A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
03.07.2012 - 13:20 | JÓH

Tuttugu lið á strandblaksmóti

Metþátttaka var í strandblakinu í ár.
Metþátttaka var í strandblakinu í ár.
« 1 af 2 »
Alls voru tuttugu lið skráð til leiks í öðru stigamóti Blaksambands Íslands sem fram fór á Þingeyri um helgina. Laufey Björk Sigmundsdóttir, einn skipuleggjandi mótsins, segir að aldrei áður hafi jafnmargir tekið þátt í stigamóti á Þingeyri og því var metþátttaka í ár. „Strandblakið er í mikilli uppsveiflu því áhugi á sportinu er að aukast. Þátttakendur í þessu móti voru að koma alls staðar að af landinu. Við vorum með þrjú lið að vestan en svo var fólk frá Neskaupsstað, Akureyri og Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Flestir eru að koma með fjölskyldur sínar vestur og eru þá að dvelja lengur í senn." Keppt var í A og B deild kvenna, og í A deild karla, en mótið hófst í blíðskaparveðri á föstudagskvöld með leikjum í B deild kvenna. Spilað var langt fram á kvöld en keppnin hófst aftur snemma næsta morguns enda margir leikir á dagskrá. Laufey segir að þetta hafa verið hörkukeppni og leikir voru jafnir. „Mótið fór mjög vel fram. Við fengum líka frábært veður sem spillti ekki fyrir"....
Meira
01.07.2012 - 22:32 | JÓH

Góðir Dýrafjarðardagar að baki

Fjölmenni var á kvöldvökunni í gær.
Fjölmenni var á kvöldvökunni í gær.
« 1 af 5 »
Dýrafjarðardögum lauk með tónleikum The Saints of Boogie Street í Þingeyrarkirkju í dag en þetta var í 11. sinn sem hátíðin var haldin. Mikið fjölmenni var á hátíðinni enda veðrið með eindæmum gott og fjölbreytt dagskrá fyrir hátíðargesti. Erna Höskuldsdóttir, einn skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að hátíðin hafi gengið vel fyrir sig. „Það gekk allt vel og við erum mjög ánægð með mætinguna á hátíðina. Við gátum til dæmis ekki beðið um betra veður, fólk var bara í rólegheitum út um allan bæ og hafði það notalegt"....
Meira

Dýrfirðingurinn Svanur Bjarnason var í gær einbeittur að koma fyrir kjörkössum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósm.: Morgunblaðið / Eggert.
.
Forsetakosningarnar: - Lítur út fyrir góða kjörsókn
.

Íslendingar kjósa sér forseta í dag.
Kjörstaðir verða opnaðir milli klukkan 9 og 12 árdegis. Þeir verða opnir mislengi eftir aðstæðum.
Á kjörskrá eru 235.284 einstaklingar.

Kosið verður í 75 sveitarfélögum í sex kjördæmum. Stefnt er að því að talning atkvæða hefjist formlega klukkan 22:00 þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.


Kosningaþátttaka hefur verið með besta móti það sem af er. Um klukkan 22:30 í gærkvöldi höfðu borist 35.164 utankjörfundaratkvæði og þar af voru 19.937 í Reykjavík.

