A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Lagersalan er opin alla daga frá 14 til 17
Lagersalan er opin alla daga frá 14 til 17
Fyrstu helgina í júlí, eða á Dýrafjarðardögum, opnaði Vestfirska forlagið lagersölu í gamla sjoppuhúsinu við höfnina. Þar eru til sölu allar bækur sem forlagið hefur gefið út (að allra fyrstu bókinni undanskilinni) á lægra verði en gengur og gerist. Forlagið gefur út bækur um Vestfirði og Vestfirðinga undir samheitinu Bækurnar að vestan, og leggur áherslu á að blanda saman gamni og alvöru. Hallgrímur Sveinsson, bóksali, er ánægður með viðtökurnar sem lagersalan hefur fengið: „Það eru margir búnir að kíkja við og salan hefur verið góð". Bækurnar að vestan eru allar á íslensku en til stendur að gefa út tvær bækur á næsta ári með enskum texta. Í þeim bókum verður birt brot af því besta úr vestfirsku bókunum, ásamt myndum. Aðspurður segist Hallgrímur ekki búinn að ákveða hvað lagersalan verði opin lengi í sumar, það fari eftir ferðamannastraumnum.

Lagersalan er opin alla daga frá 14-17 en þeir sem vilja kíkja í bóksöluna á öðrum tímum geta haft samband við Hallgrím í síma 8958260.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31