A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir

Sæmundur Þorvaldsson. Ljósm.: Bændablaðið.

Skjólskógar á Vestjörðum farnir að skila sýnilegum árangri víða um Vestjarðakjálkann
Verkefnin hafa gengið vel en járskortur farinn að segja til sín

 
Sæmundur Kr. Þorvaldsson að Lyngholti í Dýrafirði, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum, segir skógrækt á Vestfjörðum hafa gengið vel  síðan verkefni Skjólskóga fóru í gang fyrir alvöru. Hinsvegar séu fjárveitingar til þessa verkefnis komnar niður að þolmörkum og þegar farnar að hamla nauðsynlegum rannsóknum og árangursmati.

 

„Við stofnuðum um þetta áhugamannafélag árið 1996 og það starfaði í fjögur ár í Öndunarfirði og Dýrafirði. Síðan komumst við inn í  landshlutabundin skógræktarverkefni árið 1999 sem þá var verið að setja á stofn í þremur landshlutum. 
Þá varð til fyrirbærið Skjólskógar á Vestfjörðum sem er af sama toga og önnur landshlutaverkefni í skógrækt. Við höfum þó byggt á okkar gamla módeli nánast óbreyttu,“ segir Sæmundur, ekki aðeins litið á skóginn sem nýja auðlind heldur einnig til að nýta kosti skóga og skjólbelta fyrir hefðbundinn búskap svo sem akuryrkju og tún, landgræðsluskóga og skjól fyir búsmala í hagaskógum.

 

Sjá nánar í Bændablaðinu fimmtudaginn 14. júní 2012.  http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6055

14.06.2012 - 23:09 | JÓH

Ein stök hús í Simbahöllinni

Frá listsýningunni.
Frá listsýningunni.
Listsýningin ,,Ein stök hús" eftir dýrfirsku listamennina Jóhannes Frank Jóhannesson og Marsibil Kristjánsdóttur opnar í Simbahöllinni á morgun, föstudaginn 15. júní, og verður Marsibil á staðnum frá kl.19:00. Í tilefni sýningarinnar verður tilboð á marokkóskum lambapottrétti Simbahallarinnar á 2.500 kr. Frá og með morgundeginum breytist einnig opnunartíminn í Simbahöllinni og verður nú opin frá 10:00 - 22:00 alla daga. Þá mun einnig vera marokkóskur lambapottréttur í boði frá kl. 18:00. 


Skútan Concord að leggja upp til lúðuveiða við Ísland.
.
Af lúðuveiðum frá Dýrafirði fyrir nákvæmlega 122 árum
.

Haustið 2010 út; hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri, bók sem heitir Undir miðnætursól - Amerískir lúðuveiðarar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Saga lúðuveiðaranna er mikilvægur hluti af sögu Dýrafjarðar en Þingeyrar þó sérstaklega.

Í bók sinni rekur Jóhann Diego rækilega margt af því sem tengdist hinum amerísku lúðuveiðurum, störfum þeirra, afdrifum og örlögum.

Skipsbók lúðuveiðiskipsins Concord er afar fróðlegur kafli af mörgu merkilegu sem í bókinni er.

Hér má sjá þrjá daga úr skipsbókinni í júní árið 1890 fyrir nákæmlega 122 árum

  

Laugardagur 14. júní 1890.

 Við rerum út til að vitja og draga um klukkan sex í morgun. Lítið aflaðist, rétt

nóg til að beita upp á nýtt. Því vorum við komnir á skrið aftur um leið og allir voru

komnir um borð. Rétt í þann mund sem við vorum að komast á skrið datt hann í

dúnalogn. Um hádegi var veður eins og það gerist best, sama hvar í veröldinni það

er. Það var gjörsamlega dauður sjór og stillulogn og sólin var afar heit. Svona

nokkuð gerist einungis ef ekki gustar frá snjóþöktum strandfjöllunum eða

sjávarísbreiðunni sem kæla svo takmarkalaust beri vindinn þaðan.

Oft þarf að fara þrisvar-, fjórum sinnum eða jafnvel oftar út til að ná allri línunni inn.

