17.08.2010 - 22:37 | JÓH
Fórst þú til Húsavíkur í sumar?
Lögreglan á Húsavík hafði samband við Þingeyrarvefinn og óskaði eftir aðstoð við að hafa uppi á Þingeyring sem var á ferðalagi á Húsavík í sumar. Þingeyringurinn sá fann myndbandsupptökuvél á höfninni á Húsavík fyrr í sumar og tilkynnti til lögreglu - sem þarf að ná tali af honum aftur. Ef þú ert umræddur Þingeyringur, ertu vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Ómar hjá lögreglunni á Húsavík í síma 777-2284.