeyri og þaðan var hjólað upp Kirkjubólsdal og yfir Álftamýrarheiði, niður Fossdal, "út fyrir nes" og þaðan eftir ýtuvegi Elíasar Kjaran inn Dýrafjörð. Davíð Þór Sigurðsson frá Hafnarfirði kom fyrstur í mark en hann hjólaði leiðina á innan við þremur tímum. Í kvennaflokki var Dýrfirðingurinn Urður Skúladóttir fyrst til að klára keppnina en hún hjólaði á rúmlega þremur og hálfum tíma......
Meira
17.07.2010 - 19:44 | JÓH

Líf og fjör á Þingeyri

Eftir skemmtiskokkið var hópjóga við Íþróttahúsið með Mörthu Ernstsdóttur
Eftir skemmtiskokkið var hópjóga við Íþróttahúsið með Mörthu Ernstsdóttur
Það er mikið líf og fjör á Þingeyri þessa dagana; Nú stendur yfir bæði Hlaupahátíð á Vestfjörðum og Félagsmót hestamannafélagsins Storms. Í dag fór fram fjallahjólreiðakeppni Höfrungs og 4 km skemmtiskokk á Þingeyri og var mjög góð þátttaka í hvoru tveggja. Veðrið var eins og best var á kosið, sól og blíða og um 17°C.
16.07.2010 - 12:17 | bb.is

Góð þátttaka í hlaupahátíð

Frá Vesturgötuhlaupinu í fyrra.
Frá Vesturgötuhlaupinu í fyrra.
Hlaupahátíð er nú haldin í annað sinn í Ísafjarðarbæ með Óshlíðarhlaupi, Vesturgötu og fjallahjólreiðakeppni Höfrungs. „Það stefnir í mjög góða þátttöku. Það er vel á annað hundrað skráningar komnar í hvort hlaupið og 30 skráðir í hjólreiðakeppnina sem er mun betra en reiknað var með," segir Heimir Hansson einn af skipuleggjendum hlaupsins. Einungis 111 keppendur geta tekið þátt í lengri vegalengdinni í Vesturgötunni og 62 í þeirri styttri þar sem ferja þarf keppendur að rásmarki. Hátíðin hefst á Óshlíðarhlaupinu í kvöld og hefst það kl. 20. Þetta er í 18. sinn sem hlaupið fer fram. Á morgun fer fram 55 kílómetra fjallahjólreiðakeppni. Á Þingeyri verður einnig skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna á morgun. Á sunnudag er svo Vesturgatan, sem er hlaup á Svalvogahringnum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar....
Meira
16.07.2010 - 12:14 | bb.is

Félagsmót Storms um helgina

Félagsmót Hestamannafélagsins Storms á Þingeyri verður haldið að Söndum í Dýrafirði í dag og á morgun.
Félagsmót Hestamannafélagsins Storms á Þingeyri verður haldið að Söndum í Dýrafirði í dag og á morgun.
Félagsmót Hestamannafélagsins Storms á Þingeyri verður haldið að Söndum í Dýrafirði í dag og á morgun. Forkeppni hefst kl. 15 í dag en þá verður keppt í A-flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, unglingaflokki, ungamennaflokki og tölti. Í kvöld verður síðan kvöldvaka í reiðhöllinni. Á hádegi á morgun hefst dagskráin með hópreið hestamanna og að henni lokinni verður keppt til úrslita í öllum flokkum. Einnig verður keppt í 300 metra brokki, 300 metra stökki og 150 metra skeiði. Annað kvöld verður síðan slegið upp grillpartýi í reiðhöllinni.
15.07.2010 - 10:36 | JÓH

Mettúr hjá Hrafni GK 111

Hrafn GK 111 var smíðaður á Akureyri 1983 en var breytt í frystitogara í Póllandi árið 1993.
Hrafn GK 111 var smíðaður á Akureyri 1983 en var breytt í frystitogara í Póllandi árið 1993.

Hrafn GK 111 kom úr mettúr um helgina. Aflaverðmæti skipsins eftir 32ja daga veiðitúr var 187 milljónir króna en gamla metið var slegið um 40 milljónir. Uppistaða aflans var grálúða, þorskur, ufsi og karfi. Skipstjóri í veiðiferðinni var Dýrfirðingurinn Bergþór Gunnlaugsson. Þess má til gamans geta að Bergþór og fjölskylda fluttu nýlega til Grindavíkur og óhætt að segja að fengur sé í svona aflaklóm fyrir bæjarfélag eins og Grindavík.
Frá þessu er sagt á grindavik.is

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30