A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
Kristján Davíðsson fyrir framan Willy‘s jeppann.
Kristján Davíðsson fyrir framan Willy‘s jeppann.
„Hann kom í kassa, húslaus og dekkjalaus. Þessi blæja er saumuð á upphaflegu blæjuna," segir Dýrfirðingurinn brottflutti, Kristján Davíðsson eigandi 1946 árgerðar af Willy‘s jeppa, sem lét sjá sig í rigningarsuddanum á Ísafirði í gær.

Kristján er á leið með bílinn frá Þingeyri á landbúnaðarsýninguna á Hvanneyri en þar ræður ríkjum Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson. 

Bíllinn var upphaflega í eigu afa Kristjáns og einn af fyrstu bílunum í Dýrafirði.

04.09.2012 - 08:43 | bb.is

Göngu- og útivistarvika á Þingeyri

Þingeyri.
Þingeyri.
« 1 af 3 »
Í vikunni verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í Grunnskólanum á Þingeyri. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á nýjan hátt, kynna sér umhverfi og náttúruna og/eða bregða á leik.

Í dag verður farið í sérstakar gönguferðir. Þá mun fyrsti til fjórði bekkur ganga um Grófir og Brekkuháls, fimmti til sjöundi bekkur gengur um Mýrarfell og áttundi til tíundi bekkur gengur á Arnarnúp.

Ef útlit er um tvísýnt gönguveður mun ákvörðum liggja fyrir í skólanum snemma morguns hvort farið er.

Hornstrandir og Jökulfirðir.  Kápa nýju bókarinnar að framan.
Hornstrandir og Jökulfirðir. Kápa nýju bókarinnar að framan.
Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta sérlega vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar er dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  

Meðal efnis í fyrsta hefti, sem komið er út, er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá Dynjanda og grein um bænhúsið í Furufirði eftir síra Águst Sigurðsson, svo nokkuð sé nefnt.

Hornstrandir og Jökulfirðir er til sölu í bókabúðum víða um land - í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og í netversluninni á www.vestfirska.is



F.v.: Steinarr Höskuldsson, Ásgeir Guðnason og Friðrik E. Hafberg.
F.v.: Steinarr Höskuldsson, Ásgeir Guðnason og Friðrik E. Hafberg.
« 1 af 6 »
Golfmót Önfirðinga var haldið á Þorlákshafnarvelli sunnudaginn 26. ágúst sl.  

Þátttaka var mjög góð eða um 40 manns. Meðal spilara voru nokkrir Súgfirðingar og Dýrfirðingurinn Steinarr Höskuldsson frá Þingeyri.

 

Önundarfjarðarmeistari í höggleik: Gunnlaugur Ragnarsson

 

Punktakeppni:

Konur:     1. sæti:   Halla Leifsdóttir

               2. sæti:  Jóhanna B. Magnúsdóttir

               3. sæti:  Jakobína Sigtryggsdóttir

Karlar:    1. sæti    Aðalsteinn Bragason

              2. sæti    Hjörtur Hjartar

              3. sæti    Hermann Guðmundsson 

Sigurvegarar og aðrir í efstu sætum fengu veglega verðlaunagripi ásamt öðrum verðlaunum.

Þá voru dregin út verðlaun úr skorkortum þátttakenda og fengu allir verðlaun með þeim hætti.

Verðlaun gáfu; Vestfirska forlagið á Þingeyri, Landsbankinn og fleiri.

Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
« 1 af 2 »

Hið árlega "Rjómaball" , haustfagnaður bænda og búaliðs, verður laugardagskvöldið 1. sept 2012 á Núpi í Dýrafirði.


Hefðbundin dagskrá: Borðhald , skemmtun, og dansleikur þar sem Halli og Þórunn sjá um fjörið. Veislustjóri verður gamanleikkonan góðkunna Edda Björgvinsdóttir.


Skráning hjá Helgu Guðnýju í síma 894 4512 eða netfang bjornb@snerpa.is

Hornstrandir og Jökulfirðir. Kápa nýju bókarinnar að framan.
Hornstrandir og Jökulfirðir. Kápa nýju bókarinnar að framan.
« 1 af 2 »

Vestfirska forlagið hefur ákveðið að gefa út ritröð um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar verður dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  

Meðal efnis í fyrsta hefi, sem kemur út í næstu viku, er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá Dynjanda og grein um bænhúsið í Furufirði eftir síra Águst Sigurðsson, svo nokkuð sé nefnt.

Vonum við að lesendur kunni vel að meta þetta framlag forlagsins við yzta haf.

Frá Vestfirska forlaginu að Brekku í Dýrafirði

31.07.2012 - 09:19 | BIB

Bústnar vöfflur með leynibragði

Vöfflur verða til í Simbahöllini á Þingeyri.
Vöfflur verða til í Simbahöllini á Þingeyri.
« 1 af 5 »
Mikið sem það er skemmtilegt að búa á landi sem sífellt er hægt að sjá nýjar hliðar á. Líkt og fram kom í síðasta pistli mínum hélt ég fyrir tveimur vikum síðan á Vestfirði í fyrsta sinn á ævi minni. Verður að segjast að ég heillaðist algjörlega af þessu landsvæði. Firðirnir eru endalausir, fjöllin ótrúleg, náttúran almennt stórbrotin og þorpin falleg. Strikar þetta allt saman út fjallvegina sem mér þóttu á köflum einum of brattir.


