Dýrfirðingar á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
Þingeyringarnir á Selfossi; Sævar Gunnarsson og Kristbjörg Bjarnadóttir voru á Bakkanum.
Dýrfirðingar á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
Eyrbekkingar kölluðu sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka í gær. Hátíðin var haldin í fjórtanda sinn og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna allan daginn.
Brennan í fjörunni vestan við Eyrarbakka er hápunktur Jónsmessuhátíðarinnar hefur ætíð dregið til sín margmenni og varð þar ekki breytng á að þessu sinni. Bakkamaðurinn Árni Valdimarsson flutti stutt ávarp og síðan sá Bakkabandið um fjörið meðan menn endust.
Vestfirðingar, sem eru fjölmargir á Suðurlandi, voru meðal gesta á brennunni og er dæmi þess hér á myndum.
.
Vestfirðingarnir á Eyrarbakka; Inga Lára Baldvinsdóttir frá Arngerðareyri og Margrét S. Kristinsdóttir frá Ísafirði.
.