A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir sýnir ljósmyndir sínar á Veitingahorninu.
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir sýnir ljósmyndir sínar á Veitingahorninu.
« 1 af 2 »
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir er tæplega 15 ára Dýrafjarðarmær sem opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á Veitingahorninu kl. 15:00 í dag, föstudag. Jóhanna hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en byrjaði að taka myndir eftir að hafa farið í listaháskóla unga fólksins árið 2009. „Ágúst Atlason ljósmyndari var með ljósmyndanámskeið og þar fékk ég að prófa myndavél frá honum, stóra og flotta. Svo fannst mér Ágúst rosalega flottur og góður ljósmyndari, yndisleg persóna líka, og ég vissi þá að mig langaði að verða ljósmyndari. Það hefur ekkert breyst. En svo sökkti ég mér í ljósmyndunina fyrir um það bil tveimur árum. Þá fór ég að lesa mér til um þetta og var ákveðin í því að kaupa mér góða myndavél eins og ég fékk að prófa hjá Ágústi. Ég fékk hana svo frá mömmu og pabba í fermingargjöf".

Jóhanna hefur verið dugleg að taka myndir af öllu mögulegu og myndir hennar hafa meðal annars birst á Þingeyrarvefnum og öðrum vefmiðlum. „Mér finnst rosalega notalegt að fara út í göngutúr með myndavélina. Mamma spurði mig alltaf, ef ég fór eitthvað út, hvort ég ætlaði ekki að taka bestu vinkonu mína með - semsagt myndavélina. Og síðan þá hefur myndavélin bara verið kölluð besta vinkonan". Jóhanna segir að náttúran hafi upp á mikið að bjóða og þess vegna verði hún oft viðfangsefnið í myndatökum. „Þó að ég sé að mynda sama hlutinn aftur og aftur, þá er alltaf hægt að finna nýtt sjónarhorn".

Þetta er fyrsta ljósmyndasýning Jóhönnu og helgin leggst mjög vel í hana. „Ég hef æðislegt fólk í kringum mig sem hefur hjálpað mér með sýninguna og vil gjarnan nota tækifærið og þakka þeim fyrir. Helgi og Lára á Veitingahorninu buðu mér að vera með sýningu og mamma og pabbi hjálpuðu mér með allt! Ágúst Atlason kenndi mér, Torfi Jóhannsson hjálpaði mér með myndirnar, Reynir frændi aðstoðaði mig með prentun á myndunum og Marinó flutti þær vestur fyrir mig. Eins og Mugison sagði: „Maður gerir ekki rassgat einn!" en með góðum stuðningi getur maður allt, eða allavega flest", segir þessi efnilega listakona að lokum.

Ljósmyndasýning Jóhönnu stendur yfir Dýrafjarðardaga á Veitingahorninu.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31