Bragi knapi mótsins
Úrslit mótsins má finna á vef Storms.
Veitingahornið ehf., sem er til húsa á Hafnarstræti 2, hefur tekið þó nokkrum breytingum frá því fyrr í sumar; búið er að mála þakið, setja glugga á húsið að framanverðu og koma fyrir skiltum. Þá er unnið að því að leggja göngustíg við gamla pakkhúsið (eða Salthúsið) en það var endurbyggt á Hafnarstrætinu fyrir áramót og er eitt af elstu húsum Þingeyrar. Einnig er búið að reisa vinnupalla við Hafnarstræti 1 og vinna hafin við húsið svo það er nóg um að vera á Hafnarstrætinu þessa dagana. Smellið á myndinar með fréttinni til að sjá fleiri framkvæmdir.
Hrafn GK 111 kom úr mettúr um helgina. Aflaverðmæti skipsins eftir 32ja daga veiðitúr var 187 milljónir króna en gamla metið var slegið um 40 milljónir. Uppistaða aflans var grálúða, þorskur, ufsi og karfi. Skipstjóri í veiðiferðinni var Dýrfirðingurinn Bergþór Gunnlaugsson. Þess má til gamans geta að Bergþór og fjölskylda fluttu nýlega til Grindavíkur og óhætt að segja að fengur sé í svona aflaklóm fyrir bæjarfélag eins og Grindavík.
Frá þessu er sagt á grindavik.is