A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð. Teiknuð að Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni.
Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð. Teiknuð að Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni.
« 1 af 4 »
Í tilefni af 100 ára afmæli Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð verða þar haldnir útitónleikar og hátíðarmessa dagana 28. og 29. júlí 2012 undir yfirskriftinni Kirkjan og fólkið. Kirkjan er teiknuð af Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni og er ein af þremur krosskirkjum hans en hinar eru Hjarðarholtskirkja í Dölum og Húsavíkurkirkja.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands predikar á sunnudag og sóknarpresturinn séra Önundur Björnsson þjónar fyrir altari. Fluttur verður einsöngur og kórsöngur og kirkjukaffi verður í hlöðunni.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Aksturstími frá Reykjavík er ein og hálf klukkustund.
´
Sjá dagskrá  á mynd:
Séra Sigurður Ægisson gengur til embættis í Furufirði 1993 ásamt fleiri starfsbræðrum. Ljósm.: Aðalsteinn Eiríksson.
Séra Sigurður Ægisson gengur til embættis í Furufirði 1993 ásamt fleiri starfsbræðrum. Ljósm.: Aðalsteinn Eiríksson.
« 1 af 2 »
Varla líður svo dagur að Vestfirska forlagið sé ekki beðið um bækur um Hornstrandir og Jökulfirði.Við fórum að íhuga það mál og niðurstaðan er sú að ótrúlega mikið efni um þessar eyðibyggðir Vestfjarða er vítt og breytt í Bókunum að vestan. Hér er um að ræða fjölbreyttar og áhugaverðar frásagnir sem þurfa að komast fyrir augu sem flestra.

    

Vestfirska forlagið hefur því ákveðið að gefa út ritröð um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar verður dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  

 

Fyrsta heftið í ritröðinni nefnist Gagn og gaman fyrir vestan, Hornstrandir og Jökulfirðir, ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi. Meðal efnis er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá Dynjanda og grein um bænhúsið í Furufirði eftir síra Águst Sigurðsson, svo nokkuð sé nefnt.

    

Bókin kemur vonandi út strax og veður leyfir. Hvort það verður fyrir eða eftir drulluboltamót kemur bara í ljós eins og Bjössi á Ósi segir. Vonum við að lesendur kunni vel að meta þetta framlag forlagsins við yzta haf.

 

Vestfirska forlagið

Séð niður í Dýrafjarðarbotn og út fjörðinn.
Séð niður í Dýrafjarðarbotn og út fjörðinn.
Gengið frá Hestfjarðarbotni yfir Hestfjarðarheiði niður í botn Dýrafjarðar.
Göngutími er 7 klst. og vegalengd 16 km, mesta hæð er 698 mys. Þriggja skóa ferð.

Mæting er við Jón Indíafara í Súðavík kl. 9:00. Verð fer eftir þátttöku, fararstjóri + ferðir til og frá göngustað. Umbi Rögnvaldur Þór Óskarsson, sími 846 7980.

Fararstjóri Barði Ingibjartsson, skráning í síma 846 6350.
Dýrfirðingarnir Bjarni Einarsson og Sylvía Ólafsdóttir á Þingeyri og dóttir þeirra Kristjörg Bjarnadóttir sem býr ásamt fjölskyldu á Selfossi. Tugir Dýrfirðinga búa í Flóanum og fjöldi Vestfirðingar á svæðinu telur í hundruðum.
Dýrfirðingarnir Bjarni Einarsson og Sylvía Ólafsdóttir á Þingeyri og dóttir þeirra Kristjörg Bjarnadóttir sem býr ásamt fjölskyldu á Selfossi. Tugir Dýrfirðinga búa í Flóanum og fjöldi Vestfirðingar á svæðinu telur í hundruðum.
« 1 af 4 »
 

Stokkseyringar og gestir þeirra halda sína níundu bryggjuhátíð nú um helgina. Fjöldi fólks var á Stokkseyrarbryggju í fyrrakvöld þegar hátíðin var sett í góðu veðri


Í gær var barnaskemmtun og síðan skrúðganga hverfanna og í kjölfarið var m.a. keppt í gleðibolta. 

Um kvöld léku RetRoBot og fleiri unglingahljómsveitir á Bryggjusviðinu milli 20 og 22 og á sama tíma var harmonikkudansleikur í Íþróttahúsinu. Hljómsveitin Buff lék síðan á Bryggjusviðinu til miðnættis. Þá var ball á Draugabarnum með feðgunum Labba og Bassa á Selfossi.


Í dag er m.a. töfrasýning, sandkastalakeppni og söguferð um Stokkseyri með Siggeiri Ingólfssyni, formanni Stokkseyringafélagsins í Reykjavík en hann býr á Eyrarbakka.


Dýrfirðingar voru á svæðinu og náðust nokkrir þeirra á mynd.

20.07.2012 - 08:52 | Björn Ingi Bjarnason,Hrútavinafélagið Örvar,Vestfirska forlagið

Basil fursti - 4. og 5. hefti komin út hjá Vestfirska forlaginu

Brattholtshjónin Njörður Marel Jónsson og Lára Ágústsdóttir með Basil fursta.
Brattholtshjónin Njörður Marel Jónsson og Lára Ágústsdóttir með Basil fursta.
« 1 af 3 »

Fjórða heftið nefnist Í klóm pyntingarmunkanna og gerist á Spáni. Þar á Basil fursti í höggi við hina hættulegustu óvini að vanda og verður spennandi að sjá hver aðal foringinn er.

.

