09.08.2010 - 17:43 | JÓH
Malbikað á Þingeyri
Framkvæmdir á Þingeyri eru áfram í fullum gangi og í síðustu viku var unnið að því að malbika víðs vegar í þorpinu. Davíð Davíðsson tók myndir af framkvæmdum við kirkjugarðinn og þær má sjá í albúminu. Auk þess að malbika við kirkjugarðinn var unnið að göngustíg við íþróttamiðstöðina, bílastæðinu við blokkina á Fjarðargötu 40 og við dvalarheimilið Tjörn svo eitthvað sé nefnt.