A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Meðf. myndir eru teknar við vinnu hópsins í september 2005.
Meðf. myndir eru teknar við vinnu hópsins í september 2005.
« 1 af 3 »
Í dag miðvikudag koma í Dýrafjörð 9 erlendir sjálboðaliðar frá SEEDS-ICELAND til að vinna í skógreitum félagsins. Sjálboðaliðarnir dvelja í íbúðarhúsi á Höfða og Sighvatur Þórarinsson skógfræðingur og bóndi mun annast umsjón með verklegum framkvæmdum. Á verkefnaskrá hópsins er að hreinsa trjáboli og greinar úr væntanlegu stígastæði í skógreitnum í Botni en þar voru höggnar nýjar brautir um skóginn sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að að þessu verki loknu megi fara með smærri dráttarvélar um skóginn og ljúka við undirjöfnun og ofaníburð á þessum nýju göngustígum, en það verk bíður seinni tíma. Sjálfboðaliðarnir munu einnig leggja leið sína í gamla skógreitinn í Garðshlíð (Minni-Garður) og hreinsa þar burtu ónýtar girðingar. Gert er ráð fyrir einum vinnudegi í Skrúð og ef tími vinns til er ætlunin að huga að grisjun og uppkvistun í kornungum en ört vaxandi skógi á Söndum.
Félagar í Skógræktarfélaginu, sem og aðrir eru hvattir til að kynna sér starf hópsins og leggja lið ef því er að skipta. Einnig væru einhver matföng vel þegin fyrir hópinn en skógræktarfélagið ber talsverðan kostnað af komu sjálboðaliðanna - annan en launakostnað svo sem mat, húsnæði og flutning fólksins. Slíku má koma á framfæri á Höfða eða á skrifstofu Skjólskóga Aðalstræti 12. Síðast tók Skógræktarfélag Dýrafjarðar við vinnuhópi af þessu tagi í september 2005 og vann sá hópur við lokafrágang þeirra göngustíga sem menn þekkja nú í reitnum í Botni.

Meðf. myndir eru teknar við vinnu hópsins í september 2005.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31