Síðdegis blés hann upp og ýfðist sjór lítillega nærri Hornbjargi sem er um tíu

sjómílur frá okkur. Okkur barst sá kvittur frá skútumönnum sem voru á ferð nærri

slóð okkar, í um sex sjómílur út frá bjarginu, að lúðan ætti það til að bera til

veiðarfærin þeirra. Því létum við akkeri síga á þeim stað þegar við höfðum náð þangað um klukkan níu. Doríurnar reru svo út með þrjú bjóð hver og lögðu lóðir sínar þar til að kanna hverju það sætti, og ef vera kynni að skútumenn hefðu rétt

fyrir sér. Nú er vindur af norðaustri.

 

 Sunnudagur 15. júní 1890.

 Róið var út til að draga klukkan fjögur í morgun og höfðum við fimmtíu góða

fiska upp úr krafsinu og var það vísbending um aflavon. Hins vegar sýndi loftvog að

þrýstingur var fallandi og allt útlit fyrir að það færi að hvessa. Vindur stóð af austri.

Við tókum upp akkerið og létum okkur reka spölkorn eða þangað sem við

töldum vera veiðilegt og létum síga á ný. Á meðan rak beittum við á færin, biðum

svo stutta stund til að sjá hvað hann ætlaði að gera úr veðri. Loks rerum við út og

lögðum. Innan tveggja klukkustunda vorum við komnir út aftur og tókum allt upp og

voru allar doríurnar með góðan afla.

Skjótt fór að blása. Við hífðum því upp í skyndi og lögðum inn á Hornvíkina í var

Ég er alveg fastur á því að það sé góð aflavon einhvers staðar hér á þessum slóðum.

Á miðnætti var lagst við akkeri inni á víkinni.

 

 Mánudagur 16. júní 1890.

 Hér inni á víkinni hefur verið þokkalegasta veður í nótt. Hins vegar hefur ekki

verið nógu gott fyrir utan. Fyrir hádegið voru þrjár skútur til viðbótar komnar í var

hér inni á víkinni hjá okkar. Þá komu einnig tvö hákarlaskip mönnuð Íslendingum

inn á víkina. Þeir höfðu meðferðis talsvert af svartfuglseggjum sem þeir gátu selt

okkur. Við urðum samt að gæta vel að hver þeirra við tókum því mjög mörg þeirra

voru stropuð þó svo að þeir innfæddu ætu þau fiðruð og hvaðeina.
.
 

Lóðirnar dregnar. Komin full doría af vænni lúðu og enn er hluti veiðafæranna í sjó.

Oft þarf að fara þrisvar-, fjórum sinnum eða jafnvel oftar út til að ná allri línunni inn. 

Bókin er til sölu í bókaverslunum um land allt og  í netverslun Vestfirska forlagsins: -  www.vestfirska.is
 

 

 

14.06.2012 - 08:29 | BIB

Leitað að næsta söngvara Höfrungs

Árviss söngvarakeppni Höfrungs á Þingeyri hefst í dag en aðalkeppnin fer fram á sunnudagskvöld.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: bb.is
.
Leitað að næsta söngvara Höfrungs

Árviss söngvarakeppni Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri hefst í dag.

Verður sá háttur hafður á að þeir sem áhuga hafa, mæta kl. 20;00 í félagsheimilið og velja sér lag til að syngja.

Í tilkynningu er bent á að gott sé að taka með sér texta með því lagi sem viðkomandi ætlar að syngja. Að venju er keppninni skipt í þrjá aldursflokka, 10 ára og yngri, 11-16 ára og 17 ára og eldri Að þessu sinni mun tónlistarmaðurinn Guðmundur Hjaltason sjá um undirspil ásamt góðum félögum. Keppnin sjálf fer fram kl. 20:00 á sunnudagskvöld í félagsheimilinu.

Skráning verður á staðnum. Einnig er hægt að skrá sig hjá Guðrúnu Snæbjörgu Sigþórsdóttur í síma 866-4269



Mannleg samskipti - Benni Sig. og menn fólksins.

Mannleg samskipti - ný bók að vestan eftir Benna Sig

 Bókin  Mannleg samskipti  eftir Benedikt Sigurðsson í Bolungarvík er nýkomin út hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

.

 Benedikt hefur lengi pælt í mannlegum samskiptum og hvernig þau birtast í alls kyns mismunandi myndum. Hann segir í bók sinni: “Hvað eru mannleg samskipti? Skiptir máli hvernig maður kemur fram við fólk? Að sjálfsögðu, alveg eins og það skiptir máli hvernig fólk kemur fram við þig. Þú færð það sem þú gefur. Ég vil taka fram, að ég hef eflaust gert flest þau mistök sem hægt er að gera í samskiptum við annað fólk – rétt eins og þú, lesandi góður. En með árunum verður maður lífsreyndari og meðvitaðari um það hver maður er og hvert maður stefnir.”

