A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir

Þingeyringarnir á Selfossi; Sævar Gunnarsson og Kristbjörg Bjarnadóttir voru á Bakkanum.

Dýrfirðingar á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

 

Eyrbekkingar kölluðu sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka í gær. Hátíðin var haldin í fjórtanda sinn og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna allan daginn.


Brennan í fjörunni vestan við Eyrarbakka er hápunktur Jónsmessuhátíðarinnar hefur ætíð dregið til sín margmenni og varð þar ekki breytng á að þessu sinni.  Bakkamaðurinn Árni Valdimarsson flutti stutt ávarp og síðan sá Bakkabandið um fjörið meðan menn endust.


Vestfirðingar, sem eru fjölmargir á Suðurlandi, voru meðal gesta á brennunni og er dæmi þess hér á myndum.
.

Vestfirðingarnir á Eyrarbakka; Inga Lára Baldvinsdóttir frá Arngerðareyri og Margrét S. Kristinsdóttir frá Ísafirði.
.

22.06.2012 - 01:01 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2012

Glæsileg dagskrá er framundan.
Glæsileg dagskrá er framundan.
Nú er aðeins vika í Dýrafjarðardaga en hátíðin verður haldin dagana 29. júní - 1. júlí. Dagskráin hefur verið birt hér á Þingeyrarvefnum, en ekki er ólíklegt að fleiri atriði eigi eftir að bætast við. Dagskráin er vegleg að vanda og margir listamenn sem ætla að leggja hátíðinni lið. Erna Höskuldsdóttir er einn skipuleggjandi hátíðarinnar og að hennar sögn verður hátíðin með svipuðu sniði og fyrri ár. „Markmiðið er að öll fjölskyldan finni eitthvað við sitt hæfi og njóti daganna saman hérna í firðinum okkar. Það er einhugur í heimamönnum að gera þessa hátíð sem glæsilegasta enda margir sem fá sitt fólk „heim" þessa daga og vilja gera vel. Við höfum fengið góða aðstoð, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, og ég hef trú á að fólk muni skemmta sér á hátíðinni, það þarf bara að mæta með góða skapið". Gestir Dýrafjarðardaga eru hvattir til að fylgjast með viðburðum hátíðarinnar á Facebook.
21.06.2012 - 15:44 | EMT

Frábær Íþróttahátíð!

Smá sýnishorn af fjöldanum á Íþróttahátíð á Þingeyri 2012
Smá sýnishorn af fjöldanum á Íþróttahátíð á Þingeyri 2012

Íþróttahátíð Ísafjarðarbæjar og gesta frá Bolungarvík var haldin hér á Þingeyri í dag og voru allir sammála um að allt hafi gengið mjög vel. Um það bil 160 börn voru skráð til leiks og á milli 50-60 kennarar, foreldrar, vinnuskólaunglingar og aðrir velunnarar skólans sáu um að allt gengi að óskum. Boðið var uppá 20 skemmtilegar stöðvar af ýmsu tagi og að lokum var grillveisla á Víkingasvæðinu. Við viljum þakka gestunum fyrir komuna og öllum sem aðstoðuðu á einhvern hátt, sendum við kærar þakkir fyrir.

Heiðdís Birta Jónsdóttir sá um að taka myndir fyrir okkur.



Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
.
Einn góður að vestan: -  Stutt og gagnort
.
Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði í Djúpi er kunnur fyrir sínar gagnorðu og meitluðu ræður. Messur og jarðarfarir hjá gamla prófastinum voru alltaf mjög stuttar og mun kirkjugestum aldrei hafa leiðst undir þeim. Til þess gafst einfaldlega ekki tími.

Eitt sinn þegar klerkur var að messa í Ögri við Ísafjarðardjúp lauk predikun hans fyrirvaralaust með þessum orðum:

Haldið vöku ykkar því djöfullinn fer aldrei í frí. Amen.
.
Úr menningarveitu Vestfirska forlagsins á Þingeyri.
Mannlíf og saga fyrir vestan - 5. hefti
.

