A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.09.2012 - 09:41 | BIB

Hofsjeppinn kominn á Hvanneyri

Hofsjeppin á hlaðinu á Hvanneyri og Dýrfirðingarnir brosa breitt. F.v.: Bjarni Guðmundsson og Kristján Davíðsson.
Hofsjeppin á hlaðinu á Hvanneyri og Dýrfirðingarnir brosa breitt. F.v.: Bjarni Guðmundsson og Kristján Davíðsson.

Eitt af hlutverkum safns er að segja sögur. Það má gera með ýmsum hætti. Meðal annars þeim að safnið gegni hlutverki sögugripa-hótels  þar sem hótelgestir vinna fyrir dvöl sinni með því að segja sögur...


Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri hefur um nokkurt skeið fetað sig áfram eftir þeirri götu, varlega þó og í litlum mæli, svo sem eðilegt er.

Fyrir nokkrum dögum kom gagnmerkur Willys-jeppi í safnið til hótel-dvalar sem sögugripur.  Jeppinn kom nýr að Hofi í Dýrafirði. Árgerð 1946 er hann, og hefur verið gerður í sitt upphaflega form að öllu leiti, af miklum hagleik.

Við segjum sögu jeppans innan tíðar en það er Kristján Davíðsson sem gripinn á, dóttursonur fyrsta eigandans, Gunnars Guðmundssonar bónda á Hofi.

 

Kristján kom akandi á jeppanum að vestan, hafði sá gamli þá lagt um það bil 450 km undir hjól sín, og ekki slegið feilpúst alla leiðina. Myndin var tekin er Kristján kom í hlað á Hvanneyri. Í undirbúningi er hóteldvöl jeppans í Landbúnaðarsafni "þangað til annað verður ákveðið".

 

Hið sögulega verðmæti jeppans Í-19 liggur í því að hér er á ferð landbúnaðarjeppinn frá Willys, og því hlutverki gegndi hann einmitt á Hofi í Dýrafirði um árabil, og einmitt á mikilvægustu jeppaárunum - um miðja síðustu öld.

 

Við hlökkum til að sýna jeppann gestum safnsins.

Bjarni Guðmundsson - Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31