.

Benedikt Sigurðsson er fæddur á Ísafirði árið 1975 en hefur búið í Bolungarvík má segja alla ævi. Hann er kvæntur Fjólu Sigríði Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn.

.

Bókin fæst í bókaverslunum og ýmsum öðrum verslunum um land allt, hjá http://www.vestfirska.is/ og hjá höfundi.

12.06.2012 - 17:46 | JÓH

Íþróttir á Dýrafjarðardögum

Vellirnir á Þingeyri fá fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á www.strandblak.is. Mynd: JÓH
Vellirnir á Þingeyri fá fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á www.strandblak.is. Mynd: JÓH
Íþróttafólk mun hafa í nógu að snúast á Dýrafjarðardögum því í ár fer fram bæði strandblaksmót og fótboltamót á Þingeyri. Skráning er nú þegar hafin á fótboltamótið en það verður haldið á Þingvelli laugardaginn 30. júní. Mótið hefst kl. 13 og er ætlað öllum 16 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að sex leikmenn séu í hverju liði, þar af einn skiptimaður. Skráning liða fer fram hjá Helga Snæ í síma 456-8101 eða á netfanginu helgi23ragnarsson@gmail.com. Þá verður annað stigamót Blaksambands Íslands í strandblaki haldið á strandblaksvöllunum við Íþróttamiðstöðina. Skráning í það fer fram á www.strandblak.is og þar má einnig sjá nánari upplýsingar um mótið.
Þverganga Venusar 5. - 6. júní. Myndir: Jón Sigurðsson
Þverganga Venusar 5. - 6. júní. Myndir: Jón Sigurðsson
« 1 af 3 »
Stjörnuáhugafólk á Þingeyri og nágrenni virtu fyrir sér þvergöngu Venusar þann 5.júní. Ský voru að þvælast fyrir í upphafi þvergöngunnar en Venus átti að byrja að læðast inná skífu sólar kl 22:04, en svo rofaði til um kl 22:15 og sást til sólar með ágætum og var hægt að fylgjast með viðburðinum þar til sólin settist á bak við fjöllin. Með þvergöngunni snertir Venus skífu sólar og þekur um 3% hennar, þannig dregur úr sólarbirtunni um 0,1%. Um 30 manns mættu til að virða fyrir sér þvergönguna og þótti flestum ef ekki öllum stórmerkilegt að fá að vera vitni af þessum merkilega viðburði. Næsta þverganga, sem sést frá upphafi til enda frá Íslandi, verður ekki fyrr en árið 2247. Horft var í gegnum 8" dobson spegilsjónauka með whitelight síu sem er sérstök til sólskoðunnar. Jón Sigurðsson stjörnuáhugamaður á Þingeyri leiddi hópinn í gegnum þvergönguna en hann er félagi í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnaness sem sá um að útvega sólarsíur og sérstök sólskoðunargleraugu til að nota á staðnum. 
07.06.2012 - 14:39 | JÓH

Skemmtilegir Dýrafjarðardagar framundan!

Það verður líf og fjör á Dýrafjarðardögum í ár. Myndin er tekin á hátíðinni 2010.
Það verður líf og fjör á Dýrafjarðardögum í ár. Myndin er tekin á hátíðinni 2010.
Nú er dagskrá Dýrafjarðardaga að taka á sig lokamynd og ljóst að margir góðir gestir munu koma fram á hátíðinni. Sem fyrr verður hátíðin haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní - 1. júlí. Umgjörð hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár og má þar nefna að viðburðir eins og kvöldvakan á Víkingasvæðinu, siglingar á víkingaskipinu Vésteini, hoppukastalar, kassabílarallý, harmonikuball og sundlaugardiskó verða á sínum stað. Þá hefur hljómsveitin Papar staðfest komu sína á hátíðina og ætla að halda uppi fjörinu í Félagsheimilinu á laugardagskvöldinu. Gói og Þröstur Leó munu sýna úr leikritinu Gói og baunagrasið, og hljómsveitin The Saints of Boogie street, sem er Leonard Cohen tribute band, verða með tónleika í kirkjunni....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31