20.06.2012 - 05:30 | BIB

Dýrafjarðargöngum flýtt


Séð yfir Dýrafjarðarbrú og inn í botn Dýrafjarðar. Ljósm.: www.ruv.is
.
Dýrafjarðargöngum flýtt
.

53 milljarðar króna eru áætlaðir í samgöngubætur næstu tíu ár samkvæmt samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í gær.
.
Áætlunin var samþykkti með viðbótar- eða breytingartillögum umhverfis- og samgöngunefndar. Ólína Þorvarðardóttir Samfylkingu varaformaður nefndarinnar segir helstu breytingarnar vera þær að gerð tvennra jarðganga verður flýtt.
„Dýrafjarðargöng, þeim hefur verið flýtt frá 2018 til ársins 2015 og gert ráð fyrir að þeim ljúki 2018 sem eru gríðarlega stór tíðindi fyrir samgöngumálin í landinu því að þessi göng voru dottin út úr samgönguáætlun og Norðfjarðargöngin sem hefjast þá strax.

Forsendan fyrir þessu er auðvitað sú fjárfestingaráætlun sem ríkisstjórnin hefur kynnt og það viðbótarfjármagn sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái annars vegar með veiðigjaldinu og hins vegar vegna sölu á eigum bankanna." Ólína telur að lækkun veiðigjaldsins áhrif á fjárfestingaáætlunina í heild sinni en hafi þó ekki áhrif á samgönguáætlunina.

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður.
.



Ómar Smári Kristinsson með Hjólabókina á ensku og íslensku.   Ljósm.:  www.vestur.is
.
Hjólabók Ómars Smára komin út á ensku
.

Hjólabókin eftir Ómar Smára Kristinsson er komin út á ensku hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri og heitir "The Biking Book of Iceland - Day trip cycle circuits - Part 1: The Westfjords". Nú er í óða önn verið að koma henni í hillur sölustaða vítt um land.

.
Eins og í íslensku útgáfunni er í þessari nýju bók lýst 14 mis-krefjandi dagleiðum sem liggja í hring. Fjölmargar litmyndir eru á sínum stað, sem og kortin og hinar gagnlegu upplýsingar um bratta, vegalengdir, drykkjarvatn, hættur og margt fleira. Það sem aðgreinir bækurnar snýr beint að tungumálinu; íslensku örnefnin eru útskírð. Í stað örnefnaskrár er komin íslensk-ensk "örnefnaorðabók". 

.
Höfundur Hjólabókarinnar, Ómar Smári, vinnur um þessar mundir hörðum höndum (öllu heldur fótum) við gerð næstu bókar, sem fjallar um dagleiðir á Vesturlandi, ætlaðar hjólreiðafólki. Sú bók mun koma út fyrir jólin 2012 og á ensku vorið 2013. Þannig mun útgáfan ganga koll af kolli, uns lýst hefur verið ákjósanlegum hjólreiðaleiðum hringinn í kringum landið.
.

Meðal hjólaleiða í bókinni er hringleið um innsta hluta Dýrafjarðar.
.

Af: www.vestfirska.is
.



Hvalabeinin úr Skrúð og hvalveiðar á Vestfjörðum (Framkvæmdasjóður Skrúðs) fengu kr. 700.000.-
.
Verkefnastyrkir Menningarráðs Vestfjarða 2012
.

Menningarráð Vestfjarða hefur fyrir nokkru lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar ráðsins á verkefnastyrkjum árið 2012 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru fyrir hverja úthlutun. Að þessu sinni eru veitt framlög til 33 verkefna, samtals að upphæð 19.130.000.- Áður hefur Menningarráð Vestfjarða úthlutað 11,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki á þessu ári.   
 
Verkefnastyrkirnir eru á bilinu 90 þúsund til 1,5 milljón, en það var verkefni Minjasafnsins á Hnjóti sem ber yfirskriftina Björgunarafrekið við Látrabjarg sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 107 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna.   
Menningarráð Vestfjarða þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum öllum velfarnaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum nálægt næstu áramótum.  
 
