07.09.2012 - 15:48 | bb.is
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
„Ég held að ég verði seint metsöluhöfundur í Egyptalandi en hvað sem því líður er þetta áhugavert og skemmtilegt," segir dýrfirski rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir, sem nýverið landaði samningi við arabíska útgáfufélagið Animar í Egyptalandi um þýðingu á bókinni Galdur sem kom út hjá Forlaginu árð 2000.
Vilborg segir bókamessuna í Frankfurt í Þýskalandi á síðasta ári spila veigamikla rullu í útgáfuferli bókarinnar á erlendri grundu. „Í tengslum við heiðurssess Íslands á bókamessunni í Frankfurt ákvað bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, dótturfyrirtæki Amazon, að gefa út bækur eftir sjö íslenska höfunda á ensku, þar á meðal mig og Galdur kom út vestan hafs í mars. Þannig opnaðist þessi gluggi til Egyptalands."
...
Meira