Fimmta heftið nefnist Gildran og nú kemur Sam Foxtrot, hinn trúi þjónn furstans, til sögunnar. Sam er bæði mikill kraftajötunn og notalega kvenhollur og verður gaman að sjá hvernig honum gengur að hjálpa furstanum með glæpamennina og ekki síður glæpakvendin!

 

Basil fursta er fagnað víða um land. Er það bæði að gamlir lesendur fagna endurkomu furstans eins hitt að nýir lesendur eru mjög ánægðir með þessa útgáfu Vestfirska forlagsins.

 

Hátíðarstundir eru víða um land þegar fólk fær í hendur Basil fursta. Gott dæmi um slíkt var á dögunum þegar Hrútavinafélagið Örvar á Stokkseyri, sem eru förumenn Vestfirska forlagsins í mörgu, komu að Brattholti við Gullfoss. Þar búa Dýrfirðingurinn Lára Ágústsdóttir úr Prestshúsinu á Þingeyri og Stokkseyringurinn Njörður Marel Jónsson frá Útgörðum á Stokkseyri. Þau hafa búið í Brattholti í 30 ár en bjuggu áður á Kjartansstöðum í Flóa. Lára og Njörður ásamt sonum stunda kraftmikla útgerð með glæsibrag  við Gullfoss hina miklu náttúru- og þjóðargersemi í landi Brattholts.

19.07.2012 - 21:32 | BB.is

Hvalbeinin risin í Skrúði

Smiðirnir við hvalbeinin.  Mynd: Kristján Gunnarsson.
Smiðirnir við hvalbeinin. Mynd: Kristján Gunnarsson.
« 1 af 2 »
Nýjum hvalbeinum hefur verið komið fyrir í jurta- og trjágarðinum Skrúði í Dýrafirði.

Gömlu beinin voru tekin niður haustið 2009 til forvinnslu hjá Náttúrugripasafni Vestfjarða en þau höfðu staðið í garðinum frá fyrri hluta síðustu aldar.

Sama ár barst garðinum ný bein að gjöf frá fyrirtækinu Hval hf., í Hafnarfirði. Sigmundur Fríðar Þórðarson þúsundþjalasmiður á Þingeyri hafði umsjón með verkinu en honum til aðstoðar voru þeir Jón Reynir Sigurðsson, Darius Slatkevicius, Sveinbjörn Halldórsson og Kristján Gunnarsson. Beinin verða formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í ágúst.

Hafliði Magnússon framan við Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi.
Hafliði Magnússon framan við Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi.
« 1 af 4 »

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, fæddist í Hergilsey á Breiðafirði þann 16. júlí 1935. Hann lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.

 

Vinir Hafliða Magnússonar; Vestfirðingar og Sunnlendingar, boða til Hafliðadags í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi á 77. afmælisdegi hans í dag kl. 16. Þar verður drukkið "menningarkakó" eins og venja var til í vinahópi Hafliða. Hans verður minnst í bundnu og óbundnumáli í léttleika í anda Hafliða. Allir eru hjartanlega velkomnir.


Frá Hergilsey fluttist Hafliði sex ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af átti hann heima á Bíldudal. Hafliði bjó einnig um tíma í Reykjavík.

 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu, og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Frá árinu 1998 bjó Hafliði á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni, Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG húsum.

Hafliði Magnússon var alla tíð einn af máttarstólpum Vestfirska forlagsins á Þingeyri, hinnar kröftugu menningarveitu Vestfirðinga.

F.v.: Grétar Zóphoníasson úr hópi Hrútavina frá Stokkseyri og Eyrarbakka og  Bjarni Guðmundsson  Dýrfirðingur og heimamaður á Hvanneyri sem og Hrútavinur.
F.v.: Grétar Zóphoníasson úr hópi Hrútavina frá Stokkseyri og Eyrarbakka og Bjarni Guðmundsson Dýrfirðingur og heimamaður á Hvanneyri sem og Hrútavinur.
« 1 af 14 »

Um 240-250 manns kíktu við á Safnadegi á Hvanneyri sunnudaginn 8. júlí sl. Landbúnaðarsafnið var mikið skoðað og tveir heiðursbændur komu færandi hendi með gagnmerka gripi í þeim - með vilyrði um fleiri.

Farin var fjölmenn mjólkursagnaganga um staði og minjar undir leiðsögn Dýrfirðingsins á Hvanneyri, Bjarna Guðmundssonar.

Landskeppnin Ull í fat fór fram á vegum Ullarselsins þar sem þrjú lið kepptu. Ullarselið mun væntanlega greina frá úrslitum keppninnar sem varð afar jöfn og spennandi.

Þá var Flóarmarkaður í Halldórsfjósi og Kvenfélagið 19. júní bauð myndarlegt vöfflukaffi í Skemmunni.

 

Þá heiðruðu sérlegir fulltrúar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og markaðsstjóri Vestfirska forlagsins á Brekku hátíðarsvæðið með nærveru sinni, og boðaði opinbera heimsókn félagsmanna þess að Hvanneyri er hallaði nær göngum og réttum haustsins.

 

Síðast en ekki síst komu nokkrir félagar Fornbílaklúbbs Íslands í heimsókn á glæsifákum sínum, sá elsti var Ford A 1930. Vöktu þeir mikla athygli.

 

Í heild tókst Safnadagurinn á Hvanneyri afskaplega vel. Logn, hiti, maður-er-manns-gaman-stemning og velþegin súld undir dagslokin einkenndu samkomuna.

 

Gestum er þökkuð koman að Hvanneyri.  Af: www.landbunadarsafn.is

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31