Eftirtalin verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni (umsækjandi er innan sviga):  
 
Björgunarafrekið við Látrabjarg (Minjasafnið á Hnjóti) 1.500.000.-
Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2012 (Menningarmiðstöðin Edinborg) 1.000.000.-
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda 2012 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) 1.000.000.-
Act alone 2012 (Act alone) 1.000.000.- Þjóðleikur á Vestfjörðum (Þjóðleikur) 1.000.000.- 
  
Hrafna-Flóki söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið) 800.000.-
Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð) 800.000.-
Sálin hans Muggs míns (Kómedíuleikhúsið) 800.000.-
Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson) 800.000.-
Sögulegar vestfirskar stuttmyndir (Gláma) 800.000.-
Arnarsetur Íslands - sýning (Össusetur Íslands ehf) 700.000.-
Hvalabeinin úr Skrúð og hvalveiðar á Vestfjörðum (Framkvæmdasjóður Skrúðs) 700.000.-
 
Krummi á alla kanta (Náttúrugripasafn Bolungarvíkur) 690.000.-
List á Vestfjörðum 2012 (Félag vestfirskra listamanna) 600.000.-
Grunnsýning um Stein Steinarr í Steinshúsi (Sögumiðlun ehf) 600.000.-
Vestfirsk ljósmyndabók (Eyþór Jóvinsson) 600.000.-
Frásagnasafnið - lokaáfangi (Þjóðfræðistofa) 600.000.-
Rauðasandur Festival (Rauðasandur Festival) 600.000.-
 
Flókatóftir (Vesturbyggð) 500.000.-
Listamaðurinn með barnshjartað - leiksýning (Kómedíuleikhúsið) 500.000.-
Safn sem hýsir sögu kvennamenningar og lista (Kvenfélagið Ósk) 500.000.-
Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon og aðrar sérsýningar Sauðfjárseturs á afmælisári þess (Sauðfjársetur á Ströndum) 500.000.-
 
One Scene (Fjölnir Már Baldursson) 400.000.-
Sýning um skinnklæði (Sandra Borg Bjarnadóttir) 400.000.-
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - viðbætur (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf) 350.000.-
Tónlist frá ýmsum hliðum (Fræðslumiðstöð Vestfjarða) 300.000.-
Strandastelpa - frá Yangjiang norður í Trékyllisvík (Ingibjörg Valgeirsdóttir) 250.000.-
Harpa og Ragna: Arnarfjörður (Markús Þór Andrésson) 200.000.-
Einstök sýning - Sigurlaug Jónasdóttir (Gíslastaðir) 200.000.-
 
Allir eitt - ljósmyndasýning (Hótel Laugarhóll) 150.000.-
Götulistanámskeið á Ísafirði (Lisbet Harðard. Ólafardóttir) 100.000.-
Líf og list Þórdísar Egilsdóttur (Sigrún Gunnarsdóttir) 100.000.-
Dansi dansi dúkkan mín (Jósefína Guðrún Gísladóttir) 90.000.- 

Af: http://www.vestfirskmenning.is/

 

 Hrafnseyri við Arnarfjörð.
.

 17. júní  2012  á Hrafnseyri við Arnarfjörð

Dagskrá:

12:15
- Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftar meistaranema og fjölda fjarnema hjá Háskólasetri Vestfjarða

14:00 - Guðsþjónusta: Séra Fjölnir Ásbjörnsson prédikar. Kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur.
Stjórnandi og undirleikari: Tuuli Rähni

15:00 - Hátíðarræða dagsins : Guðmundur Hálfdánarson prófessor
- Leikrit: „Sómi Íslands, sverð og skjöldur", eftir Svein Einarsson
Leikararar: Arnar Jónsson og Hilmar Guðjónsson

16:00 - Kaffihlaðborð
.
Hér má sjá myndir frá Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980.
.

 

 

 


.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31