29.06.2012 - 14:06 | JÓH

Ný tíðni fyrir Bylgjuna á Þingeyri

Dýrfirðingar ættu að ná Bylgjunni núna á tíðninni 101,9 MHz.
Dýrfirðingar ættu að ná Bylgjunni núna á tíðninni 101,9 MHz.
Nýr Bylgjusendir fyrir Þingeyri og nágrenni var tekinn í gagnið í gær en hann er staðsettur á Sandafelli. Við uppsetningu á sendinum komu upp truflanir og því þurfti að fá nýja tíðniúthlutun fyrir Bylgjuna. Nýja tíðnin er 101,9 MHz og því verður ekki notast við tíðnina 91,7 MHz á Þingeyri eins og áætlað var. Vodafone færði einnig sjónvarpssendi Digital Ísland frá Höfðaodda upp á Sandafell í þeim tilgangi að bæta enn frekar sjónvarpsútsendingar á svæðinu. Ef einhverjir hafa orðið varir við slakari gæði sjónvarpsútsendingar síðan í gær, er þeim bent á að snúa sjónvarpsloftneti sínu upp að Sandafelli. Ekki þarf að breyta stillingum myndlykla vegna þessa.
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir sýnir ljósmyndir sínar á Veitingahorninu.
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir sýnir ljósmyndir sínar á Veitingahorninu.
« 1 af 2 »
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir er tæplega 15 ára Dýrafjarðarmær sem opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á Veitingahorninu kl. 15:00 í dag, föstudag. Jóhanna hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en byrjaði að taka myndir eftir að hafa farið í listaháskóla unga fólksins árið 2009. „Ágúst Atlason ljósmyndari var með ljósmyndanámskeið og þar fékk ég að prófa myndavél frá honum, stóra og flotta. Svo fannst mér Ágúst rosalega flottur og góður ljósmyndari, yndisleg persóna líka, og ég vissi þá að mig langaði að verða ljósmyndari. Það hefur ekkert breyst. En svo sökkti ég mér í ljósmyndunina fyrir um það bil tveimur árum. Þá fór ég að lesa mér til um þetta og var ákveðin í því að kaupa mér góða myndavél eins og ég fékk að prófa hjá Ágústi. Ég fékk hana svo frá mömmu og pabba í fermingargjöf"....
Meira
28.06.2012 - 23:26 | JÓH

Ný vefmyndavél í Dýrafirði

Skjáskot úr nýju vefmyndavélinni.
Skjáskot úr nýju vefmyndavélinni.
Tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpa hefur komið fyrir vefmyndavél á Höfða í Dýrafirði. Útsýnið er til vesturs út Dýrafjörðinn, frá ytri hluta Þingeyrar og yfir að Mýrarfelli. Myndin úr vélinni er lifandi, og með því að smella á hægri músarhnapp yfir henni má skoða hana i fullri skjástærð. Á vef Snerpu er þess getið að litlu hvítu deplarnir sem birtast stundum í forgrunni eru endurnar hans Sighvats á Höfða. Hægt er að fylgjast með vefmyndavélinni hér, en slóðina er einnig að finna í valmyndinni á Þingeyrarvefnum undir Tenglar.
28.06.2012 - 22:54 | JÓH

Góð þátttaka á samræðufundi

Forsetahjónin ásamt Gunnari Vagni Aðalsteinssyni.
Forsetahjónin ásamt Gunnari Vagni Aðalsteinssyni.
« 1 af 3 »
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, héldu samræðufund með Dýrfirðingum í Félagsheimilinu í gær. Fundurinn var vel sóttur og líflegar samræður áttu sér stað. Dorrit skrifaði á Facebook síðu sinni í gær að henni hafi þótt gaman að sjá að „Þingeyringar fylltu samkomuhúsið og hrifust með þegar Ólafur rifjaði upp æskuárin á Þingeyri og fólkið sem ól hann upp". Forsetahjónin voru létt í lund þegar þau kvöddu Dýrafjörðinn og gáfu sér meðal annars tíma til að skoða einstakt þríhjól sem stóð fyrir utan Félagsheimilið en það er smíðað af Dýrfirðingnum Gunnari Vagni Aðalsteinssyni. Forsetahjónin héldu því næst til Ísafjarðar þar sem síðasti samræðufundur þeirra fyrir komandi kosningar fór fram.
28.06.2012 - 17:02 | JÓH

Dýrafjarðardagar eru að hefjast!

Þessi flottu skreytingu er að finna á Fjarðargötu.
Þessi flottu skreytingu er að finna á Fjarðargötu.
Víða má sjá hús og garða á Þingeyri skreytt með fallega grænum og bleikum lit og ljóst að Dýrafjarðardagar eru að hefjast. Það er líflegt um að litast enda margir gestir komnir í bæinn og veðrið er eins og best verður á kosið. Í kvöld geta hátíðargestir meðal annars kíkt á undanúrslit EM á Veitingahorninu, fengið sér belgíska vöfflu í Simbahöllinni eða mætt á grillhlaðborð á Hótel Sandafelli. Þá verður Zumba danskennsla í Félagsheimilinu og spurningakeppnin Veistu hvað?? fer fram á Veitingahorninu strax að dansi loknum. Miða á hátíðina er hægt að nálgast í Upplýsingamiðstöðinni við Hafnarstræti og í sölutjaldi sem verður staðsett fyrir framan Íþróttamiðstöðina um helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á Víkingasvæðinu á laugardagskvöldið. Nánari upplýsingar um dagskrárviðburði er að finna hér, og á Facebook síðu Dýrafjarðardaga.
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31