Að öllu öðru ólöstuðu fannst mér standa upp úr að keyra út í Selárdal og skoða þar listaverk Samúels Jónssonar. Listamannsins með barnshjartað eins og hann er gjarnan kallaður. Samúel var bóndi í þessum afskekkta dal þar sem í næsta nágrenni bjó Gísli nokkur á Uppsölum. Skálavík, í grennd við Bolungarvík, stendur einnig upp úr. Friðsæll staður og kjörinn til að á og fá sér göngutúr um fjöruna. Af tjaldstæðum má helst nefna tjaldstæðið við Dynjanda sem er einmitt það sem maður vill á Vestfjörðum. Dálítið afskekkt, lítið og ekki fjölfarið. Kvöldsólin skartaði sínu fegursta og rammaði inn fossinn ægifagra sem rennur ótrúlega formfagur eftir bjarginu.

Svo verð ég nú að skjóta inn línu um vöfflurnar á Simbakaffi á Þingeyri. Bústnar með einhverju leynibragði sem var afar gómsætt og góður bolli af heitu súkkulaði með.


Á ferðum okkar skemmdi veðrið heldur ekki fyrir. Sólin skein í heiði og hitamælirinn sýndi vel upp undir 20 stig. Svona á þetta að vera á sumrin og um að gera að njóta frísins til að skoða landið sitt og kynnast því enn betur.


Sem áður sagði þóttu mér vegirnir á Vestfjörðum á köflum fremur brattir og beinlínis glæfralegir með augum Reykjavíkurbarns. Keyrsla um þá er þó algjörlega þess virði og margt að sjá fyrir vegfarendur. Þó vissulega skuli ökumaður ekkert gera annað en að horfa fram á veginn. Enda veitir ekki af.

Sunnudagsmogginn 29. júlí 2012 - María Ólafsdóttir

30.07.2012 - 09:25 | BIB

Vestfirzka verzlunin er ævintýri

Jóhanna Jörgensen frá Þingeyri er sumarstarfsmaður í búðinni og hér standa þau saman við afgreiðsluborðið hún og Eyþór Jóvinsson. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Jóhanna Jörgensen frá Þingeyri er sumarstarfsmaður í búðinni og hér standa þau saman við afgreiðsluborðið hún og Eyþór Jóvinsson. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
« 1 af 4 »
 

Eyþór Jóvinsson frá Flateyri er einhver ferskasti frumherji sem Vestfirðir búa yfir. Þegar næst að virkja hugmyndaflug hans er það á við heilt orkuver, nema hvað það sligar ekki þjóðarhag.

Í fyrrasumar opnaði Eyþór Vestfirzku verzlunina á Ísafirði með þeim Ómari Smára listamanni og Hallgrími Sveinssyni bókaútgefanda. Hugmyndin var að hafa tveggja mánaða sumaropnun þetta eina sumar.


„Það gekk svo vel í fyrra að ég tímdi ekki að loka og ákvað halda einn áfram með búðina, viðtökurnar hafa verið hreint ótrúlegar og salan í sumar er marföld frá fyrra sumri. Met eru það heima menn, þó kannski helst brottfluttir sem gera stóru innkaupin en ferðafólk kemur auðvitað flest við í búðinni hjá mér. Ferðafólk hefur sagt mér að því hafi verið ráðlagt tvennt áður en það fór vestur, að fara út á Látrabjarg og í Vestfirzku verzlunina. Þetta er bara ævintýri " Segir þessi kappsfulli hugmyndabanki þar sem hann jöfnum höndum merkir boli og færir bókhald.


Auk þess að reka þessa einstöku verslun vestfirsku vörurnar er Eyþór öflugur á sviði fjölmiðlunar á Vestfjörðum. Hann gefur vikulega út Dagskrána sem send er fólki frítt í hvert hús á Vestfjörðum hvort sem er í innstu dölum eða við ysta sæ.

„Það komu til mín virtir verslunarmenn í bænum og leituðust eftir því við mig að gefa þessa dagskrá út og nú kemur hún á hverjum fimmtudegi hlaðin viðburðum og upplýsingum."


Jafnframt því að gefa þetta blað út heldur Eyþór úti öflugum vef, www.vestur.is þar sem sjá má allt sem gerst á Vestfjörðum. Vefurinn er fréttaveita þar sem safnað er frásögnum og fréttum af um það bil 80 vefjum á Vestfjörðum auk þess sem allar fréttir sem koma í landsmiðlunum eru settar á vestur.is og auðveldar fólki að sjá hvað er um að vera þegar allt er komið á sama stað.

Athygli hefur vakið að hægt er að auglýsingar á vefnum kosta bara krónu, það er að segja auglýsandinn greiðir krónu í hvert skipti sem auglýsingin er skoðuð.

„Stóra nýjungin á vefnum eru frétta- og mannlífsmyndböndin sem við erum með og hafa notið gríðarlegra vinsælda og tugir þúsunda manna hafa skoðað." segir kappinn sem nú þarf að snúa sér að öðru meira aðkallandi en að sitja að spjalli

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31