A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Í blómagarðinum við íbúðarhús Berg hvalfangara á Framnesi í Dýrafirði.  Efst til vinstri eru: Berg á Framnesi, Hannes Hafstein sýsluimaður Ísfirðinga og Ellefsen hvalfangari á Sólbakka.
Í blómagarðinum við íbúðarhús Berg hvalfangara á Framnesi í Dýrafirði. Efst til vinstri eru: Berg á Framnesi, Hannes Hafstein sýsluimaður Ísfirðinga og Ellefsen hvalfangari á Sólbakka.
« 1 af 4 »
Smári Geirsson fræðimaður á Neskaupstað var á ferð um Vestfirði nú í ágústmánuði.

Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja alla staði fyrir vestan þar sem hvalstöðvar höfðu verið starfræktar, flestar af Norðmönnum á tímabilinu 1882-1915.

Smári vinnur að bók um hvalveiðar og hvalstöðvar á Íslandi og hefur aflað sér heimilda um þá sögu, meðal annars í Noregi, fyrir milligöngu Önfirðingafélagsins.

Leið Smára lá í Seyðisfjörð, Álftafjörð, Hesteyrarfjörð, Veiðleysufjörð, Önundarfjörð, Dýrafjörð og Tálknafjörð. Sjáanlegar rústir voru skoðaðar á öllum stöðum og myndir teknar, en með í för var Guðmundur Sveinsson forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar og sá hann fyrst og fremst um myndatökuna.

Smári segir:
„Ferðin var á alla lund vel heppnuð og á mörgum staðanna hittum við áhugasamt fólk sem fræddi okkur og greiddi götu okkar með ýmsum hætti. Í rúma tvo daga bjuggum við á Sólbakka í Önundarfirði þar sem Önfirðingafélagið á glæsilegt hús einmitt á þeim stað þar sem stærsta hvalstöðin stóð á sínum tíma. Það var unun að búa í húsinu og ekki skemmdi fyrir sá andi hvalveiðisögunnar sem þar sveif yfir vötnum. Það er svo sannarlega aðdáunarvert hvernig Önfirðingafélagið hefur staðið að uppbyggingunni á Sólbakka og það er öruggt að þar hafa margir átt ófáar ánægjustundir."

Sjá nánar: www.skutull.is
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31